Fréttir

Fólk vantar í sumarafleysingar

Vinnumálastofnun á Skagaströnd leitar eftir starfsfólki í sumarafleysingar og tímabundna ráðningu til lengri tíma. Leitað er að starfsfólki með góða skipulagshæfni, leikni í mannlegum samskiptum, lipurð í tölvunotkun og áhuga á að skila góðu starfi.  Framhalds- eða háskólamenntun er kostur sem og reynsla af skrifstofustörfum. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum SFR.   Helstu verkefni eru afgreiðsla umsókna um atvinnuleysistryggingar, almenn skrifstofustörf, símsvörun, upplýsingagjöf og þjónusta við atvinnuleitendur. Umsókn ásamt ferilskrá skal senda á netfangið liney.arnadottir@vmst.is fyrir 1. maí.  Frekari upplýsingar gefur Líney Árnadóttir forstöðukona í síma 860 2053 og á liney.arnadottir@vmst.is. 

Opnunar- og vígsluhátíð

Sjávarlíftæknisetrið BioPol ehf. og Fræðasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra bjóða til opnunar- og vígsluhátíðar á Skagaströnd föstudaginn 23. apríl, kl. 16:00. Dagskrá hefst kl 16:00 með móttöku í Kaupfélagshúsinu.   Í framhaldi af því verður gertum boðið upp á að skoða nýja rannsóknastofu BioPol ehf.  Jafnframt verður opið hús á nokkrum stöðum: Fræðasetrinu í Gamla Kaupfélagshúsinu Nesi listamiðstöð Spákonuarfi í Árnesi. Um kvöldið verður svo spurningakeppnin Drekktu betur í Kántrýbæ og hefst hún kl. 21:30.

Tilboð óskast í urðun á Sölvabakka

Verkfræðistofan Efla, f.h. Norðurár bs. óskar tilboða í verkið Urðunarstaður á Sölvabakka.  Helstu magntölur eru: Gröftur og tilfærsla jarðvegs 380.000 rúmmetrar. Dúkþéttingar 14.000 fermetrar. Lagnir 1.500 metrar. Vegfylling 15.000 rúmmetrar. Girðing 2.000 metrar. Útboðsgögn fást á skrifstofu Eflu hf. verkfræðistofu, Suðurlandsbraut 4a frá og með miðvikudeginum 21. apríl 2010 gegn greiðslu kr. 5.000 í peningum og skráningu á samskiptaaðila bjóðanda í útboði. Opnun tilboða verður 6. maí 2010, kl 14:00 í Ráðhúsi Skagafjarðar, Skagfirðingabraut 21, Sauðárkróki.  Fyrir hönd Norðurár bs. Efla verkfræðistofa Sími 412 6000 www.efla.is  efla@efla.is

Fræðasetrið opnað á Skagaströnd

Fræðasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra í sagnfræði opnar formlega á Skagaströnd föstudaginn 23. apríl kl. 16. Á sama tíma opnar Sjávarlíftæknisetrið BioPol ehf. og vígir nýjar rannsóknarstofur kl. 16. Opnunarathöfn verður í salnum í Kaupfélagshúsinu 16:00 - 19:00. Opið hús: Í nýjum rannsóknarstofum Biopol og hjá Fræðasetrinu  Í Kaupfélagshúsinu Í Nesi listamiðstöð   Í Árnesi – elsta húsi bæjarins  Daginn eftir, 24. apríl, er fyrsta opna málþingi Fræðasetursins: „Nokkur brot úr sögu samskipta Íslands við erlend ríki – Til upprifjunar fyrir pólitíska umræðu“.  Boðið verður upp á ferð með leiðsögumanni í Kálfshamarsvík. Sætaferðir eru frá Reykjavík 23. apríl kl. 12 og  til Reykjavíkur 24. apríl kl. 16:30.  Þriggja rétta kvöldverður í Kántrýbæ á föstudagskvöldinu kostar kr. 4190. Nánar auglýst á ssnv.is og víðar.

