Fréttir

Mynd vikunnar

Málningarvinna Jón Örn Stefánsson vinstra megin og Hildur Inga Rúnarsdóttir hægra megin vinna við að mála í smíðastofunni í Höfðaskóla í vinnuviku. Eftir málun var svo smíðað einhvers konar leiktæki úr timbrinu. Að sjálfsögðu eru þau klædd viðeigandi hlífðarfötum - svörtum ruslapokum. Í dag er Jón Örn sjómaður og fiskeldisfræðingur en Hildur Inga er prestur í Þingeyrarprestakalli við Dýrafjörð. Myndin var tekin einhverntíma kringum 1985.

"Kvíði barna" - Örnámskeið

Kvíði barna -Örnámskeið fyrir fagfólk og aðstandendur grunnskólabarna með kvíðaeinkenni- Á námskeiðinu er meðal annars fjallað um:  Eðli kvíða  Helstu einkenni kvíða  Helstu kvíðaraskanir hjá börnum  Hvernig hamlandi kvíði verður til og hvernig hann viðhelst  Hvað foreldrar geta gert til að koma í veg fyrir þróun kvíða  Hvað foreldrar geta gert til að minnka kvíða   Námskeiðið er haldið fimmtudaginn 12. maí og hefst kl. 17. Námskeiðið er um tveir og hálfur tími með hressingu. Námskeiðið verður haldið í Blönduskóla. Námskeiðsgjald er 2000 krónur. Tilkynnið þátttöku í tölvupósti til audurh@felahun.is eða fraedslustjori@felahun.is Leiðbeinandi er Ester Ingvarsdóttir sálfræðingur. Ester hefur starfað sem sálfræðingur á Þroska– og hegðunarstöð Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og kennt þar á fjölda námskeiða fyrir foreldra og börn, meðal annars námskeiðið Uppeldi sem virkar, námskeið fyrir foreldra barna með ADHD, Snillinganámskeið fyrir börn með ADHD, námskeið fyrir ungar mæður og á námskeiðinu Klókir krakkar sem ætlað er börnum með kvíða og foreldrum þeirra.

Mynd vikunnar

Síldarlöndun og síldarsöltun í Skagastrandarhöfn. Ekki er vitað hvenær myndin var tekin en hún er sennilega frá árunum 1935 - 1937. Á þessum tíma var síldinni landað á höndum í tágakörfum eins og sést á myndinni og var það hinn mesti þrældómur fyrir sjómennina. Síldin var svo söltuð undir berum himni hvernig sem viðraði. Hreinlætisaðstaðan var einn tvöfaldur kamar sem var í raun bara lítill skúr með milligerði og setbekk með tveimur götum. Kamrinum var komið þannig fyrir að afurðirnar duttu beint í sjóinn í höfninni. Fólkið á myndinni er óþekkt.

Sumarstörf hjá sveitarfélaginu

Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir eftir flokksstjórum til starfa í Vinnuskóla sveitarfélagsins í sumar. Skilyrði er að umsækjendur séu 20 ára eða eldri og reynsla af sambærilegum störfum kostur. Umsóknareyðublöð má fá á skrifstofu sveitarfélagsins en umsóknarfrestur er til 12. maí n.k. Umsóknir um störf fyrir námsmenn í framhaldsskólum skulu hafa borist fyrir 30. maí. Fjöldi starfa er takmarkaður og verður unnið úr umsóknum og ráðningartíma stillt upp samkvæmt því. Umsóknareyðublöð má fá á skrifstofu sveitarfélagsins. Skráning í vinnuskóla fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir að vinnuskólinn hefji störf um mánaðarmót maí - júní. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofunni í síma 455 2700. Sveitarstjóri

