24.05.2016
Fræðslustjóri.
Starf fræðslustjóra í Austur Húnavatnssýslu er laust til umsóknar. Um er að ræða 80% starf hjá Félags og skólaþjónustu A-Hún sem er byggðasamlag sveitarfélaganna, Blönduósbæjar, Skagastrandar, Húnavatnshrepps og Skagabyggðar. Undir starfið heyra leikskólar og grunnskólar í viðkomandi sveitarfélögum.
Helstu verkefni:
Ráðgjöf og stuðningur við skólastarf, þar á meðal kennsluráðgjöf.
Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur skóla í ýmsum þáttum sem snúa að starfi skólanna.
Skipulag og eftirlit með sérfræðiþjónustu við skóla.
Umsjón með endurmenntun og þróunarstarfi.
Eftirlit með skólastarfi í fræðsluumdæminu.
Þverfagleg vinna að málefnum skólabarna ásamt starfsmönnum félagsþjónustu.
Stefnumótun í málaflokkum sem falla undir starfssvið fræðslustjóra.
Samskipti við aðila utan sveitarfélagsins í fræðslumálum.
Hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
Framhaldsmenntun í uppeldis- og menntunarfræðum.
Leik- eða grunnskólakennararéttindi æskileg og góð þekking á báðum skólastigum.
Þekking og reynsla af helstu skimunar- og greiningartækjum sem notuð eru innan leik- og grunnskóla.
Reynsla af störfum innan skólakerfisins nauðsynleg.
Skipulagshæfileikar, ríkulegur þjónustuvilji og lipurð í mannlegum samskiptum.
Góð íslenskukunnátta.
Reynsla af stjórnun æskileg.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.
Nánari upplýsingar um starfið veitir:
Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri á Skagaströnd, 455 2700 netfang magnus@skagastrond.is
Umsóknarfrestur er til 3. júní 2016 og skal stíla umsókn á Félags og skólaþjónustu A-Hún, Túnbraut 1-3, 545 Skagaströnd, merkt fræðslustjóri eða senda umsókn á framangreint netfang.
23.05.2016
Erlingur Hugi Kristvinsson háls,- nef og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi fimmtudaginn 26. maí 2016. Tímapantanir í síma 455-4100 milli kl 08:00 og 16:00.
20.05.2016
Ásdís Hu 10.
Ásdís Hu 10 sjósett í fyrsta sinn.
Um þennan bát er ritað í bókinni: Sjósókn frá Skagaströnd & vélbátaskrá
1908 - 2010, eftir Lárus Ægi Guðmundsson :
" Ásdís HU 10 1183. Báturinn var smíðaður úr eik á Skagaströnd árið 1971.
Hann var 21 brl. með 185 ha. Kelvin Dorman vél.
Eigendur voru Elvar Valdimarsson, Skagaströnd og Guðbjörn Hallgrímsson, Hafnarfirði.
Báturinn sökk út af Þorlákshöfn 3. desember 1971. Fjórir menn voru á bátnum
og björguðust allir um borð í Jón Vídalín ÁR 1 frá Þorlákshöfn.
Þetta var fyrsti báturinn sem smíðaður var hjá Skipasmíðastöð
Guðmundar Lárussonar hf á Skagaströnd".
13.05.2016
Götur á Skagaströnd verða sópaðar um helgina og hefst sópunin upp úr hádegi í dag, föstudaginn 13.05.2016.
Íbúar eru vinsamlega beðnir að færa bíla og annað frá ef þörf krefur, þannig að verkið gangi sem best fyrir sig.
13.05.2016
Bjarnhildur Sigurðardóttir.
Hún er sterk sú taug dregur fólk til heimahaganna eftir að hafa flutt í burt og búið annars staðar um tíma, einhverra hluta vegna. Þá er gott að eiga sér vísa síðustu hvílu við rætur fallega fjallsins sem umfaðmar byggðina og er okkur svo kær. Þann kost valdi Bjarnhildur Sigurðardóttir þannig að segja má að hún sé nú komin heim aftur. Bjarnhildur vann marga sigra á leiksviði lífsins ekki síður en á leiksviðinu í Fellsborg þar sem hún lék í mörgum uppsetningum Leikklúbbs Skagastrandar á sinni tíð. Við sem þekktum Bjarnhildi þökkum henni góða samfylgd í lífinu.
