Barnamenningarhátíðin Skúnaskrall hefur farið af stað með krafti! Lalli töframaður kíkti á okkur í morgun í Höfðaskóla og var með glæsilega sýningu sem börnin höfðu gaman af!
Dagskráin er hin skemmtilegasta hér á Ströndinni og hvetjum við alla til þess að mæta í heimsókn á leikskólann milli 15-17 í dag miðvikudag og síðan í sprikl og sprell í kýló með UMF-Fram beint á eftir í íþróttahúsi :)
Dagskrá:
Fimmtudaginn 5. maí kl. 13:00 – miðstig skólans fær í heimsókn sýninguna Harmleikur í textíl um Gretti sterka.
Föstudaginn 6. maí
- Um kvöldið: öllum unglingum í 8.-10. bekkjum á Norðurlandi vestra boðið á ball á Hofsósi og fara þau frá Skagaströnd með rútu.
Þriðjudaginn 10. maí kl. 13:00 – 5.-10.bekkingum boðið að fara með rútu á Blönduós að sjá sýninguna Allra veðra von með Hringleik.
Miðvikudaginn 11. maí – Tónlistarskóli A-Hún með vortónleika í Hólaneskirkju.