29.04.2008
Starfsmenn Sjávarlíftæknisetursins BioPol á Skagaströnd heímsóttu leikskólann Barnaból í morgun. Þau höfðu meðferðis kálf sem hafði komið úr hnísu sem veiddist í grásleppunet við rannsóknarveiðar BioPol við Málmeyjarfjörð. Hnísan var 161 cm á lengd og 79 kg og reyndist semsagt vera kálfafull. Kálfurinn var karlkyns, 79 cm langur og 6,5 kg.
Krakkarnir voru mjög áhugasamir og spurðu margra spurninga. Þau ákváðu að kálfurinn ætti að heita Sævar þar sem hann hefði átt heima í sjónum.
Ljósm. Ólafía Lárusdóttir
25.04.2008
Grunnbætur húsaleigubóta fyrir hverja íbúð hækka úr 8.000 kr. í 13.500 kr. á mánuði.
Bætur vegna fyrsta barns hækka úr 7.000 kr. í 14.000 kr.á mánuði.
Bætur vegna annars barns hækka úr 6.000 kr. í 8.500 kr. á mánuði.
Hámarkshúsaleigubætur hækka úr 31.000 kr. í 46.000 kr. á mánuði.
Aðrar grunnfjárhæðir eru óbreyttar. Hækkunin tekur til greiðslu húsaleigubóta vegna aprílmánaðar sem koma til greiðslu um næstu mánaðarmót.
Þeir sem telja sig eiga rétt á húsaleigubótum eftir þessar breytingar eru beðnir um að skila inn umsókn sem fyrst.
Reiknivél Félagsmálaráðuneytis fyrir húsaleigubætur má finna hér http://www.felagsmalaraduneyti.is/malaflokkar/husnaedismal/husaleigubaetur/reikniforrit/nr/964
22.04.2008
Húnakórinn heldur tónleika í Hólaneskirkju Skagaströnd laugardaginn 26.april kl.17.Fjölbreytt dagskrá m.a. syrpa við ljóð eftir Davíð Stefánsson. stjórnandi Jón Bjarnason undirleikari Bjartur Logi Guðnason aðgangseyrir kr.1500.
21.04.2008
Þriðjudaginn 22. apríl 2008 kl. 17:00 mun Markaðsskrifstofa Norðurlands efna til fundar á Skagaströnd í samráði við atvinnuráðgjafa undir heitinu:
http://www.skagastrond.is/frettir/users3/stjori/Fundarboð.pdf
Tækifæri í ferðaþjónustu
Fundurinn verður haldinn í litla salnum í félagsheimilinu Fellsborg og hefst kl. 17.00. Gert er ráð fyrir að honum verði lokið eigi síðar en 18.30.
Kjartan Lárusson framkvæmdastjóri Markaðsskrifstofu Norðurlands mun halda stutt erindi og ræða við fundargesti um möguleika í ferðaþjónustu á Skagaströnd og nágrenni.
Einnig mun Katrín Harðardóttir, verkefnisstjóri Markaðsskrifstofunnar mæta á fundinn.
Tilgangurinn með fundinum er að hvetja til uppbyggingar á ferðaþjónustu á Skagaströnd og nágrenni.
Víða leynast miklir möguleikar í margvíslegri afþreyingu sem styrkt getur búsetuþróun á svæðinu. Nefna má ýmiss konar rekstur:
Fjórhjólaferðir
Fuglaskoðun
Göngur og réttir
Gönguferðir
Gönguskíðaferðir
Heilsurækt
Hestaferðir
Hjólaferðir
Hvalaskoðun
Jeppaferðir
Kajaksiglingar
Miðnæturgolf
Minjagripasala
Snjósleðaferðir
Skoðunarferðir í bát
Skoðunarferðir í rútu
Silungsveiði
Sjóstangveiði
Sveitadvöl
Svæðisleiðsögn
Söfn og setur
Veitingar
Sagnaarfur
… og fleira ofl.
Margt af þessu þótti á sínum tíma alls ekki gáfulegt en þykir nú sjálfsagður og nauðsynlegur þáttur í þjónustu við innlenda og erlenda ferðamenn.
Allir eru velkomnir og er áhugasömum bent á að vekja athygli annarra á fundinum.
Sigurður Sigurðarson
markaðsráðgjafi
Sveitarfélagið Skagaströnd
Handsími 864 90 10
Netfang: radgjafi@skagastrond.is
Vefur: www.skagastrond.is
16.04.2008
Tómstunda- og menningarmálanefnd auglýsir eftir styrkumsóknum úr Menningarsjóði Sveitarfélagsins Skagastrandar. Umsóknir geta átt við hvers konar menningarstarf, en sérstaklega er bent á myndlist, tónlist, leiklist, ritlist, varðveislu menningar og ýmsa menningarviðburði. Forsenda úthlutunar er að styrkþegar efli menningu í sveitarfélaginu og að umsækjandi eigi þar heimilisfesti.
Umsóknareyðublað og reglur um menningarsjóð eru á skrifstofu sveitarfélagsins. Umsóknafrestur er til 15. maí 2008.
Tómstunda- og menningarmálanefnd Skagastrandar
16.04.2008
Á fundi sveitarstjórnar 15. apríl 2008 var samþykkt að styrkja áhugahóp um gömlu fallbyssurnar á Skagaströnd um 500 þús kr til að flytja inn fallbyssu frá Danmörku.
