17.04.2015
Ólafur Guðmundsson
Ólafur Guðmundsson skipasmiður lést þriðjudaginn 7. apríl
síðast liðinn, rúmlega 80 ára gamall.
Ólafur, eða Óli skip eins og hann var gjarnan kallaður, flutti til
Skagastrandar með fjölskyldu sína árið 1970 frá Stykkishólmi til að
starfa í Skipasmíðastöð Guðmundar Lárussonar hf, sem stofnuð
var það ár.
Óli var verkstjóri í stöðinni og segja má að framgangur fyrirtækisins
hafi byggst á hans kunnáttu og hæfni. Eftir að Skipasmíðastöðin
lagði upp laupana starfaði Óli hjá Mánvör hf og sá síðan um slippinn
í nokkur ár meðfram því að stunda almenna smíðavinnu.
Óli var afar duglegur og leit aldrei á vandamál sem slík heldur bara
verkefni sem þyrfti að leysa. Þess vegna þótti mörgum gott að
leita til Óla eftir ráðum sem snertu byggingar og aðrar verklegar
framkvæmdir.
Óli var giftur Guðmundu Sigurbrandsdóttur, sem lifir mann sinn, og
saman áttu þau fjögur börn. Er Guðmundu og fjölskyldunni vottuð
samúð á erfiðum tímum.
Á myndinni er Óli á kunnuglegum slóðum við vinnu sína í trébát
í slippnum á Skagaströnd.
16.04.2015
Starfsfólk í sumarafleysingu
Við leitum eftir sumarafleysingafólki í liðsheild okkar hjá Greiðslustofu
Vinnumálastofnunar á Skagaströnd.
Í boði eru fjölbreytt verkefni með jákvæðum og uppbyggilegum samstarfshópi.
Ef þú hefur áhuga á að starfa hjá Greiðslustofu í sumar ekki hika við að hafa samband.
Áhugasamir geta kynnt sér starfsemi stofnunarinnar á heimasíðu hennar www.vinnumalastofnun.is.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil sendist til Jensínu Lýðsdóttur, forstöðumanns Vinnumálastofnunar Norðurlandi vestra - Greiðslustofu , Túnbraut 1-3, 545 Skagaströnd eða á netfangið jensina.lydsdottir@vmst.is fyrir 30. apríl næstkomandi.
Nánari upplýsingar fást einnig hjá Jensínu í síma 582 4900.
16.04.2015
Rauða fjöðrin seld til að kaupa leiðsöguhunda fyrir blinda
Hver hundur kostar 8-10 milljónir króna þegar allt er talið.
Þörf er á 14-16 hundum á Íslandi en aðeins 7 verða í þjónustu á komandi sumri.
Lionsfólk á Skagaströnd verður á ferðinni á föstudagskvöldið og mun ganga í hús og safna.
Dagana 17. – 19. apríl fer landssöfnun Lions, Rauða fjöðrin, fram um allt land. Markmiðið er að safna í sjóð til að fjármagna kaup á leiðsöguhundum fyrir blinda í samvinnu við Blindrafélagið og Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Hver hundur getur kostað allt að 10 milljónir króna og unnið í allt að 10 ár. Hundarnir eru sérvaldir með hliðsjón af eiginleikum þeirra og eru tilbúnir til starfa við 2 1/2 árs aldur eftir gríðarlega þjálfun. Vinnusamband manns og hunds byggir síðan ekki síst á vináttu þeirra og kærleika. Leiðsöguhundar bæta lífsgæði blindra og sjónskertra verulega og stuðla að aukinni virkni þeirra í samfélaginu.
Lionsfélagar verða á ferðinni þessa helgi með rauðu fjöðrina til sölu. Þeir verða í verslunarmiðstöðvum og á fleiri fjölförnum stöðum. Auk þess verða valgreiðslur sendar í heimabanka og hringja má í söfnunarnúmer.
Verndari söfnunarinnar er hr. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands.
Söfnunarnúmer
Auk þess að kaupa rauðu fjöðrina má leggja verkefninu lið með því að greiða valgreiðslu í heimabanka eða millifæra upphæð að eigin vali inn á reikning Lions: 0111-26-100230, kt. 640572-0869.
Einnig er hægt að hringja í söfnunarsímanúmer:
Styrkur að fjárhæð 1.000 kr. skuldfærist af símreikningi þegar hringt er í símanúmerið 904 1010.
Styrkur að fjárhæð 3.000 kr. skuldfærist af símreikningi þegar hringt er í símanúmerið 904 1030.
Styrkur að fjárhæð 5.000 kr. skuldfærist af símreikningi þegar hringt er í símanúmerið 904 1050.
13.04.2015
Ágætu Húnvetningar
Nú er komið að vortónleikum Karlakórsins Lóuþræla í Félagsheimili Hvammstanga, laugardaginn 18. apríl 2015. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00.
Dagskráin fjölbreytt að vanda.
Söngstjóri: Guðmundur St. Sigurðsson.
Undirleikari: Elinborg Sigurgeirsdóttir.
Einsöngvari: Guðmundur Þorbergsson.
Gestakór er Sprettskórinn úr Kópavogi
Söngstjóri: Atli Guðlaugsson
Undirleikari: Flosi Einarsson
Einsöngvari: Bjarni Atlason
Kaffi, kökur og kátína í boði fyrir kr. 3.000
Enginn posi á staðnum.
Karlakórinn Lóuþrælar
13.04.2015
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í
sveitarstjórn Skagastrandar miðvikudaginn 15. apríl 2015
kl 0800 á skrifstofu sveitarfélagsins.
