Fréttir

50 ára afmæli Krabbameinsfélags Austur-Húnvetninga

Í tilefni af 50 ára afmæli Krabbameinsfélags Austur-Húnvetninga, býður félagið til afmælisveislu í Félagsheimilinu á Blönduósi

HSN auglýsir móttöku augnlæknis 27. og 28. febrúar nk.

Heilbrigiðisstofnun Norðurlands á Blönduósi auglýsir Örn Sveinsson augnlæknir verður með móttöku á Heilbrigðsstofnun Norðurlands á Blönduósi dagana 27. og 28. febrúar 2019

Aðalfundur Rauða krossins á Skagaströnd

Aðalfundur Rauða krossins á Skagaströnd verður haldinn laugardaginn 2. mars kl. 16:00

HSN auglýsir krabbameinsleit 27.-28. febrúar 2019

HSN auglýsir krabbameinsleit 27.-28. febrúar 2019

Nýr vefur Sveitarfélagsins Skagastrandar

Sveitarfélagið Skagaströnd hefur endurnýjað vef sinn á slóð www.skagastrond.is

30. janúar 2019

Fundargerð sveitarstjórnar 30. janúar 2019

Styrkur vegna frístundakorts hækkaður

Á fundi sveitarstjórnar þann 30. janúar sl. samþykkti sveitarstjórn að hækka styrk vegna frístundakorts úr kr. 15.000.- í kr. 25.000.- vegna 2019.

Mynd vikunnar

Hólanes hf 1976 Þessi mynd sýnir horfinn tíma. Hún var tekin í vinnslusal frystihúss  Hólaness hf 1976. Á henni má telja 21 konu sem eru að snyrta og  pakka fiski. Ekki þekkjast allar konurnar en frá hægri eru:  Guðrún Sigurðardóttir, óþekkt, Kristín Sigurðardóttir, Bergljót Óskarsdóttir (d. 22.2.2004),  óþekkt, Hólmfríður Rögnvaldsdóttir (d.13.10.2000), Jóhanna Thorarensen (d. 6.3.2004),  Laufey Sigurvinsdóttir (d. 21.12.1994), fjórar óþekktar, Elísabet Kristjánsdóttir (d. 21.3.1991)  (nær), óþekkt (fjær), Elísabet Árnadóttir, Guðrún Guðbjörnsdóttir en aðrar eru óþekktar.  Nú hefur vinnslusalnum verið breytt í rannsóknarstofur og Vörusmiðju BioPol ehf.

Sveitarstjórn setur sér stefnu í úrgangsmálum

Á fundi sveitarstjórnar Skagastrandar 30. janúar 2019 setti sveitarstjórn stefnu og markmið í úrgangsmálum. Tilefni stefnunnar var m.a. umræða á íbúafundi sl. haust um skipulagsmál þar sem úrgangsmál, endurvinnsla og meðhöndlun úrgangs var til umfjöllunar.

Mynd vikunnar

Á þorrablóti Myndin var tekin á þorrablóti í Fellsborg 2. febrúar 2013.  Á henni er verið að syngja um hóp kvenna sem tók upp á því  að stunda sjósund, oftar en ekki út við Sandlæk.  Þar er dýpi ekki mikið þannig að hætta á drukknun er hverfandi.  Aftur á móti vildi sandur festast milli tánna á konunum  sem þær skoluðu gjarnan af sér í sundlauginni þegar þær fóru  í heita pottinn þar til að fá aftur hita í kroppinn.  Klæðnaður söngkvennanna er því við hæfi en þær eru, frá vinstri:  María Ösp Ómarsdóttir, Lena Rut Jónsdóttir, Þorgerður Þóra Hlynsdóttir,  Sigríður Stefánsdóttir og Hugrún Sif Hallgrímsdóttir.