Bjarnhildur Sigurðardóttir lést 22. apríl síðastliðinn og verður jarðsungin frá Hólaneskirkju föstudaginn 13. maí klukkan 14:00.
12.05.2016
Potluck með
Nes listamönnum!
föstudagur 13. maí
í Bjarmanesi
19.00 – 21.00
You are welcome to come and eat and have a drink with us, and share interesting conversation, looking out to the beautiful view from Bjarmanes café!
12.05.2016
Við Höfðaskóla eru lausar kennarastöður.
Upplýsingar veitir Vera Ósk Valgarðsdóttir í síma 4522800 eða 8624950.
Umsóknarfrestur er til 27. maí n.k.
Skólastjóri.
11.05.2016
Á fundi sveitarstjórnar 11. maí 2016 var tekin fyrir gjaldskrá vegna fjallskila í Sveitarfélaginu Skagaströnd og var svohljóðandi samþykkt:
Sveitarstjórn ákveður árlega við samþykkt gjaldskrár sveitarfélagsins hvaða einingaverð skuli gilda um fjallskilakostnað fyrir yfirstandandi ár. Fyrir árið 2016 er einingaverð 400 kr. Við álagningu reiknast hvert hross jafngilt 5 vetrarfóðruðum kindum.
Fjallskilaskyldur er hver fjáreigandi í sveitarfélaginu og hver sem á stóðhross. Skal forðagæsluskýrsla næstliðins vetrar lögð til grundvallar við skilgreiningu þess búfjár sem fjallskilagjöld eru lögð á. Hver sá sem vill koma leiðréttingu á framfæri vegna nýtingar á afrétt skal hafa gert það fyrir 10. september ár hvert. Fyrir þau hross sem eru fjallskilaskyld en nýta ekki afrétt skal greiða hálf fjallskilagjöld. Þeir sem nýta afrétt fyrir búpening sem ekki telst fjallskilaskyldur ss. tamda hesta skulu tilkynna um það fyrir 10. september ár hvert. Sama gildir um þá sem fá heimild til að nýta afréttinn en eiga ekki lögheimili í sveitarfélaginu.
Sveitarstjóri
09.05.2016
Fundur um ferðaþjónustu verður haldinn á Borginni miðvikudaginn 11. maí næstkomandi kl. 17:15.
Dagskrá :
Fulltrúar Hólanes ehf kynna áform um byggingu hótels á Skagaströnd
Formaður Ferðamálafélags A- Hún segir frá starfsemi félagsins og metur stöðu ferðamála í nágrenni Skagastrandar.
Markaðsfulltrúi SSNV mun fjalla um markaðssetningu í ferðaþjónustu
Fyrirspurnir og umræður
Allir sem hafa áhuga á uppbyggingu ferðaþjónustu eða standa í slíkum rekstri eru hvattir til að mæta og kynna sér málin. Gert er ráð fyrir að fundurinn taki ekki meira en 60 mínútur.
Atvinnumálanefnd Skagastrandar
09.05.2016
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar miðvikudaginn 11. maí 2016
kl 0800 á skrifstofu sveitarfélagsins.
Dagskrá:
1. Ársreikningur 2015 (seinni umræða)
a. Endurskoðunarskýrsla
b. Bréf skoðunarmanna
c. Ársreikningur sveitarsjóðs og stofnana 2015
2. Staða og horfur í rekstri jan- apríl 2016
3. Gjaldskrá – fjallskilagjöld
4. Umsögn um rekstrarleyfi
5. Lokaskýrsla starfshóps um umhverfismál
6. Bréf:
a. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 31. mars 2016
b. Tölvubréf Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 19. apríl 2016
c. Hreyfiviku UMFÍ, dags. í apríl 2016
d. Ámundakinnar, 26. apríl 2016
7. Fundargerðir:
a. Stjórnar SSNV, 5.04.2016
b. Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra, 28.04.2016
c. Stjórnar Hafnarsambands Íslands, 29.04.2016
d. Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 29.04.2016
8. Önnur mál
Sveitarstjóri