Fréttir

Hello Skagaströnd

Hello Skagaströnd J, From December 2013 until February 2014 I had the pleasure staying at NES and shot a Video about the Northern Lights. After some time now I decided to make the video public on Vimeo to share it with everybody. Here is the link: https://vimeo.com/97168133 If you like it, it would be amazing if you would spread the word, share and embed it. J I had a fantastic time in Skagaströnd and hope to return soon. Best wishes from Los Angeles to everybody. Takk, Boris

Frá leikskólanum Barnabóli

Vegna fyrri tilkynningar um að búast megi við að leikskólinn verði lokaður 19. júní tilkynnist hér með að þar sem ekkert verður af boðaðri vinnustöðvun fimmtudaginn 19. júní verður leikskólinn opin samkvæmt venju. Leikskólastjóri

Tilkynning frá leikskólastjóra leikskólans Barnabóls

varðandi boðaða vinnustöðvun Félags leikskólakennara fimmtudaginn 19. júní 2014. Leikskólakennarar efna til vinnustöðvunar 19. júní næstkomandi hafi ekki náðst að semja um nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna í FL samþykkti að efna til vinnustöðvunarinnar í atkvæðagreiðslu sem stóð yfir dagana 28. maí til 2. júní sl. Ef ekki semst fyrir 19. júní verður ekki tekið á móti nemendum í leikskólanum Barnabóli þar sem báðir deildarstjórar leikskólans eru í Félagi leikskólakennara sem hefur boðaða vinnustöðvun fyrir sína félagsmenn. Leikskólanum Barnabóli 16. júní 2014 Þórunn Bernódusdóttir Leikskólastjóri

Tilkynning frá leikskólastjóra leikskólans Barnabóls

varðandi boðaða vinnustöðvun Félags leikskólakennara fimmtudaginn 19. júní 2014. Leikskólakennarar efna til vinnustöðvunar 19. júní næstkomandi hafi ekki náðst að semja um nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna í FL samþykkti að efna til vinnustöðvunarinnar í atkvæðagreiðslu sem stóð yfir dagana 28. maí til 2. júní sl. Ef ekki semst fyrir 19. júní verður ekki tekið á móti nemendum í leikskólanum Barnabóli þar sem báðir deildarstjórar leikskólans eru í Félagi leikskólakennara sem hefur boðaða vinnustöðvun fyrir sína félagsmenn. Leikskólanum Barnabóli 16. júní 2014 Þórunn Bernódusdóttir Leikskólastjóri

Ljósmyndasýning á Hafnarhúsinu

LJÓSMYNDASÝNING Skagaströnd, sumarið 2014. Sýningin er utanhúss á austurvegg Hafnarhússins og stendur til hausts. Vigdís H Viggósdóttir sýnir 12 mynda seríu sem nefnist SAMRUNI. Viddý eins og hún er kölluð, útskrifaðist úr Ljósmyndaskólanum nýverið. Tilurð verksins: Dag einn á hefðbundnum göngutúr gekk ég fram á gömlu ruslahaugana sem fyrir margt löngu var búið að afleggja, allavega af hálfu yfirvalda. En eins og oft vill verða, losar fólk sig við rusl bara þar sem því hentar. Fyrst fylltist ég reiði og vonleysi, en fór svo að rýna í ruslið og undraðist hvað móðir-jörð er mögnuð. Þarna var ruslið að renna saman við náttúruna, mosi og annar gróður að taka sér bólfestu í því. Sól, frost og vindur lögðu sitt af mörkum við að brjóta það niður. Ég fylltist von og ferlið blasti við mér, náttúran mundi að lokum sigrast á þessum óhroða. Þá sá ég líka hvernig ruslið hefur hliðstæðu í lífi okkur. Við lendum í áföllum og syrgjum, verðum beygð og okkur svíður undan þessu andlega fargi. Eftir að hafa tekist á við áfallið, verðum við sátt í eigin skinni, þroskumst. Verkið heitir SAMRUNI, með vísun í ákveðið tímabil í ferli sem byrjar á sorpi/sorg og endar með sigri. Ferlinu er líst með 8 orðum sem öll byrja á S (sjá spjöld á sýningu) Einungis 8 orð þurfti til að segja þessa sögu, auk þess er talan 8 vísun í eilífðartáknið, þar sem náttúran endurtekur sig, hringrás með eilítið breyttri ásýnd í hverri umferð, en óslitin. Viddý Viggós

