Óskað eftir að ráða sjúkraliða og vant fólk í umönnun

Hjúkrunarheimilið Sæborg á Skagaströnd óskar eftir að ráða til starfa sjúkraliða og vant fólk í umönnun aldraðra.

Sæborg er lítið hjúkrunarheimili staðsett miðsvæðis á Skagaströnd. Þar búa að jafnaði um 9 íbúar og vinnur heimilið eftir Lev og bo hugmyndafræðinni.

Um er að ræða vaktavinnu en hægt er að semja um starfshlutfall, vinnutíma og vaktatilhögun.

Mikilvægt er að viðkomandi hafi áhuga á að vinna með öldruðum, lipurð og áreiðanleika í samskiptum, sveigjanleika, frumkvæði, jákvætt viðmót og hæfni í að vinna teymisvinnu. Íslenskukunnátta er áskilin.

Umsóknarfrestur er til og með 10.05.2020 og skulu umsóknir berast á netfangið saeborg@simnet.is

 

Frekari upplýsingar veitir

Jökulrós Grímsdóttir

Hjúkrunarforstjóri

Í síma 848-1801 eða email: saeborg@simnet.is