22.08.2016
Bæjarhátíðin Skagginn 2016 verður haldin helgina 26.-28. ágúst. Dagskrá hátíðarinnar er hér á heimasíðunni.
Tómstunda og menningarmálanefnd
17.08.2016
Tónlistarskólinn mun hefja kennslu frá 5. september. Enn eru laus pláss.
Innritun fer fram sem hér segir:
Við skólasetningu á Húnavöllum, miðvikudaginn 24. ágúst
Blönduósi að Húnabraut 26, fimmtudaginn 25. ágúst frá kl: 16 – 18
Skagaströnd að Bogabraut 10, fimmtudaginn 25. ágúst frá kl: 16 – 18
Einnig mun verða hægt að sækja um á heimasíðu skólans, slóðin er tonhun.is
Allir velkomnir
Skólastjóri
12.08.2016
Keppni sterkustu manna landsins
fer fram 25. til 27. Ágúst.
Fimmtudagur 25 Ágúst
Kl 12 Hvammstangi, Öxullyfta við Selasetrið
Kl 17 Blönduós, Réttstöðulyfta við Blönduskóla
Föstudagur 26 Ágúst
Kl 12 Dalvík, Kútakast yfir vegg
fyrir ofan Berg
Kl 17 Húsavík, Uxaganga Hafnarsvæði
Laugardagur 27 Ágúst
Kl 12 Sauðárkrókur, Atlas steinn tjaldsvæðinu á Nöfunum
Kl 16 Skagaströnd, Keflisglíma á útisviði Hólanesi
10.08.2016
Við Höfðaskóla er laus staða starfsmanns í Frístund.
Vinnutími er frá kl. 12:30 til 16:00. Upplýsingar um starfið veitir skólastjóri í síma 8624950.
Skólastjóri
10.08.2016
Skólasetning Höfðaskóla verður í Hólaneskirkju miðvikudaginn 24. ágúst n.k. og hefst kl. 10.
Eftir formlega skólasetningu fara nemendur með umsjónarkennurum í sínar stofur og fá þar stundatöflur sínar. Kennsla hefst skv. stundaskrá (sund) fimmtudaginn 25. ágúst. Nánari upplýsingar á skólasetningu.
Skólastjórnendur.
03.08.2016
ST NORBERT College visual arts students consider themselves lucky to have artist Amanda Marsh as their teacher.
Þannig hefst frétt í Canning Times í Ástralíu sem segir frá því að listakennarinn Amanda Marsh muni dvelja í Nes listamiðstöð á Skagaströnd í janúar 2017. Þar kemur einnig fram að Amanda Marsh sé ekki einungis listkennari í St Norbert heldur margverðlaunaður listamaður.
Fréttina í heild má lesa hér: http://www.communitynews.com.au/canning-times/news/st-norbert-art-teacher-to-take-residence-in-iceland/
27.07.2016
28 júlí 2016 - kl 17.00-20.00
Komdu í kaffi og hitta júlí listamennina okkar!
A Summer Evening of Entertainment
Meet at the beach (Víkina) at 17.00 for a dance performance by Alexandra Elliott, then make your way to the church for two individual performances by Kleb Kanasevich on Clarinet and Tenor Simon Petersson, piano and vocals. Then off to Nes studios to see the rest of the works.
Gleb Kanasevich, Clarinet
Gleb Kanasevich will play a solo piece and demonstrate some of the big solo piece he is working on at the Nes Residency in July and August.
Simon Petersson, Piano and Vocals.
Simon Peterson will perform an instrumental piece on piano called "Relations" . He will shortly introduce a project that he and Lana Stevens did together "Havets Sånger" (The Songs of the Sea), a music and art collaboration. "Havets Sånger" is a song cycle of ten songs inspired by the poem "Annabel Lee" by Edgar Allan Poe. Poetry and Music is written and composed by Simon Peterson. 2 songs from the song cycle will be performend: "Vid havet" ( By the Sea) and "Havet Sover" (The Sea that sleeps).
19.07.2016
Á Skagaströnd hefur verið settur niður svokallaður „Ærslabelgur“ sem er uppblásið leiktæki um 100 fermetrar að flatarmáli. Ærslabelgurinn var settur niður á Hólanesi rétt við gamla húsið Árnes og í nágrenni við Kaffi Bjarmanes og veitingahúsið Borgina.
Ærslabelgurinn er blásin upp kl 10 á morgnanna og loft tekið af kl 22 á kvöldin. Belgurinn verður blásinn upp fram á haust en verður svo hafður í dvala þar til vorar á ný. Hann er öllum opinn og ekki farið fram á annað en að „hopparar“ séu ekki í skóm og gangi snyrtilega um svæðið.
Það er Sveitarfélagið Skagaströnd sem lét setja belginn upp og annast rekstur hans.
Sveitarstjóri
08.07.2016
Frystihúsið.
Á myndinni er frystihús Kaupfélagsins sem seinna varð Hólanes hf.
Myndin er tekin áður en miklar breytingar voru gerðar á húsinu og
ekki var búið að fylla upp í víkina fyrir neðan sundlaugina,
sem er lengst til hægri á myndinni.
Í mörg ár rak Kaupfélagið sláturhús á neðri hæð hússins á hverju hausti.
Þá voru líka frystigeymslur fyrir almenning uppi í millibyggingunni milli
aðal frystihússins til vinstri og vélahússins til hægri.
Stigin sem sést liggja upp á þak skúrsins fyrir miðri mynd var notaður til
að komast í frystihólfin sem voru innan við dyrnar á risinu á
millibyggingunni.
Ekki er vitað hvenær Guðmundur Guðnason tók þessa mynd en ef
grannt er skoðað má sá hafíshrafl á sjónum.
06.07.2016
Truflun verður á vatni á bogabrautinni í dag eftir hádegi.