Pistill frá Lárusi Ægi Guðmundssyni

Gagnslaus tillaga sveitarstjórnar Fyrir nokkrum árum var útbúinn göngu- og reiðvegur sem liggur frá svonefndum Löngubergjum (Snorrabergjum) og upp að hesthúsunum neðan við þjóðveginn út á Skaga. Svo sem vera ber voru sett merki við báða enda vegarins sem banna umferð bifreiða enda almennt ekki talið að sú umferð fari vel saman við ferðir göngufólks og þeirra sem eru í útreiðartúrum á hestum sínum. Alla tíð hafa umferðarmerkin verið að engu höfð af nokkrum mönnum sem aka þarna hvenær sem þeim dettur í hug. Svo virðist sem fyrri sveitarstjórn hafi verið sér þessa meðvitandi því hún samþykkti loksins á fundi sínum 15. nóvember 2013 þá bráðsnjöllu lausn á vandanum að setja inn á vefinn – skagastrond.is – auglýsingu um að það mætti ekki aka þessa leið á bifreiðum. Sumir af þeim sem þarna aka um hafa aldrei sett fingur á tölvu, eiga hana jafnvel ekki í fórum sínum og lesa því ekki þessa auglýsingu sem kannski hefur hangið inni á forsíðunni í eina viku. Hélt sveitarstjórnin virkilega að ef þessir menn virða ekki einu sinni umferðarmerkin þá væri þetta lausnin? – Hvílík snilld. Lausnin á þessu vandamáli er ekki flókin. Hún er raunar svo einföld sem að setja sæmilega stóran stein við enda/upphaf vegarins við hesthúsahverfið sem hindrar bílaumferð en ekki ferðir gangandi fólks og reiðmanna. Ég vona að nýja sveitarstjórnin nái að hrinda þessu – ekki svo viðamikla verkefni – í framkvæmd á næstu dögum. LÆG Hvers eiga gluggarnir að gjalda? Fyrir nokkrum misserum voru gluggarnir á þeirri hlið Fellsborgar sem snýr að þjóðveginum málaðir hvítir – allir nema tveir - þeir voru skildir eftir ómálaðir og enginn veit hversvegna. Þrátt fyrir að langur tími sé nú liðinn frá þeirri gjörð voru þeir aldrei teknir í sátt af fyrri hreppsnefnd sem horfði á þetta misserum saman án aðgerða. Þetta hirðuleysi, þrátt fyrir ábendingar um að bæta hér úr, lýtir mjög götuhlið Fellsborgar. Það er von mín að sveitarstjórinn komi að máli við húsvörðinn í Fellsborg en þeir vinna á sama vinnustaðnum og saman leiti þeir leiða til að hrinda þessu verkefni í framkvæmd en reikna má með að það geti tekið allt að einni klukkustund. LÆG

Mynd vikunnar

Ernst Berndsen á siglingu Ernst Berndsen (f. 2.6.1900 - d. 21.8.1983) á Karlsskála siglir hér á bát sínum Helgu þó ekki sé leiðið gott. Ernst var fyrsti hafnarvörður Skagastrandarhafnar og gegndi því starfi í áratugi. Þá var hann lóðs í Húnaflóa og lóðsaði lítil og stór skip til hafnar í höfnunum við flóann. Ernst var lengi umboðsmaður fyrir Olíufélag Íslands - Olís en jafnframt því sótti hann sjó á eigin trillum þegar færi gafst. Þeir eru ófáir sjómennirnir sem fóru sinn fyrsta róður með Ensa, eins og hann var kallaður, og lærðu hjá honum réttu handtökin á sjó. Nú síðasta vetur (2014) var Helgan gerð upp þannig að siglingasögu hennar er ekki lokið en hún er nú í eigu afkomenda Ernsts.

Síðasta námskeið skólaársins

Samþætting skólastiga, leikur að læra Öllu starfsfólki grunn-og leikskóla Húnavatnssýslna var boðin þátttaka á námskeiðinu „Leikur að læra“ sem haldið var 5. júní s.l. á Hvammstanga. Á námskeiðinu kenndi Kristín Einarsdóttir, íþrótta-og grunnskólakennari, hvernig nota má leik til að kenna börnum á aldrinum tveggja til tíu ára bókleg fög í leik og hreyfingu á skemmtilegan, líflegan og árangursríkan hátt. Kennsluaðferðin Leikur að læra er þróuð með þarfir barna til að hreyfa sig að leiðarljósi. Aðferðinni er meðal annars ætlað að brúa bilið milli skólastiga, kenna í leik og tjáningu, minnka bóka- og borðavinnu og efla samvinnu nemenda. Kynntar voru grunnhugmyndir kennsluaðferðarinnar og þátttakendur látnir fara í marga leiki sem hægt er að nota í kennslu. Mynd: Þátttakendur og leiðbeinandi.

Lillukórinn heldur tónleika í Hólaneskirkju

Lillukórinn, kvennakór úr Húnaþingi vestra, verður með tónleika í Hólaneskirkju á Skagaströnd, fimmtudaginn 12. júní næstkomandi og hefjast þeir klukkan 20:30. Kórstjóri er Ingibjörg Pálsdóttir, undirleikari og stjórnandi Sigurður Helgi Oddsson. Efnisskráin er fjölbreytt bæði innlend og erlend lög. Aðgangseyrir kr. 2000. Frítt fyrir 14 ára og yngri. Ekki hægt að greiða með kortum.

Mynd vikunnar

Sjómannadagur 1943 eða 1944 Löng hefð er fyrir að halda sjómannadaginn hátíðlegan á Skagaströnd fyrsta sunnudag í júni eða, eins og nú er gert, á laugardeginum fyrir sjómannadag. Þá er farið í ýmsa leiki sem gjarnan byggjast á því að einhvers konar þrautir eru lagðar fyrir þátttakendurna í þeim. Þátttakendur eru yfirleitt valdir úr hópi sjómanna eða einhverra þeirra sem gegna opinberum stöðum á Skagaströnd. Ávallt eru hátíðahöld sjómannadagsins fjölsótt, sama hvernig veður er. Þessi myndin var tekin á sjómannadaginn 1943 eða 44, eftir boðhlaupskeppni þar sem þátttakendur urður að hlaupa í fullum sjóklæðum. Frá vinstri: Ólafur Ásgeirsson, Ingvar Jónsson, Guðmundur Karlsson, Björgvin Jónsson, Guðmundur Jóhannesson, Kristófer Árnason, Gísli Jóhannesson, Hallgrímur Kristmundsson, Snorri Gíslason, Þórarinn Jónsson, Skafti Björnsson og Jens Jónsson. Myndin er úr safni Elísabetar G. Berndsen.