29.12.2014
Flugeldasala björgunarsveitarinnar Strandar og UMF. Fram verður í húsnæði RKÍ að Vallarbraut 4
Opnunartímar verða sem hér segir:
Sunnudaginn 28.des. kl. 18-22
Mánudaginn 29.des. kl. 14-22
Þriðjudaginn 30.des. kl. 14-22
Miðvikudaginn 31.des. kl. 10-16
Selt verður í Skagabyggð þriðjudaginn 30. des
Flugeldasalan er ein aðal fjáröflunarleið björgunarsveitarinnar Strandar og U.M.F. Fram.
Skagstrendingar og nærsveitamenn, verslum í heimabyggð það er allra hagur.
A.T.H að börn og unglingar 16 ára og yngri fá ekki að versla flugelda nema í fylgd með foreldrum eða forráðamönnum og munið ábyrgðin er ykkar.
27.12.2014
Nes listamiðstöð hefur opið hús í dag laugardaginn 27. desember kl 15-17.
Á meðan á opnu húsi stendur mun Julie Pasila taka andlitsmyndir af fólki en Steffi og Paula munu elda súpu og spjalla við gesti frá 15:30-16:30. Súpan verður borin fram kl 16:30
Ben Freedman (Kanada), Jessica Mathews (USA), Julie Pasila (Kanada), Makiko Nishikaze (Japan/Þýskalandi) Maja Horton (UK), Paula Ordonhes (Brasilíu), Ryo Yamauchi (Japan), Steffi Stangl (Þýskalandi)
22.12.2014
Vegna mikilla anna fara jólasveinarnir ekki af stað með jólapóstinn fyrr en kl. 16 á Þorláksmessudag. Endilega látið berast svo allir fái fréttir af.
"Brjálað að gera hjá þessum köllum "
Jólakveðja
Aðstoðamenn jólaveinanna
22.12.2014
Síðasti sorphreinsunardagur fyrir jól verður á morgun 23. desember. Húsráðendur eru minntir á að hreinsa snjó frá sorptunnum svo hreinsun geti gengið greiðlega fyrir sig. Ef sorptunnur eru ekki aðgengilegar verða þær ekki losaðar.
Gámastöðin við Vallarbraut verður opin á morgun 23. desember kl 16-18 og laugardaginn 27. desember kl 13-17.
Minnt er á að jólapappír er ekki endurvinnanlegur á að fara í almennt sorp.
Sveitarstjóri
22.12.2014
Á fundi atvinnumálanefndar 18. desember sl. kynnti Kristín B. Leifsdóttir verkefni sem hún vann við háskólann í Bifröst. Í verkefninu var leitað svara við spurningunni „Hver eru viðhorf Skagstrendinga til ferðaþjónustu og til frekari uppbyggingar hennar“?
Verkefni Kristínar er aðgengilegt hér á heimasíðunni.
19.12.2014
Árleg jólatrésskemmtun Lionsklúbbsins Skagastrandar verður haldin í Fellsborg föstudaginn 26. desember (annan í jólum). Skemmtunin hefst kl. 15:00.
Fjölskyldur eru hvattar til að fjölmenna og eiga notalega stund með börnunum.
Enginn aðgangseyrir.
Með jólakveðju Lionsklúbbur Skagastrandar
19.12.2014
Lionsklúbbur Skagastrandar hefur ákveðið að bjóða upp á ókeypis blóðsykursmælingar í tengslum við skötuveisluna í Fellsborg á Þorláksmessu. Mælingar á blóðsykri er tiltölulega einföld mæling sem gefur til kynna hvort fólk sé með sykursýki eða ekki. Verkefnið er unnið í samstarfi við Heilsugæsluna á Skagaströnd. Fólk er hvatt til að nýta sér þessa þjónustu.
Með jólakveðju Lionsklúbbur Skagastrandar
19.12.2014
Landsbankahlaup 1987
Í mörg ár stóð Landsbankinn fyrir víðavangshlaupum á Skagaströnd.
Hlaupin voru miðuð við yngstu aldursflokkana og komu keppendur víða
að úr héraðinu.
Á þessari mynd frá því í maí 1987 sjást keppendur í einum aldursflokki
á ráslínu. Frá vinstri á myndinni: Kristín Þórðardóttir, Gestur Arnarson og
óþekkt barn framan við þau. Á ráslínunni eru tveir óþekktir keppendur,
Hólmfríður Anna Ólafsdóttir (Día Anna), Soffía Lárusdóttir, Guðný Finnsdóttir (Gýgja),
óþekktur, Anna Dröfn Guðjónsdóttir, óþekktur, Jón Heiðar Jónsson,
Atli Þórsson, Friðrik Gunnlaugsson og óþekktur.
Ræsirinn, sem snýr baki í myndavélina, er Lárus Ægir Guðmundsson.
Ef þú þekkir óþekktu börnin vinsamlega sendu okkur þá athugasemd á
netfangið: olibenna@hi.is
17.12.2014
Samningar hafa náðst við þá jólasveinabræður og eru þeir væntanlegir til byggða á Þorláksmessu til að bera út pakka og bréf.
Þeir sem vilja nýta sér þjónustu þessara pilta geta hitt
umboðsmenn/jólaálfa þeirra í Höfðaskóla föstudaginn 19. desember frá kl.18-20.
Bréf 50 kr.
Pakki 500 kr.
(erum ekki með posa á staðnum)
Fyrir hönd jólasveinanna,
Foreldrafélag Höfðaskóla
16.12.2014
Nemendatónleikum Tónlistarskóla A-Hún sem vera áttu í Hólaneskirkju kl 17 í dag þriðjudaginn 16. desember er frestað vegna veðurs.