Varað við ljósabekkjanotkun fermingabarna

Fermingarátakið "Hættan er ljós" þar sem varað er við ljósabekkjanotkun fermingarbarna er að fara í gang.  Átakið er eins og áður samvinnuverkefni Félags íslenskra húðlækna, Geislavarna ríkisins, Krabbameinsfélagsins, Landlæknisembættisins og Lýðheilsustöðvar. M.a. verða birtar auglýsingar í dagblöðum, á FaceBook og fleiri net/vefmiðlum. Ýmsu fræðsluefni varðandi átakið er safnað á: krabb.is/ljos Þetta er sjöunda árið sem farið er í fræðsluherferð undir slagorðinu „Hættan er ljós“. Birtar verða auglýsingar í dagblöðum og á vefsíðum, m.a. Facebook, og fjallað um málið í fjölmiðlum. Vakin er athygli á því að börn og unglingar séu næmari en aðrir fyrir skaðlegum áhrifum geislunar frá ljósabekkjum og sól. Tíðni húðkrabbameins hefur aukist mikið á síðustu áratugum, einkum tíðni svonefndra sortuæxla, en þau eru alvarlegasta tegund húðkrabbameins og algengasta tegund krabbameins hjá konum á aldrinum frá 15 til 34 ára. Foreldrar og aðrir forráðamenn fermingarbarna eru hvattir til að fara að tilmælum alþjóðastofnana um að börn og unglingar fari ekki í ljósabekki. Nýlega hafa verið settar fram tillögur á norrænum vettvangi um að banna þeim sem eru yngri en átján ára að fara í ljós. Slíkt bann hefur þegar tekið gildi í nokkrum löndum, m.a. Skotlandi. Í kjölfar fræðsluherferðanna síðustu ár hefur dregið úr ljósabekkjanotkun ungs fólks og nokkrar sveitarstjórnir hafa hætt að bjóða upp á sólböð í ljósabekkjum í íþróttamannvirkjum sínum. Með herferðinni er stefnt að því að draga enn frekar úr ljósabekkjanotkuninni. Leitað verður til presta landsins um að leggja málefninu lið, eins og undanfarin ár. Nú er að koma út fræðslurit um sortuæxli. Krabbameinsfélagið gefur ritið út en höfundar eru læknarnir Bárður Sigurgeirsson og Jón Hjaltalín Ólafsson.  Samkvæmt upplýsingum frá Krabbameinsskrá Krabbameinsfélagsins greinast að meðaltali  50 manns á ári með sortuæxli í húð, 60 með önnur húðæxli og um 225 manns með svonefnd grunnfrumuæxli í húð. Á allra síðustu árum hefur heldur dregið úr tíðninni. Ár hvert deyja að meðaltali níu Íslendingar úr sortuæxlum í húð.

