Fréttir

Réttir Food Festival dagana 16.-25. ágúst

Réttir Food Festival er haldið í fyrsta skipti á Norðurlandi vestra dagana 16. – 25. ágúst. Veitingahúsaeigendur og framleiðendur standa að þessari flottu matarhátíð.

Laus staða við Höfðaskóla

Við Höfðaskóla er laus 75% staða. Í starfinu felast þrif að hluta, gæsla og stuðningur í frístund.

Mynd vikunnar

Gunnar Albertsson lést 27. júlí sl. Hann verður jarðsettur frá Hólaneskirkju klukkan 14:00 föstudaginn 9. ágúst. Fagmaður og trúr yfir því sem honum var treyst fyrir lýsa Gunnari Albertssyni vel.

Mynd vikunnar

Í nokkur ár upp úr 1990 var Bjarnhildur Sigurðardóttir (d.22.4.2016) skemmtanastjóri í veitingahúsinu Kántrýbæ á Skagaströnd.

Mynd vikunnar

Teiknuð mynd af bænum Brúarlandi eins og hann leit út 1906.

Grasrótarverkefni KSÍ - Komdu í fótbolta á Skagaströnd

Þann 25. júlí sl. kom Siguróli Kristjánsson eða Moli í heimsókn á Skagaströnd þar sem hann hélt fótboltaæfingu fyrir krakkana okkar. KSÍ hefur verið á ferð og flugi í vikunni með Grasrótarverkefni KSÍ - Komdu í fótbolta. Viðtökurnar voru mjög góðar og var gaman að sjá hversu vel krakkarnir tóku í þessa skemmtilegu heimsókn.

Flotbryggjur settar upp á Skagaströnd

Í gær var lokið við hluta af uppsetningu á nýjum flotbryggjum fyrir minni báta hér á Skagaströnd. Um uppsetningu sá Kristján Óli Hjaltason eigandi Króla ehf. ásamt fríðum flokki manna.

Laust starf hjá Landsbankanum á Skagaströnd

Landsbankinn auglýsir laust til umsóknar 50% starf við almenna afgreiðslu bankans á Skagaströnd

Mynd vikunnar

Pása í blíðunni eftir vel unnið starf við þökulagningu á 4. braut á Háagerðisvelli í ágúst 1993. Frá vinstri: Adolf H. Berndsen, Dagný Sigmarsdóttir, Soffía Pétursdóttir, Vilhelm Jónsson, Eygló Gunnarsdóttir, Guðmundur Kristinsson, Guðmundur Ólafsson og Ingibergur Guðmundsson.

Reiðnámskeið á Skagaströnd

Reiðskólinn Eðalhestar verða með reiðnámskeið fyrir krakka á Skagaströnd dagana 12-16. ágúst.