Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir sumarstörf fyrir námsmenn 18 ára og eldri. Eru störfin hluti af atvinnuátaki sveitarfélagsins í samstarfi við Vinnumálastofnun til þess að fjölga tímabundið störfum fyrir námsmenn vegna Covid-19. Eru 3 störf í boði.
Störfin felast í umhverfisstörfum er varða fegrun umhverfis og bætta ásýnd sveitarfélagsins. Eru störfin þess eðlis að æskilegt er að viðkomandi sé með menntun eða hafi reynslu af garðyrkju eða skrúðgarðyrkju þó svo að það sé ekki skilyrði.
Eftirfarandi hæfniskröfur eru gerðar:
•Færni til þess að vinna vel í hóp
• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
• Jákvæðni, starfsgleði, kurteisi, frumkvæði og sveigjanleiki
• Samviskusemi og stundvísi
Skilyrði:
1. Umsókn þarf að fylgja staðfesting á námi milli anna þ.e. nemendur verða að vera að koma úr námi og á leið í nám í haust. Þá þurfa að liggja fyrir upplýsingar um menntun og fyrri störf.
2. Ráðningartími er 2 mánuðir og er miðað við að tímabilið sé 1. júní - 31. ágúst. Möguleiki er á ráðningu í 3 mánuði en er það háð samkomulagi við sveitarfélagið þar um og skoðað í hverju tilfelli fyrir sig.
3. Námsmenn þurfa að vera 18 ára á árinu.
4. Laun eru aldrei lægri en kjarasamningar segja til um vegna viðkomandi starfs.
5. Um ráðningar vegna vinnumarkaðsátaks gilda sömu reglur og um ráðningar starfsmanna sveitarfélaga.
6. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Áhugasamir eru hvattir til þess að sækja um!
Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um störfin á skrifstofu sveitarfélagsins eða með því að hafa samband í síma 455-2700 eða á netfanginu sveitarstjori@skagastrond.is. Umsóknarfrestur til og með 24. maí 2020.