Regus opnar á Skagaströnd

Frá vinstri: Tómas Ragnarz forstjóri Regus, Erna Karla Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri Regus, Alexand…
Frá vinstri: Tómas Ragnarz forstjóri Regus, Erna Karla Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri Regus, Alexandra Jóhannesdóttir sveitarstjóri & Halldór Gunnar Ólafsson, oddviti sveitarfélagsins.

Landvinningar Regus á Íslandi halda áfram – Núna er það Skagaströnd

 

Skagaströnd er næsti staðurinn á Íslandskortinu hjá alþjóðlegu skrifstofukeðjunni Regus sem stefnir að enn frekari fjölgun starfsstöðva sinna og vinnurýma á Íslandi. Kaup Regus á húsnæði á Skagaströnd að Túnbraut 1-3 er einn liður í því að stækka og þétta netið á Íslandi. 

Í húsnæðinu eru nú þegar  útibú Landsbankans, afgreiðsla Póstsins, Greiðslustofa Vinnumálastofnunar og skrifstofa Léttitækni ásamt skrifstofum Sveitarfélagsins Skagastrandar.

 

Sveitarfélagið er spennt fyrir þessari uppbyggingu og býður starfsemi Regus velkomna til Skagastrandar. Með opnun Regus á Skagaströnd skapast ný tækifæri til þess að hýsa mismunandi störf í sveitarfélaginu bæði í opinbera- og einka geiranum. Samhliða aukast einnig atvinnutækifæri þeirra sem vilja búa og starfa á Skagaströnd til skemmri eða lengri tíma. Sá sveigjanleiki sem lausnir Regus hafa upp á að bjóða eru í takt við byggðaáætlun varðandi störf án staðsetningar þannig að búseta hafi ekki áhrif við val á starfsfólki. Til þess að slíkt sé mögulegt þarf að vera til staðar hentugt skrifstofuhúsnæði þar sem önnur starfsemi er fyrir og skapa þessar breytingar því m.a. umgjörð fyrir flutning nýrra starfa og íbúa til Skagastrandar sem er vel, segir Alexandra Jóhannesdóttir, sveitarstjóri

 

Tíu árum eftir að Tómas Ragnars, forstjóri og einn af eigendum Regus á Íslandi, opnaði fyrstu starfsstöðina í Reykjavík leigir fyrirtækið nú út tilbúin vinnurými og skrifstofur, til langs eða skemmri tíma, víðsvegar um landið.

 

Starfsstöðvarnar eru meðal annars við Kirkjusand og Hafnartorg í Reykjavík, Laugavegi og í Garðabæ, Keflavík, Stykkishólmi, Siglufirði og Ísafirði svo eitthvað sé nefnt. Næsti staður á landakortinu er síðan Skagaströnd  þar sem stefnt er að opnun vinnustöðva árið 2025.

 

„Fólk vill geta starfað alls staðar, þar og þegar sem þeim hentar best, og okkar verkefni er að gera öllum Íslendingum, hverjum einasta einstaklingi, þetta bæði mögulegt og auðvelt,“ segir Mark Dixon, stofnandi og stærsti hluthafi Regus, um sameiginlegt markmið hans, Tómasar og Ernu Körlu framkvæmdastjóra Regus  bjóða upp á fyrsta flokks skrifstofuaðstöðu í öllum landshlutum.

 

Tómas bendir á að Regus á Íslandi sé nú þegar orðið stærsta einkaumboð Regus í Evrópu en móðurfélag Regus, IWG (International Workplace Group), er með yfir 7000 starfsstöðvar í 127 löndum og á þessu ári opnar fyrirtækið yfir 450 nýjar staðsetningar um víða veröld. Einnig hafa allir meðlimir Regus aðgang að yfir 850 betri stofum á helstu flugvöllum heims.

 

„Ísland er tiltölulega stórt land. Miklu stærra en þú myndir ætla og Íslendingar virðast almennt mjög opnir fyrir nýjungum og fljótir að laga sig að nýrri tækni,“ segir Dixon og bætir við að þótt mannfjöldinn sé dreifður yfir stórt svæði sé  Reykjavík alger miðpunktur.

 

„Fólk annars staðar á landinu þarf því að flytja eða keyra til Reykjavíkur til þess að geta sinnt störfum sínum,“ heldur hann áfram og bendir á að sveigjanlegar skrifstofulausnir Regus, blandaðar skrifstofur sem kenndar eru við „hybrid“, geri fyrirtækjum mögulegt að ráða til sín hæfasta fólkið óháð búsetu þess og staðsetningu fyrirtækisins af þeim sökum er Regus að leggja sérstaka áherslu á að vera með með starfsstöðvar þar sem fólk vill búa svo hægt sé að bjóða uppá gæða aðstöðu óháð staðsetingu.

 

„Viðkomandi finnur sér þá bara tilbúna skrifstofu eða starfstöð í sinni heimabyggð og tæknin gerir honum kleift að vinna þaðan. Þetta er góð framtíðarsýn sem dregur úr samgöngum, fækkar fólki á vegum úti sem umhverfið nýtur góðs af,“ segir Dixon og bætir við að helsti ávinningurinn sé síðan tímasparnaður og aukin ánægja allra. „Það vill enginn eyða klukkustund, eða meira, á dag í að koma sér til og frá vinnu.“