Fréttir

Mynd vikunnar

Flutningabíll Þennan bíl gerði Valdimar Númi Guðmundsson (d.14.3.1972), sem er á myndinni, út í vöru - og fólksflutningum milli Skagastrandar og Reykjavíkur í mörg ár. Í stóru húsi bílsins var hægt að taka 4-5 farþega og oftar en ekki var uppselt í þessi sæti. Ferðin til Reykjavíkur tók 8 - 10 tíma með hádegisstoppi í Fornahvammi þar sem starfrækt var hótel og matsala. Númi átti heima á Hólabraut 1 og byggði húsið sem þar stendur. Vöruflutningarekstur hans skýrir hvers vegna bílskúrinn við húsið er svo stór og með mikla lofthæð því hann gat bakkað bílnum á myndinni inn í skúrinn meðan hann var að afferma hann. Einnig voru þar geymdir pakkar og annað sem fólk var að senda með honum í næstu ferð suður. Þessa mynd tók Guðmundur Guðnason, líklega árið 1969. Senda upplýsingar um myndina

Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi auglýsir

Erlingur Hugi Kristvinsson háls,- nef og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi miðvikudaginn 23/5 2018. Tímapantanir í síma 455-4100 milli kl 08:00 og 16:00.

Framboðslistar á Skagaströnd

Fulltrúar tveggja framboðslista skiluðu gildu framboði til sveitarstjórnarkosninga á Skagaströnd áður en frestur til þess rann út laugardaginn 5. maí 2018. Heiti lista: Við öll Listabókstafur: Ð Nafn frambjóðanda Heimilisfang Starfsheiti Guðmundur Egill Erlendsson Grund lögfræðingur Kristín Björk Leifsdóttir Sunnuvegur 8 viðskiptafræðingur Inga Rós Sævarsdóttir Ránarbraut 14 fulltrúi Þorgerður Þóra Hlynsdóttir Bankastræti 14 tómst.og félagsm.fr. Guðlaug Grétarsdóttir Lækjarbakka leikskólakennari Þröstur Líndal Hólabraut 26 bóndi Kristín Birna Guðmundsdóttir Fellsbraut 5 fulltrúi Eygló Gunnarsdóttir Bogabraut 20 fulltrúi Súsanna Þórhallsdóttir Fellsbraut 7 húsmóðir Hallbjörn Björnsson Hólabraut 17 rafvirkjameistari Heiti lista: Skagastrandarlistinn Listabókstafur: H Nafn frambjóðanda Heimilisfang Starfsheiti Halldór Gunnar Ólafsson Hólabraut 23 framkvæmdastjóri Péturína Laufey Jakobsdóttir Hólabraut 9 skrifstofustjóri Róbert Kristjánsson Skagavegi 15 verslunarstjóri Hrefna Dögg Þorsteinsdóttir Ránarbraut 5 sálfræðinemi Jón Ólafur Sigurjónsson Bogabraut 14 skrifstofumaður Hafdís Hrund Ásgeirsdóttir Hólabraut 15 hársnyrtir Ástrós Elísdóttir Hólabraut 12 leikhúsfræðingur Gunnar Sveinn Halldórsson Suðurvegi 1 matreiðslumaður Guðrún Soffía Pétursdóttir Suðurvegi 9 umsj. m. eldri borgara Adolf Hjörvar Berndsen Höfða framkvæmdastjóri Kjörstjórn Sveitarfélagsins Skagastrandar

Ágætu Skagstrendingar

Við höfum stofnað hóp á facebook sem heitir Fegrum bæinn okkar. Markmið hópsins er að huga að gróðri og umhverfi á fyrirfram ákveðnum svæðum í bænum. Þeir sem hafa áhuga á að leggja hönd á plóg endilega gangið til liðs við hópinn. Þeir sem ekki eru á facebook en vilja taka þátt er velkomið að setja sig í samband við einhverja okkar. Vinnum saman að því að gera Skagaströnd með snyrtilegri stöðum á landinu og breytum um leið hugarfari allra til umhverfisins. Kveðja, Birna gsm: 896-6105 Björk gsm: 862-6997 Dísa gsm: 895-5472

Framboð Ð-listans til sveitarstjórnar.

Í síðustu kosningum til sveitarstjórnar kom fram nýtt framboð sem hafði einkunnarorðin og heitið, Við öll. Markmið þess framboðs voru að ná algeru gagnsæi í stjórnsýslunni, efla siðferðið og auka þátttöku íbúa í stjórnsýslu sveitarfélagsins. Þau markmið eru enn markmið framboðsins enda eiga þau aldrei að detta úr tísku og er enn mikilvægara í dag að þau náist en nokkru sinni áður. Við öll erum ábyrg fyrir samfélaginu okkar og framtíð þess. Framboðslisti Ð-listans er skipaður eftirtöldum einstaklingum: 1. Guðmundur Egill Erlendsson, lögfræðingur. 2. Kristín Björk Leifsdóttir, viðskiptafræðingur. 3. Inga Rós Sævarsdóttir, fulltrúi. 4. Þorgerður Þóra Hlynsdóttir, tómstunda og félagsmálafræðingur 5. Guðlaug Grétarsdóttir, leikskólakennari. 6. Þröstur Líndal, bóndi. 7. Kristín Birna Guðmundsdóttir, fulltrúi. 8. Eygló Gunnarsdóttir, fulltrúi. 9. Súsanna Þórhallsdóttir, húsmóðir. 10. Hallbjörn Björnsson, rafvirkjameistari.