Dagskrá:
Bjarmanes
Gjaldskrá sorphirðu
Samgönguáætlun 2015-2018
Landsþing Sambands ísl. sveitafélaga /dagskrá.
Bréf:
Ráðgjafafyrirtækisins Ráðrík ehf, dags. 24. mars 2015
Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps, dags. í apríl 2015
Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dags. 18. mars 2015
Sóknarnefndar Hólaneskirkju, dags. 28. mars 2015
Bjarna G. Stefánssyni, sýslumanni, 25. mars 2015
Fundargerðir:
Tómstunda og menningarmálanefndar, 31.03.2015
Stjórnar Róta bs. 24.02.2015
Upplýsinga og kynningarfundur Róta bs, 11.02.2015
Stjórnar Róta bs. 31.03.2015
Stjórnar Sambands ísl. sveitarf., 27.03.2015
Ársreikningur 2014 (fyrri umræða)
Önnur mál
Sveitarstjóri
10.04.2015
Þökulagning 1990
Þessi fríski hópur vann að þökulagningu í ágústlok 1990
í hallanum sunnan við Stóra Berg, sem sést í baksýn, en það
stóð sunnan við Fellsbraut nálægt kirkjunni.
Á myndinni eru frá vinstri: Þóra Ásgeirsdóttir, Rakel Jónsdóttir,
Magnús Helgason, Milan Djurica, Kristín Þórðardóttir,
Bryndís Ingimarsdóttir (aftast), Ragnar Friðrik Gunnlaugsson,
Þröstur Árnason, Jóhannes Indriðason, Jósef Stefánsson
og Hjörtur Jónas Guðmundsson
08.04.2015
Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir eftir flokksstjórum til starfa í Vinnuskóla sveitarfélagsins í sumar. Skilyrði er að umsækjendur séu 20 ára eða eldri og reynsla af sambærilegum störfum kostur.
Umsóknareyðublöð má fá á skrifstofu sveitarfélagsins en umsóknarfrestur er til 9. maí n.k.
Skráning í vinnuskóla fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir að vinnuskólinn hefji störf um mánaðarmót maí –júní.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofunni í síma 455 2700.
Sveitarstjóri
07.04.2015
Við Höfðaskóla eru lausar kennarastöður. Meðal kennslugreina eru handmennt, myndlist, stuðningskennsla og almenn kennsla.
Umsóknarfrestur er til 23. apríl n.k.
Nánari upplýsingar veitir Vera Ósk Valgarðsdóttir skólastjóri í síma 452 2800
01.04.2015
Atvinnumálanefnd Skagastrandar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Atvinnuþróunarsjóði Skagastrandar.
Umsóknarfrestur er til kl. 17:00 þann 30. apríl 2015 og skal skila umsóknum á sérstöku umsóknarformi sem er aðgengilegt á heimasíðunni www.skagastrond.is
Um Atvinnuþróunarsjóð:
Markmið sjóðsins er að hvetja til jákvæðrar umræðu og verkefna á sviði atvinnuþróunar í Sveitarfélaginu Skagaströnd. Sjóðnum er ætlað að styðja við frumkvæði íbúa og hvetja til samstarfs og nýsköpunar í sveitarfélaginu, sem og að laða að verkefni og athafnafólk.
Styrkir sem veittir eru úr sjóðnum eru fyrst og fremst verkefna- og framkvæmdastyrkir. Ekki eru veittir rekstrarstyrkir, styrkir til að mæta opinberum gjöldum eða til að greiða skuldir.
Umsóknir
Sótt er um á þar til gerðu umsóknarformi sem er aðgengilegt á á vefsíðunni http://www.skagastrond.is
Umsóknir sem berast eftir lok skilafrests eða uppfylla ekki kröfur um umbeðnar upplýsingar koma ekki til greina við úthlutun.
Umsækjendur geta verið einstaklingar, félög og/eða fyrirtæki.
Umsókn skal miðast við að framkvæmd hugmyndar eða meginumsvif vegna verkefnisins verði á Skagaströnd. Við mat umsókna verður gerð lágmarkskrafa um samfélagsleg áhrif verkefnis.
Í umsókn skal gera skýra grein fyrir verkefninu, markmiðum þess og væntum árangri.
Umsækjendur skulu gera skýra grein fyrir tímaáætlun og áætluðum heildarkostnaði við verkefnið.
Úthlutun styrkja
Til úthlutunar í maí 2015 verða allt að 1 milljón króna.
Veittir eru styrkir til að standa straum af allt að 50% af heildarkostnaði við viðkomandi verkefni.
Upphæð styrkja getur verið frá 100.000 kr. til 1.000.000 kr.
Nánari lýsing á forsendum úthlutunar er í fylgiblaði með umsóknarformi.
Skagaströnd, 1. apríl 2015
Sveitarstjóri
01.04.2015
Spákonufellsbærinn og kirkjan.
-
Þessar byggingar stóðu þar sem kirkjugarðurinn
sóknarinnar er í dag. Samkvæmt Byggðin undir Borginni var
alkirkja á Spákonufelli a.m.k. allt frá 1318 því frá þeim tíma er
til máldagi kirkjunnar. Kirkjan á myndinni var fyrsta timburkirkjan,
sem þarna stóð, en hún var byggð 1852. Fram að því höfðu
kirkjurnar verið byggðar úr torfi og grjóti. Þessi var notuð þar til
ný kirkja var svo vígð á Skagaströnd 17. júní 1928 og enn ný
kirkja þar í október 1991.
(Heimildir: Byggðin undir Borginni bls 34 - 37 og Ágrip af sögu Spákonufells- og Hólaneskirkna 1300 - 2012 bls 26 - 28
eftir Lárus Ægi Guðmundsson).