Opið fyrir umsóknir í ungmennaráð

 

Forsætisráðuneytið leitar að 13 til 18 ára ungmennum í ungmennaráð Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Opið verður fyrir umsóknir til og með 16. febrúar nk.
Leitað er að áhugasömu ungu fólki til að taka sæti í ungmennaráði heimsmarkmiða sameinuðu þjóðanna (SDG – Sustainable Development Goals). Ungmennaráðið hefur það skemmtilega hlutverk að kynna sjálfbæra þróun fyrir jafnöldrum sínum og vera ríkisstjórninni til ráðgjafar um hvernig ná megi sem best heimsmarkmiðum um sjálfbæra þróun. Ferðakostnaður vegna funda verður greiddur.

Meðfylgjandi er auglýsing með nánari upplýsingum.