Í kjölfar ákvörðunar yfirvalda um hertar sóttvarnaraðgerðir vegna Covid-19 næstu tvær vikurnar vil ég koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri við íbúa:
Skrifstofa sveitarfélagsins: Skrifstofa verður opin en fólk beðið um að sinna einstaklingssóttvörnum og setja upp grímu. Ég vil biðla til fólks að takmarka heimsóknir í stjórnsýsluhúsið eins og mögulegt er og nýta frekar tölvupóst eða símtöl.
Skagastrandarhöfn: Óbreytt opnun og þjónusta en virðum 2 m regluna.
Bókasafn: Opið á hefðbundnum opnunartíma, grímuskylda ef ekki er hægt að virða 2 m reglu.
Félagsstarf: Starfrækt en þáttakendum skipt í tvo hópa. Hvor hópur hittist einu sinni í viku í sitthvoru lagi.
Sæborg: Almennar heimsóknir bannaðar og grímuskylda ef starfsfólk getur ekki tryggt 2 m reglu.
Höfðaskóli: Breytingar verða gerðar á skólahaldi í takt við tilmæli sóttvarnayfirvalda. Enginn hafragrautur verður í þessari viku en mötuneyti í hádegi verður opið. Skólasund og íþróttir falla niður á meðan hertar aðgerðir standa yfir. Skólastjórnendur hafa sent póst á foreldra og forráðamenn nemenda en vinsamlegast hafið samband við skólastjóra ef einhverjar spurningar vakna – saradilja@hofdaskoli.is
Barnaból: Hefðbundið skólahald.
Tónlistarskóli A-Hún: Ýmist fjarkennsla eða staðnám. Foreldrum og forráðamönnum hefur verið sendur póstur um breytt fyrirkomulag en vinsamlegast hafið samband við skólastjóra ef spurningar vakna – hugrunsifhall@gmail.com
Félagsmiðstöð Undirheimar: Lokað
UMFram: Allt starf fellt niður.
Pósthús og Landsbanki: Grímuskylda og hámark 3 inni í einu.
Hólaneskirkja: Sunnudagaskóli, fermingarfræðsla, annað barna- og æskulýðsstarf svo og helgihald í Skagastrandarprestakalli fellur niður. En prestur er ávallt á vaktinni og til þjónustu reiðubúin.
Bjarmanes: Opið 11:30-13:30 á virkum dögum og 10 manna hámark.
Olís: Opið en 10 manna hámark og grímuskylda ef ekki er hægt að virða 2 m reglu.
Hárstofan Viva: Lokað til 18. nóvember.
Enn hefur ekkert smit greinst í A-Hún.
Íbúum verður haldið upplýstum eftir sem áður og allar breytingar á stöðu kynntar um leið og hægt er.
Bestu þakkir fyrir skilninginn og þolinmæðina sem þið hafið sýnt. Ef einhvern vantar frekari upplýsingar eða aðstoð er áréttað að það alltaf hægt að leita til sveitarstjóra.
Alexandra Jóhannesdóttir