Fréttir

Útboð Skagaströnd - Smábátahöfn 2018

Útboð Skagaströnd – Smábátahöfn 2018 Skagastrandarhöfn óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Um er að ræða gerð smábátahafnar sem felst í dýpkun, byggingu skjólgarðs og uppsetningu landstöpla. Helstu verkþættir og magntölur eru: Dýpkun í -2,5 m, 9.500 m3 Flokkað grjót og sprengdur kjarni, 6.500 m3 Fyllingarefni, 3.600 m3 Uppsetning landstöpla, 2 stk. Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. nóvember 2018. Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni, Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með þriðjudeginum 24. apríl 2018. Verð útboðsgagna er 5.000 kr. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 8. maí 2018 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.

Frá Krabbameinsfélagi A-Hún

Viltu gerast félagsmaður í Krabbameinsfélagi A-Hún? Af hverju ætti ég að gera það? Hvað getur Krabbameinsfélag A-Hún. gert fyrir mig? Flest þekkjum við einhvern sem hefur þurft að glíma við krabbamein og þar af leiðandi þurft að dvelja fjarri heimili sínu til lengri eða skemmri tíma, með tilheyrandi kostnaði. Krabbameinsfélag A-Hún. styrkir félagsmenn sína til að mæta kostnaði við leigu á húsnæði vegna dvalar fjarri heimili, og styrkir líka maka (fylgdarmann) sjúklinga sem þurfa að leita lækninga erlendis. Framundan er aðalfundur Krabbameinfélas A-Hún. Og þangað eru allir velkomnir. Hægt er að ganga í félagið á fundinum eða hafa samband við einhvern úr stjórninni, sem eru: Sveinfríður Sigurpálsdóttir, formaður sveinfridur@simnet.is Jökulrós Grímsdóttir gjaldkeri jokulrosg@gmail.com Kristín Sigurðardóttir, ritari kristinros75@gmail.com Viktoría Björk Erlendsdóttir, meðstj. Viktoria0901@gmail.com Margrét Einarsdóttir, meðstj. maein@simnet.is

Næsti fundur sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar þriðjudaginn 17. apríl 2018 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 10.00. Dagskrá: Ársreikningur 2017 Erindi Ferðamálafélags A-Hún, dags. 13. apríl 2018 Fundargerð stjórnar SSNV, 6.03.2018 Önnur mál Sveitarstjóri

Mynd vikunnar

Skátar á ferð. Þetta eru skátar úr skátafélaginu Sigurfara á Skagaströnd í "hike" ferð nálægt Skagaströnd vorið 1963. Slíkar ferðir voru gjarnan farnar á vorin og stóðu yfirleitt nokkuð langan dag þó stöku sinnum væru þær tveggja daga með gistingu einhversstaðar yfir nótt. Skátarnir eru frá vinstri: Helgi Bjarnason (d.1.3.2007) í Holti, Steindór Haraldsson í Höfðakoti, Þórður Jónsson (d.25.12.2009) í Herðubreið félagsforingi Sigurfara , Kristinn Lúðvíksson (d.15.6.2016) í Steinholti, Ester Axelsdóttir (d. ?) frá Læk, Helga Guðmundsdóttir úr Skeifunni, Þórunn Bernódusdóttir í Stórholti, Kristín Lúðvíksdóttir í Steinholti, Sigurður Pálmason í Pálmalundi og Gissur Jóhannsson frá Lækjarbakka. Senda upplýsingar um myndina

Flokksstjóri vinnuskóla

Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir eftir flokksstjóra til starfa í Vinnuskóla sveitarfélagsins í sumar. Skilyrði er að umsækjendur séu 20 ára eða eldri og reynsla af sambærilegum störfum kostur. Umsóknareyðublöð má fá á skrifstofu sveitarfélagsins. Umsóknarfrestur um flokkstjórastörf er til 7. maí n.k. en umsóknarfrestur vegna sumarstarfa námsmanna verður auglýstur síðar. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofunni í síma 455 2700. Sveitarstjóri