Málþing á Skagaströnd um samskipti Íslands við erlend ríki

Laugardaginn 24. apríl 2010 kl. 10:00 býður Fræðasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra öllum áhugamönnum um sögu og samfélagsmál til síns fyrsta málþings. Í tilefni af því að 150 ár eru liðin frá fæðingu Valtýs Guðmundssonar á Skagaströnd eru Sveitarfélagið Skagaströnd og bókaútgáfan Urður þátttakendur í málþinginu Nokkur brot úr sögu samskipta Íslands við erlend ríki. Til upprifjunar fyrir pólitíska umræðu. Málþingið er haldið í tengslum við formlega stofnun Fræðaseturs Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra föstudaginn 23. apríl. Um leið opnar Biopol sjávarlíftæknisetur nýjar rannsóknarstofur og haft verður opið hús í Nesi Listamiðstöð og Árnesi, elsta húsi bæjarins.   Sætaferðir frá Reykjavík Farið verður í rútu frá Þjóðminjasafninu í Reykjavík til Blönduóss og Skagastrandar um hádegi föstudaginn 23. apríl og komið í tæka tíð til að taka þátt í opnunarathöfn Fræðasetursins og skoða Skagaströnd. Hægt er að finna gistingu á Skagaströnd eða á Blönduósi (sjá síðar). Kvöldverður verður í Kántrýbæ.  Rútuferð verður milli Blönduóss og Skagastrandar á föstudagskvöldi kl. 23.30 og laugardagsmorgni kl. 08:30. Morgunmatur er reiddur fram í Bjarmanesi á Skagaströnd á laugardagsmorgun kl. 09:00.  Málþingið hefst kl. 10:00 og eftir hádegishlé fara fram opnar umræður til kl. 14:00. Að málþinginu loknu er boðið upp á ferð út á Skagann, m.a. í Kálfshamarsvík með staðkunnugum leiðsögumanni. Rúta fer frá Skagaströnd til Reykjavíkur laugardaginn 24. apríl kl. 16:30. Nánari dagskrá og gistimöguleikar á Blönduósi og Skagaströnd eru taldir upp hér á eftir. Til að auðvelda skipulag eru þeir sem hafa hug á að nýta sér rútu- og veitingamöguleika beðnir um að skrá sig sem fyrst, ekki síðar en á hádegi á miðvikudag í gegnum heimasíðu ssnv.is Skráning hér! Verð Rúta milli Reykjavíkur og Skagastrandar kr. 5000.- hvora leið. Rúta frá Blönduósi til Skagastrandar á föstudagskvöldi og laugardagsmorgni er innifalin í verðinu. Morgunmatur í Bjarmanesi kl. 9-10 kr. 1.290 Hádegismatur í Bjarmanesi súpa og brauð kr. 1.290 Rútuferð í Kálfshamarsvík og fleira með leiðsögumanni – ókeypis  Matseðill í Kántrýbæ, föstudagskvöldið 23. apríl kr. 4.190 Parmaskinka á salatbeði með melónu- og appelsínu vinigrette Kolasteiktur þorskhnakki „New Orleans“ með hrísgrjónacumbo og nýju grænmeti Ítölsk ostakaka með karamellusósu og kaffi (Mögulegt er að panta grænmetisrétt á staðnum) Aðrar upplýsingar hjá Láru Magnúsardóttur í síma eða 452 2210 eða 861 72 31. Netfang: laram@hi.is     Föstudagur 23. apríl 12:00 Rútuferð á Skagaströnd frá Þjóðminjasafni – Skagaströnd  16:00-19:00 Opnun Fræðaseturs Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra 19:00 Kvöldverður í Kántrýbæ 23:30 Rúta frá Skagaströnd á Blönduós Laugardagur 24. apríl 8:30 Rúta frá Blönduósi á Skagaströnd  09:00-10:00 Morgunmatur í Bjarmanesi 10:00 Málþing í félagsheimilinu Fellsborg Dagskrá   10:00-10:05 Oddný Eir Ævarsdóttir fundarstjóri setur málþingið 10:05-10:20 Lára Magnúsardóttir Kirkjan og önnur óvænt erlend ríki sem Ísland hefur tengst 10:20-10:40 Anna Agnarsdóttir Ásælni í Ísland á 18. öld: Ráðabrugg í Versölum og London 10:40-11:00 Ragnheiður Kristjánsdóttir Kommúnismi á íslensku 11:00 -11:20 Kaffihlé 11:20-11:40 Jón Þ. Þór Íslandspólitík Dana um aldamótin 1900 11:40-12:00 Unnur Birna Karlsdóttir Ísland á 20. og 21. öld og alþjóðlegt samstarf um umhverfisvernd 12:00- 13:00 Hlé Súpa í Bjarmanesi 13:00-13:20 Helgi Þorláksson Konungsvald á Íslandi á miðöldum. Er skilningur sagnfræðinga mótaður af samtímaumræðu? 13:20-14:00 Ármann Jakobsson stýrir almennum umræðum Hvaða ljósi varpar sagan á  úrlausnarefni samtímans? 