Opið hús í Nes listamiðstöð

Mamma Mía ! verður í Fellsborg

Nemendur í leiklistardeild Höfðaskóla hafa undanfarna mánuði unnið hörðum höndum að uppsetningu þessa vinsæla söngleiks undir stjórn kennara síns, Ástrósar Elísdóttur. Nemendurnir, sem m.a. leika, syngja og dansa, eru í 8., 9. og 10. bekk. Þessi sami söngleikur nýtur um þessar mundir mikilla vinsælda sunnan heiða, en hér er notast við sama handrit og þar, í glænýrri og frábærri þýðingu Þórarins Eldjárn. Frumsýning verður í Fellsborg á Skagaströnd næstkomandi föstudag, 29. apríl 2016. Sýningatímar: Frumsýning: föstudag 29. apríl kl. 19:00 2. sýning: sunnudag 1. maí kl. 19:00 3. sýning: miðvikudag 4. maí kl. 19:00 ... Miðaverð: Leikskóla- og grunnskólanemar: 1000 kr. Fullorðnir: 2000 kr. Leikarar: Anita Ósk Ragnarsdóttir Benóný Bergmann Birgitta Rut Bjarnadóttir Daði Snær Stefánsson Dagur Freyr Róbertsson Freydís Ósk Kristjánsdóttir Georg Þór Kristjánsson Guðný Eva Björnsdóttir Hallbjörg Jónsdóttir Haraldur Bjarki Guðjónsson Harpa Hlín Ólafsdóttir Jóhann Almar Reynisson Jóna Margrét Sigurðardóttir Kristmundur Elías Baldvinsson Laufey Lind Ingibergsdóttir Lilja Dögg Hjaltadóttir Rebekka Heiða Róbertsdóttir Snæfríður Dögg Guðmundsdóttir Sunna Björg Steingrímsdóttir Valgerður Guðný Ingvarsdóttir Victoría Sif Hólmgeirsdóttir Viktor Már Einarsson

Mynd vikunnar

Edda Pálsdóttir Hógværð, prúðmennska og skyldurækni eru orð sem koma í hugann þegar hugsað er til Eddu Pálsdóttur, nú þegar hún hefur lagt af stað í sína síðustu ferð. Vinir hennar minnast Eddu sem trausts vinar með góða nærveru sem alltaf var til staðar fyrir þá í blíðu og stríðu, jákvæð og skemmtileg. Við andlát sitt kallaði hún fram það besta hjá ungmennunum okkar á Skagaströnd sem sýndu þá samstöðu og samhjálp, sem einkennir samfélag okkar þegar á reynir. Edda Pálsdóttir lést 8. apríl og verður jarðsungin frá Hólaneskirkju 23. apríl klukkan 14:00

Næsti fundur sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar þriðjudaginn 19. apríl 2016 kl 0800 á skrifstofu sveitarfélagsins. Dagskrá: 1. Fjárfestingar 2016 2. Ársreikningur 2015 (fyrri umræða) 3. Ísland ljóstengt 4. Styrktarsjóður EBÍ 5. Bréf: a. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 31. mars 2016 b. Sveitarstjóra Blönduósbæjar, dags. 29. mars 2016 c. Bæjarstjóra Lohja, dags. 29. mars 2016 d. Bryndísar Valbjarnardóttur, sóknarprests, dags. 15. mars 2016 e. Þóreyjar Fjólu Aradóttur, dags. 4. apríl 2016 f. Gígju H. Óskarsdóttur, húsverði íþróttahúss, dags. 29. mars 2016 g. Rúnari og Stefáni Jósefssonum, dags. 10. mars 2016 6. Fundargerðir: a. Tómstunda og menningarmálanefndar, 31.03.2016 b. Vinnufundur hafnar- og skipulagsnefndar, 30.11.2015 c. Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra, 17.03.2016 d. Stjórnar Norðurár bs., 8.05.2015 e. Stjórnar Norðurár bs., 11.09.2015 f. Stjórnar Norðurár bs., 2.10.2015 g. Stjórnar Norðurár bs., 9.10.2015 h. Stjórnar SSNV, 2.03.2016 i. Stjórnar Hafnarsambands Íslands, 24.02.2016 j. Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 18.03.2016 7. Önnur mál Sveitarstjóri

Mynd vikunnar

Signý Magnúsdóttir. Hringrás lífsins hefst með því að við fæðumst. Síðan tekur lífið við með þeim hlutverkum sem okkur er ætlað að leika og svo, þegar við höfum leikið þau til enda, þá deyjum við. Nýlega lauk Signý Magnúsdóttir hlutverki sínu, eftir að hafa leikið það með sóma, og hvarf af leiksviði lífsins. Síðasta hlutverk hennar hafði verið að berjast við sjúkdóm sem ekki lætur laust, eftir að hafa náð tökum sínum. Hugur okkar og samúð er hjá aðstandendum Signýjar. Signý Magnúsdóttir lést 7. apríl og verður jarðsungin frá Hólaneskirkju mánudaginn 18. apríl klukkan 14:00 .

Tónleikar í Hólaneskirkju 19. apríl nk

Kvennakórinn Sóldís heldur tónleika Í Hólaneskirkju, Skagaströnd 19. apríl kl. 20:00 Söngstjóri: Helga Rós Indriðadóttir Undirleikari: Rögnvaldur Valbergsson Einsöngvarar: Íris Olga Lúðvíksdóttir og Ólöf Ólafsdóttir Hlökkum til að sjá ykkur! Aðgangseyrir kr. 3.000