Þar sem veðurspá Veðurstofunnar gerir ráð fyrir mikilli rigningu í fyrramálið og fram til miðvikudagsmorguns hvetur sveitarfélagið íbúa til að huga vel að frárennslislögnum og niðurföllum við hús sín til að fyrirbyggja mögulegt vatnstjón. Biðjum einnig bátaeigendur til að athuga sína báta.
Á vef Veðurstofunnar kemur fram að gefin sé appelsínugul veðurviðvörun frá klukkan 06:00 í fyrramálið á Norðurlandi vestra. Reiknað er með að verðurviðvörun á NV verði í gildi til klukkan 06:00 miðvikudagsmorgun. Veðurfræðingar segja að þetta geti líkst verðirnu sem var í september 2012, fjárfellisverðrið sem kallað var.
Í neyðartilvikum eru íbúar hvattir til þess að hringja í 112 sem metur aðstæður og kallar til viðbragðsaðila ef hætta skapast fyrir fólk og eignir.