14:15-16:00 Ferð með leiðsögumanni á Árbakka, Hof, Króksbjarg og Kálfshamarsvík 16:30 – 20:00  Rúta: Reykjavík – Blönduós – Skagaströnd    Gisting  Munið rútuferð frá Blönduósi á Skagaströnd kl. 8:30 og morgunverð í Bjarmanesi á Skagaströnd kl. 9 á laugardag   Gisting á Skagaströnd  Suðurvegur 20, raðhús Herbergi: Tvö í báðum er tvíbreitt rúm Fjöldi: Samtals gisting fyrir 4, jafnvel fleiri í stofu á bedda Umsjón: Ólafía Lárusdóttir Sími: 897 7877 Hólabraut 25 Herbergi: Tvö herbergi, tvö rúm í hvoru Fjöldi: Samtals gisting fyrir 4, eldhúskrókur fylgir aðstöðunni Verð nótt: 8.000 kr. fyrir herbergið, einn í herbergi 6.000 kr. Umsjón: Guðmundur Jóhannesson Sími: 452 2625 Túnbraut 1-3  Herbergi: Fimm herbergi, 3 tveggja manna, 2 eins manns Verð nótt: Verð fyrir tvo í herbergi, 8.000 kr. einn í herbergi 5.000 kr. Umsjón: Jóhanna Sigurjónsdóttir Sími: 862 3876 Skíðaskálinn,  hús ofan við bæinn  Fjöldi: Svefnpokapláss fyrir allt að 15 Verð nótt: 1.000 kr. pr. mann Herbergi: Einn stór salur  Umsjón: Lilja Ingólfsdóttir Sími: 863 6593 Gisting á Blönduósi Hótel Blönduós Aðalgötu 5 540 Blönduós sími 4524205 www.hotelblonduos.is hotelblonduos@simnet.is Hótelherbergi: Eins manns herbergi með baði, morgunmatur innifalinn 9.200 Tveggja manna herbergi með baði, morgunmatur innifalinn 11.500 Gistiheimilisaðstaða Hótel Blönduóss www.hotelblonduos.is hotelblonduos@simnet.is (Blöndubyggð 10) Eins manns herbergi, sameiginleg snyrting, án morgunmatar 4.000 Tveggja manna herbergi, sameiginleg snyrting, án morgunmatar 6.000 Glaðheimar - sumarhús Brautarhvammi 11 540 Blönduós sími 8201300 www.gladheimar.is gladheimar@simnet.is  Sumarhús 2ja til 6 manna. Verð frá 6.000 til 14.000 kr. Rúmföt og handklæði kosta 1.500 krónur í viðbót pr. mann.  Blönduból – smáhýsi Blöndubyggð 9 540 Blönduós sími 4643455 / 8923455 osinn@osinn.is Þrjú fjögurra manna smáhýsi með salerni. 5000 krónur pr. hús, rúmföt aukalega kr. 500.   Ferð með leiðsögumanni um Skagann Farið verður frá Skagaströnd laugardaginn 24. apríl kl. 14:15 – 16:00 Árbakki við Skagaströnd-fæðingarstaður Valtýs Guðmundssonar – Jón Þ. Þór segir frá. Að því loknu tekur fararstjóri kunnugur sögu og landsháttum Skagans við. Hof –er forn kirkjustaður 9 km. norðan við Skagaströnd. Þar er falleg timburkirkja frá 1876. Þar eru fornar tóttir sem nefnast Goðatóttir og gætu verið af hofi.  Á Hofi fæddist Jón Árnason (1819-1888) sem þekktastur var fyrir söfnun þjóðsagna sem við hann eru kenndar. Króksbjarg- 12 km. norður af Skagaströnd. Björgin eru ekki mjög há, aðeins um 40-50 m. en þau eru löng. Vegurinn liggur með bjargbrúninni .  Fossá fellur í fallegum fossi af bjargbrúninni beint í sjó fram. Í bjarginu er mikið fuglalíf. Kálfshamarsvík-  sem er 22 km.norður af Skagaströnd er einn athyglisverðasti staðurinn á ökuleiðinni fyrir Skaga. Á Kálfshamarsnesi er stór viti sem endurbyggður var 1939, en upphaflegur viti var reistur 1913.  Við nesið eru  mjög sérstæðir sjávarhamrar úr fallega formuðu stuðlabergi er myndaðist fyrir um tveimur milljónum ára. Á árunum 1910-1930 myndaðist  þarna lítið sjávarþorp sem nefnt var eftir víkinni. Þegar flest var, voru um eitthundrað manns búsettir í víkinni. Ástæðan var einföld, þarna var góð hafnaraðstaða frá náttúrunnar hendi og stutt á gjöful fiskimið.  Upp úr 1930 hnignaði byggðinni tiltölulega hratt og tíu árum síðar höfðu flestir flust í burtu. Flestir fóru inn á Skagaströnd. Húsarústir eru enn sjáanlegar í Kálfshamarsvík og hafa þær verið merktar með nöfnum húsa sem þar stóðu ásamt nöfnum ábúenda. (Ef tími leyfir verður farið í Hafnir-30 km. norður af Skagaströnd. Það er fornt stórbýli, nær nyrst á Skaga. Þar eru Hafnarbúðir, gömul verstöð, einkum hákarlafangara, þaðan réru oft allt að 20 skip til hákarla-og fiskveiða. Gamir malarkambar eru hjá Höfnum og eru þeir merki um hærri sjávarstöðu við ísaldarlok. Grónar smáeyjar liggja skammt undan landi, en þar er blómlegt æðarvarp og selalátur.) Staðkunnur fararstjóri  verður með í för.  