Mynd vikunnar

Við þurkhjallinn. Vorinu fylgir veiði á grásleppu. Mörgum þykir sigin grásleppa vera hnossgæti. Öðrum þykir hún versti matur sem til er eða jafnvel að hún sé alls ekki matur yfirleitt. Á myndinni er Bernódus Ólafsson (d.18.9.1996) að búa sig undir að hengja upp nýskornar grásleppur í hjallinn. Eins og sést í í hjallinum í baksýn eru grásleppur þar að síga á mörgum hæðum. Þær þurfa að hanga 10 - 20 daga eftir verðurfari áður en þær eru tilbúnar í pottinn. Myndin var tekin einhverntíma seint á níunda áratugnum. Senda upplýsingar um myndina

Breyting á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagastrandar 2010-2022

Skagastrandarhöfn rýmkun á skilgreindu hafnarsvæði. Sveitarstjórn samþykkti 3. apríl 2018 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagastrandar samk. 2. mgr. 36. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér að hafnarsvæði sveitarfélagsins er skilgreint rýmra en í gildandi aðalskipulagi. Greinagerð með rökstuðningi er á uppdrætti dags. 4. apríl 2018 í mkv. 1:100.000. Breytingin verður send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagastrandar. Sveitarstjóri Skagastrandar Magnús B. Jónsson

Opnir fundir um málefni Austur- Húnavatnssýslu

Ráðrík ehf. boðar til opinna funda í Austur-Húnavatnssýslu þessa vikuna til að fara yfir stöðu sveitarfélaganna í sýslunni og þá málaflokka sem virðast mikilvægastir hjá íbúum. Ráðgjafar fyrirtækisins hafa fundað með ýmsum félagasamtökum undanfarnar vikur og heimsótt fyrirtæki á svæðinu til að kalla fram viðhorf íbúa til sameiningar sveitarfélaganna. Til að tryggja að allir sem vilja koma að umræðunni hafi til þess möguleika er efnt til opinna funda. Íbúar geta valið hvaða fund þeir kjósa að sækja. Reynt verður að tryggja að sem flestir geti komið sínum viðhorðum að á fundunum og gott samtal um framtíðina og möguleika svæðisins eigi sér stað. Fundirnir verða sem hér segir: Miðvikudaginn 4. apríl Skagabúð kl. 16:00 Miðvikudaginn 4. apríl Félagsheimilinu Blönduósi kl. 20:00 Fimmtudaginn 5. apríl Klausturstofa Þingeyrarkirkju kl. 16:00 Fimmtudaginn 5. apríl Fellsborg Skagaströnd kl. 20:00 Föstudaginn 6. apríl Húnavöllum kl. 16:00 Föstudaginn 6. apríl Húnaveri kl. 20:00

Næsti fundur sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar þriðjudaginn 3. apríl 2018 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 16.00. Dagskrá: Óveruleg breyting á Aðalskipulagi Skýrsla KPMG og Varasjóðs húsnæðismála um félagslegt húsnæði Kosning skoðunarmanna Vinabæjamót í Växjö Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga 23.03.2017 Önnur mál Sveitarstjóri

Opnunartími íþróttahúss og sundlaugar um páska

Íþróttahús og sundlaug Skagastrandar Opnunartími um Páskana Sundlaug: Fimmtudaginn 29. mars, Skírdag 17-20 Föstudaginn langa 30. mars 17-20 Laugardaginn 31.mars 13-17 PÁSKADAG LOKAÐ Mánudaginn 2. apríl, annar í páskum 17-20 Íþróttahús: Fimmtudaginn 29. mars, Skírdagur 13-17 Föstudaginn langa 30. mars 13-17 Laugardaginn 31.mars LOKAÐ PÁSKADAGUR LOKAÐ Mánudaginn 2. apríl, annar í páskum 13-17