Fréttir

Jólatónleikar Tónlistarskóla A-Hún

Verða sem hér segir: Skagaströnd í Hólaneskirkju þriðjudaginn 11. des. kl: 1700. Blönduósi í Blönduóskirkju fimmtudaginn 13. des. kl: 1700. Húnavöllum föstudaginn 14. des. kl: 1500. Allir velkomnir. Skólastjóri

Næsti fundur sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar miðvikudaginn 5. desember 2012 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 800. Dagskrá: 1. Álagningareglur fasteignagjalda 2013 2. Fjárhagsáætlun 2013 – 2016 (seinni umræða) 3. Sóknaráætlun landshluta ( tilnefning tveggja fulltrúa) 4. Félags og skólaþjónustu A-Hún a. Fundargerð 30. október 2012 b. Fjárhagsáætlun 2013 5. Byggðasamlag um menningu og atvinnumál a. Fundargerð 7. nóvember 2012 b. Fjárhagsáætlun 2013 6. Minnisblað um snjómokstur 7. Bréf: a. Skipulagsstofnunar dags. 9. nóvember 2012 b. Heimilisiðnaðarsafnsins, dags. 28. október 2012 c. Farskólans, dags. 30. október 2012 d. Stígamóta, dags. í okt. 2012 e. Skíðadeildar Tindastóls, dags. 9. nóvember 2012 f. Sveitarstjóra til Sjávarútvegsráðuneytis, dags. 8. nóvember 2012 8. Fundargerðir: a. Heilbrigðisnefndar Nl.vestra, 13.11.2012 b. Hafnasambands Íslands, 19.11.2012 c. Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, 22.10.2012 d. Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, 7.11.2012 e. Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 26.10.2012 f. Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 23.11.2012 9. Önnur mál Sveitarstjóri

Aðventunni fagnað í Landsbankanum á Skagaströnd

Nú er aðventan er byrja og búið að skreyta jólatréð. Af þessu tilefni ætlum við að bjóða uppá smákökur og kaffi í Landsbankanum á Skagaströnd mánudaginn 3. des. Verið velkomin til okkar. Stelpurnar í Landsbankanum. J

Kveikt á jólatrénu í dag

Jólatré - jólatré Kveikt verður á jólatrénu á Hnappstaðatúni föstudaginn 30. nóvember kl 17.00. Vonast er til að nokkrir jólasveinar mæti samkvæmt venju þótt opinber starfstími þeirra hefjist ekki fyrr en eftir nokkra daga. Börn eru hvött til að koma með foreldra sína og rifja upp jólalögin. Sveitarstjóri.

Fatamarkaður og smákökusala Rauða krossins á Skagaströnd

Fatamarkaði og smákökusölu Rauða krossins á Skagaströnd sem átti að vera fimmtudaginn 22. nóvember og var frestað vegna veðurs, verður haldinn mánudaginn 3. desember frá kl. 17:00-19:00. Ný sending af fötum. Vonumst til að sjá sem flesta. Stjórnin

Sorphirðudagur fimmtudaginn 29. nóv.

Eins og fram kemur í sorphirðudagatali fyrir Skagaströnd http://skagastrond.is/sorphirda2012.pdf er næsti sorphirðudagur fimmtudaginn 29. nóvember. Húseigendur er því minntir á að moka frá ruslatunnum sínum og sjá til þess að þær séu aðgengilegar fyrir sorphirðufólk. Sveitarstjóri

Tilkynning frá Skólafélaginu Rán

Heil og sæl Þá er loksins komið að hinni langþráðu vetrarsamkomu Garginu sem einkennist af söng og gleði nemenda og annarra viðstaddra. Gera má ráð fyrir að um salinn ómi helstu gleði- og hamingjusöngvar sem þekkjast á þessum hluta landsins. Er það einlæg ósk okkar að sem flestir gefi sér tóm til að mæta. Gleðin hefst í Fellsborg kl 18:00 þriðjudaginn 4. desember. Léttar veitingar verða í boði. Aðgangseyrir er 500 kr Skólafélagið Rán

Fatamarkaði og smákökusölu Rauða krossins á Skagaströnd frestað

Fatamarkaði og smákökusölu Rauða krossins á Skagaströnd sem átti að vera á morgun, fimmtudaginn 22. nóvember, hefur verið frestað til mánudagsins 3. desember frá kl. 17:00-19:00. Stjórnin

Frá Höfðaskóla

Af gefnu tilefni og þar sem tvísýnt er með veður á morgun, viljum við koma eftirfarandi skilaboðum til foreldra: Að fella niður kennslu er neyðarúrræði. Ef veður er svo slæmt að foreldrar telji það varhugavert börnum sínum þá er þeim að sjálfsögðu heimilt að halda þeim heima þótt engin tilkynning hafi komið um að kennsla falli niður. Við minnum á að börn eru á ábyrgð foreldra í og úr skóla. Tilkynna þarf um forföll vegna veðurs eins og önnur. Kveðja, Stjórnendur

Snjómokstur

Miðvikudagur 21. nóvember kl 14.00 Snjómokstir verður hætt fram til kl 16.30 í dag. Þá verða helstu leiðir mokaðar til að fólk komist heim úr vinnu og reynt að halda opnu til kl 17.30. Verkstjóri áhaldahúss mun fylgjast með ástandi og aðstoða eftir föngum þá sem nauðsynlega þurfa að komast um. Símanúmer hans er 861 4267 Sveitarstjóri