Námskeið í sáningu og ræktun matjurta

Námskeiðið verður haldið í Höfðaskóla laugardaginn 17. apríl kl. 13 til 18.  Á því verður farið yfir fjölmörg atriði og má nefna þessi: • Hefðbundnar og óhefðbundnar ræktunaraðferðir • Leiðsögn um hvernig jarðvegur henti og áburðargjöf.  • Útskýrðir helstu þættir mismunandi gerðir ræktunarbeða • Hollusta og lækningamáttur matjurta.  • Varnir gegn sjúkdómum og skordýrum • Aðferðir við geymslu og matreiðslu.  • Ræktunaraðferðir kryddjurta og berjarunna  Kennari er garðyrkjufræðingurinn Auður I. Ottesen. Hún býr yfir margra ára reynslu í ræktun matjurta, hefur haldið fjölda námskeiða og tekið saman fræðsluefni um matjurtarækt.  Gjald fyrir námskeiðið er 5.000 kr. og þarf skráning að hafa farið fram fyrir fimmtudaginn 15. apríl nk.  Nánari upplýsingar og skráning er á skrifstofu sveitarfélagsins í síma 455-2700 Gert er ráð fyrir að sveitarfélagið bjóði upp á matjurtagarða í vor og sumar sem íbúar geta fengið til afnota.  Sveitarstjóri

Ungir Skagstrendingar standa sig á skíðum

Ungir Skagstrendingar stóðu sig vel á skíðamóti í Tindastóli í gær og síðustu viku.  Þá var Bakarísmótið haldið.  Hópur ungra Skagstrendinga tók þátt og stóðu þau sig öll með glæsibrag.  Keppt var í svigi og stórsvigi og komust eftirfarandi Skagstrendingar á verðlaunapall. Almar Atli Ólafsson lenti í 2. sæti í svigi og 3. sæti í stórsvigi (drengir 6 ára og yngri) Ólafur Halldórsson lenti í 2. sæti í stórsvigi (drengir 6 ára og yngri) Daði Snær Stefánsson lenti í 1. sæti  í stórsvigi (drengir 7 – 8 ára) Dagur Freyr Róbertsson lenti í 3. sæti í stórsvigi (drengir 7 – 8 ára) Jóhann Almar Reynisson lenti í 2. sæti í svigi (drengir 7 – 8 ára) Harpa Hlín Ólafsdóttir lenti í 3. sæti í svigi og 3. sæti í stórsvigi (stúlkur 9 – 10 ára) Páll Halldórsson lenti í 3. sæti í svigi (drengir 11 – 12 ára)