Mynd vikunnar

Orkudagar 2000 Orkudagar voru haldnir í Fellsborg haustið 2000. Þar voru kynntar ýmsar vörur og lausnir í sambandi við orku og orkunotkun. Eitt af fyrirtækjunum sem sýndi vörur sínar á orkudögum var vefnaðarfyrirtækið Árblik á Skagaströnd, sem var rekið í gamla frystihúsi Hólaness við Einbúastíg frá 1999 - 2007. Þeir sýndu meðal annars værðarvoðir sínar og þar var þessi vísa. Ekki er vitað hver er höfundurinn en gaman væri ef hann gæfi sig fram við Ljósmyndasafnið. Senda upplýsingar um myndina

Lausar kennarastöður fyrir næsta skólaár

Við Höfðaskóla eru lausar kennarastöður fyrir næsta skólaár. Um getur verið að ræða almenna kennslu sem og kennslu verk-og listgreina. Nánari upplýsingar um störfin veitir skólastjóri, Vera Ósk Valgarðsdóttir, í síma 452 2800 , hofdaskoli@hofdaskoli.is Skólastjóri

Lífið er núna! ATH Breyting á sýningartíma

  Leiklistardeild Höfðaskóla kynnir gamaleikritið   Lífið er núna!    Sýningar í Fellsborg miðvikudaginn 9. maí kl. 20:00     og föstudaginn 11. maí kl. 20:00

Ársreikningur sveitarsjóðs og stofnana 2017 afgreiddur í sveitarstjórn

Sveitarstjórn Skagastrandar afgreiddi ársreikning 2017 á fundi sínum 30. apríl 2018. Í ársreikningnum kemur fram að rekstrartekjur samstæðunnar voru 577,8 m.kr. en voru 559 m.kr. árið 2016 og hafa hækkað um 3,4% milli ára. Rekstrargjöld samstæðu námu 563,2 m.kr. en voru 551,2 m.kr. 2016 og höfðu aukist um tæp 2,2% milli ára. Rekstrarniðurstaða var jákvæð á árinu um 27,6 m.kr. í samanburði við 22,7 m.kr. jákvæða afkomu árið 2016. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar reyndist 23,6 m.kr. betri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Tekjur A-hluta voru 497,4 m.kr. og rekstargjöld án afskrifta námu 495,5 m.kr. Rekstur A hluta fyrir afskriftir, fjármunatekjur og fjármagnsgjöld var því jákvæður um 1,9 m.kr. Rekstrarniðurstaða A-hluta að teknu tilliti til fjármunatekna og afskrifta var jákvæð um 7,9 m.kr. Heildareignir sveitarfélagsins námu í árslok 1.742 m.kr. og eigið fé voru 1.274 m.kr. Langtímaskuldir sveitarfélagsins námu 246,7 m.kr. og tilheyra þær eingöngu félagslegum íbúðum. Veltufjárhlutfall samstæðunnar var 12,77 en var 14,59 í árslok 2016. Samkvæmt yfirliti um sjóðstreymi var veltufé frá rekstri samstæðunnar 85,4 m.kr. og handbært fé frá rekstri nam 75,6 m.kr. Engin ný lán voru tekin á árinu. Handbært fé samstæðunnar nam 457,9 m.kr. í árslok auk 192,1 m.kr. skammtímaverðbréfaeignar en handbært fé var 539,8 m. kr. í árslok 2016 og þá nam skammtímaverðbréfaeign 124,5 m.kr. Fjárfestingar í varnlegum rekstrarfjármunum námu 73,8 m.kr. hjá samstæðu sveitarfélagsins.

Næsti fundur sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar mánudaginn 30. apríl 2018 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 8.00. Dagskrá: Ársreikningur 2017, síðari umræða Samstarfssamningur Rannsóknarseturs HÍ og sveitarfélagsins Skagastrandar Bréf Minjastofnunar Íslands, dags. 9. apríl 2018 Hróksins, dags. 12. apríl 2018 Nes listamiðstöðvar, 5. mars 2018 Fundargerðir Stjórnar Félags og skólaþjónustu A-Hún, 18.04.2018 Skólanefndar FNV, 20.03.2018 Stjórnar SSNV, 6.04.2018 Stjórnar SSNV, 18.04.2018 Önnur mál Sveitarstjóri