Fallbyssan er eftirlíking af fallstykkjum frá 17. – 18. öld og er 1400 mm að lengd og vegur 60 kg. Hægt er að hlaða byssuna og skjóta úr henni púðurskotum. Hún er gerð fyrir sérstök cal. 12 “salutpatron”. Framleiðandi / seljandi gerir einnig þá kröfu fyrir afhendingu byssunnar að viðtakandi og ábyrgðarmaður komi til Danmerkur og læri á byssuna. Fremstillet af bronze
Forsaga þessa máls er sú að í gömlum annálum um Skagaströnd er þess getið að fyrr á öldum þegar Skagaströnd var aðal verslunarstaður Húnavatnssýslu og víðar þá voru til á staðnum tvö fallstykki. Segir sagan að skotið hafi verið úr þessum fallstykkjum við kaupskipakomur. Heyrðist þá hvellurinn víða og vissu þá bændur og búalið að kaupskip var komið í Höfða eins og sagt var í þá daga.
Önnur fallbyssan var send til Þjóðminjasafnsins árið 1946 og er þar í einhverri geymslu. Hin fallbyssan sást síðast um 1960, þá hálfgrafin í jörð við bæinn Vindhæli í Skagabyggð. Ekki hefur reynst unnt að fá byssuna úr Þjóðminjasafninu og fallstykkið sem talið er að hafi verið við Vindhæli hefur ekki fundist.
Hugmyndin er því nú að fá nýja/nýlega fallbyssu keypta til að endurvekja þessa gömlu sögu Skagastrandar. Eftir töluverða leit fannst framleiðandi í Danmörku sem vill selja fallbyssu til Skagastrandar.
Fallbyssa þessi yrði eign Sjóminja- og sögusafns Skagastrandar.
Hugmyndin er að nota fallbyssuna á hátíðis og tyllidögum og skjóta þá nokkrum púðurskotum fólki til skemmtunar.
Þetta hafa nokkrir kaupstaðir hér á landi gert. T.d. Akureyri, Seyðisfjörður og Vestmannaeyjar.
16.04.2008
Á fundi sveitarstjórnar 15. apríl sl. var samþykktur samningur milli Sveitarfélagsins Skagastrandar og Menningarfélagsins Spákonuarfs ehf. um heimildasöfnun um gömul hús og byggðina á Skagaströnd
Verkið er fólgið í söfnun heimilda annars vegar um þau hús sem horfin eru, sögur þeirra, uppruna og endalok og hins vegar um þau eldri hús sem enn standa.
Heimildum verður safnað um hús sem stóðu á Skagaströnd á árabilinu 1840-1940. Þrátt fyrir að síðara ártalið sé sett 1940 er miðað við hús sem stóðu eftir þann tíma og standa jafnvel enn. Einnig um önnur hús en íbúðarhús sem skiptu máli á þessum tíma ss. verslunarhús, þinghús, skólahús, verthús osfrv.
Heimilda verður leitað um:
Hvar húsin stóðu, ( lýsing, meking á kort )
Hvenær þau voru byggð, ( byggingarefni ef er þekkt)
Hver byggði
Hvar þau stóðu áður ef slíkt á við ( Kálfshamarsvíkurhúsin)
Hverjir bjuggu í húsunum á hverjum tíma
Til hvers þau voru notuð ef ekki er um íbúðarhúsnæði að ræða
Hvenær þau voru rifin eða hætt að búa í þeim.
Verkefnið tekur til húsa innan núverandi sveitarfélagsmarka Skagastrandar og nær því út fyrir þéttbýlið. Fell, Háagerði, Finnstaðir ofl. eiga því heima í hópi þeirra húsa sem heimildum skal safna um.
Verkefnið er styrkt af Menningarráði Norðurlands vestra.
14.04.2008
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar
þriðjudaginn 15. apríl 2008 á skrifstofu hreppsins kl 800.
Dagskrá:
1. Þriggja ára áætlun 2009-2011
2. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, áætlun 2008.
4. Verkefnið „Húsin okkar“
5. Gerð sjóvarnar með Fjörubraut
6. Bréf:
a) Umsjónarmanns Námsstofu dags. 11. apríl 2008
b) Skólahreysti, dagsett í mars 2008
c) Ágústs Þórs Bragasonar, dags. 25. mars 2008.
d) Skagastrandardeildar RKÍ, dags. 18. mars 2008.
e) Húsafriðunarnefndar, dags. 18. mars 2008.
f) Landgræðslu ríkisins, dags. 14. mars 2008.
g) Hugrúnar S. Hallgrímsdóttur og Jóns Ólafs Sigurjónssonar, dags. 4. apríl 2008.
h) Elina Lehto – Häggroth bæjarstjóra Lohja, dags. 3. apríl 2008.
7. Fundargerðir
a) Tómstunda- og menningarmálanefndar, 11. mars 2008.
b) Samráðsfundar fámennra sv.fél. 3. apríl 2008.
c) XXII. landsþings Sambands ísl. sv.fél. 7. apríl 2008.
d) Stjórnar SSNV, 12. febrúar 2008.
e) Stjórnar SSNV, 1. apríl 2008.
f) Stjórnar Sambands ísl. sv.fél. 28. mars 2008.
8. Önnur mál
Sveitarstjóri
11.04.2008
Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir eftir flokkstjórum til starfa í Vinnuskólanum sumarið 2008. Æskilegt er að umsækjendur séu 20 ára eða eldri. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Svf. Skagastrandar og er umsóknarfrestur til 25. apríl. Nánari upplýsingar veitir Ágúst Þór í síma 899 0895 eða á netfangi agust@skagastrond.is
Sveitarstjóri
Sveitarfélagsins Skagastrandar