Næsti fundur sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar fimmtudaginn 8. apríl 2010 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 800. Dagskrá: 1. Framkvæmdir 2010 2. Greinargerð endurskoðanda um fjárfestingu 3. Erindi SSNV um þjónustusvæði á Norðurlandi vestra 4. Minnisblað um matjurtagarða 5. Tillaga að gjaldskrá tjaldsvæðis Skagastrandar 6. Erindi Norðurár bs. vegna lántöku 7. Bréf: a) Nils Posse Växjö kommun dags. 8. mars 2010 b) Húsafriðunarnefndar, dags. 11. mars 2010 c) Hárgreiðslustofunnar Vivu, dags. 20. mars 2010 d) Kennara við Höfðaskóla, dags. 4. mars 2010 e) Félags ísl. atvinnuflugmanna, dags. 25. mars 2010 f) Siglingastofnunar, dags. 26. mars 2010 g) Umhverfisráðherra, dags. 2. mars 2010 h) Skipulagsstofnunar, dags. 16. mars 2010 i) Skipulagsstofnunar, dags. 23. mars 2010 j) Skipulagsstofnunar, dags. 1. mars 2010 8. Fundargerðir: a) Hafnarnefndar, 16.03.2010 b) Samvinnunefndar um svæðisskipulag, 10.03.2010 c) Stjórnar SSNV, 9.03.2010 d) Heilbrigðisnefndar Nl. vestra, 4.3.2010 e) Stjórnar Norðurár bs. 15.03.2010 f) Ársfundar Norðurár bs., 31.03.2010 g) Stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, 26.02.2010 h) Stjórnar Hafnarsambands Íslands, 22.01.2010 i) Stjórnar Hafnarsambands Íslands, 19.02.2010 j) Stjórnar Hafnarsambands Íslands, 12.03.2010 9. Önnur mál Sveitarstjóri

Dagur húnvetnskrar náttúru á laugardaginn

Fræðsludagur um náttúrufar í Húnavatnssýslum verður haldinn á Gauksmýri á vegum Náttúrustofu Norðurlands vestra og Selaseturs Íslands laugardaginn 10. apríl næstkomandi. Skúli Þórðarson sveitarstjóri Húnaþings vestra mun setja fræðsludaginn og Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra mun að því loknu flytja gestum ávarp. Í kjölfarið hefst fyrirlestraröð sem mun standa yfir daginn. Þar verður komið víða við á ýmsum sviðum er lúta að náttúrufari Húnvatnssýslna. Fyrirlestrar verða stuttir (15 mín. hver) og verður kaffisopinn aldrei langt undan. Fyrirlestrar verða haldnir að Gauksmýri í Línakradal í Húnaþingi vestra. Að fyrirlestrahaldi loknu verður boðið upp á veitingar í boði Selaseturs Íslands og Náttúrustofu Norðurlands vestra í húsnæði Selaseturs Íslands Brekkugötu 2, Hvammstanga og fimm ára afmælis Selasetursins og tíu ára afmæli Náttúrustofu Norðurlands vestra verður fagnað (aðeins fyrir ráðstefnugesti). Formleg dagskrá fræðsludagsins hefst kl. 9:30 og lýkur kl. 17:00 Athugið að þátttakendum verður boðið upp á súpu í matarhléi þeim að kostnaðarlausu.  Aðstandendur biðja þá sem það vilja þiggja að senda tilkynningu á netfangið steini@nnv.is eða hringja í síma 453-7999, fyrir miðvikudagskvöldið 7. apríl næstkomandi. Viðburðinn styrkja sveitarfélög í Húnavatnssýslum, SSNV, Vörumiðlun, Léttitækni, Sláturhús SKVH og Vaxtarsamningur Norðurlands vestra. Linkur á dagskrá: http://www.nnv.is/wp-content/uploads/2010/04/Dagskra-Hun-natt.pdf