09.10.2012
Kjörskrá
vegna þjóðaratkvæðagreiðslu þann 20. október 2012
liggur frami á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagastrandar frá 10. október til kjördags.
Kjörskrárstofninn miðast við þá sem áttu
lögheimili í sveitarfélaginu
samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár 29. september 2012.
Sveitarstjóri
08.10.2012
Árleg inflúensubólusetning haustið 2012
Bólusett verður á Heilsugæslustöðinni á Blönduósi
Föstudaginn 12/10 kl: 13:00-15:00
Mánudaginn 15/10 kl: 13:00-15:00
Fimmtudaginn 18/10 kl: 11:30-13:30
Bólusett verður á Heilsugæslustöðinni á Skagaströnd
Fimmtudaginn 18/10 kl: 9:30-11:00
Föstudaginn 19/10 kl: 13:00-14:30
Sérstaklega er mælt með að einstaklingar 60 ára og eldri, einstaklingar með langvinna sjúkdóma, heilbrigðisstarfsfólk og þungaðar konur láti bólusetja sig. Þessir áhættuhópar fá bóluefnið frítt en þurfa að greiða komugjald.
Einnig er mælt með því að sömu einstaklingar séu bólusettir á 10 ára fresti gegn lungnabólgu.
08.10.2012
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar
þriðjudaginn 9. október 2012 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 800.
Dagskrá:
1. Fjárhagsáætlun 2013 - forsendur
2. Ársfundur SSNV
3. Bjarmanes
4. Lokun urðunarstaðar
5. Fundur með þingmönnum Norðvesturkjördæmis
6. Kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu
7. Bréf:
a. Stjórnar USAH, dags. 4. október 2012
b. Karlakórs Bólstaðahlíðarhrepps, dags. 2. október 2012
c. Innanríkisráðuneytisins, dags. 21. september 2012.
d. Skipulagsstofnunar, dags. 24. september 2012.
e. Umhverfis og auðlindaráðuneytisins, dags. 25. september 2012.
f. EBÍ – Brunabót, dags. 13. september 2012
g. Atvinnu og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 10. september 2012
8. Fundargerðir:
a. Stjórnar Byggðasamlags um atvinnu og menningarmál, 3.10.2012
b. Stjórnar Byggðasamlags um Tónlistarskóla A-Hún, 24.09.2012
c. Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra, 5.09.2012
d. Stjórnar SSNV, 5.09.2012
e. Menningarráðs Nl. vestra, 5.09.2012
f. Hafnasambands Íslands, 19.09.2012
g. Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 7.09.2012
9. Önnur mál
Sveitarstjóri
28.09.2012
Þriggja kvölda spilavist hefst þann 1. okt. Síðan 8. okt. og 15. okt. og verður spilað í félagsheimilinu Fellsborg frá kl:20:00 stundvíslega. Verðlaun verða veitt fyrir hvert kvöld og síðan heildarverðlaun fyrir öll kvöldin. 800kr. fyrir hvert kvöld en ef borgað er fyrir öll kvöldin þá 2.000kr. kaffiveitingar innifaldar.
Kvenfélagið Eining.
28.09.2012
Laugardaginn 29. september klukkan 1600 - 18:00 verður boðið upp á námskeið og umræðufund um áhrif óhóflegrar tölvunotkunar unglinga með sérstaka áherslu á ofbeldisleiki.
Námskeiðið fer fram í húsnæði Simey á Akureyri en verður sent gegnum fjarfundabúnað í námsstofuna á Skagaströnd, sem er á efstu hæðinni á gamla kaupfélaginu.
Námskeiðið er ókeypis og allir eru velkomnir.
Dagskrá:
1.Erindi frá Arnari Arngrímssyni og Guðjóni H. Haukssyni þar sem velt er fyrir sér spurningum sem varða tölvunotkun og áhrif á félagsfærni og þátttöku unglinga í samfélaginu.
2. Reynslusaga tölvufíkils
3. Þátttakendur fá tækifæri til að prófa ofbeldisfulla tölvuleiki og upplifa stemninguna fyrir framan skjáinn (EKKI Í BOÐI Á SKAGASTRÖND)
4. Pétur Maack, sálfræðingur fjallar um áhrif tölvuleikjanna og hvað er hægt að gera
5.Umræður
Námsstofan
24.09.2012
Vísindavaka er haldin árlega í Reykjavík í samvinnu margra skóla og aðila úr atvinnulífinu. Á vísindavöku er fjallað um allt milli himins og jarðar á skemmtilegan og skiljanlegan hátt. Með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan má sjá hvað er í boði á vökunni í ár. Kynntu þér málið og sjáðu hvort þú finnur ekki eitthvað sem þig langar að sjá og heyra.
Fjölbreytt verkefni kynnt á Vísindavöku Úrval spennandi rannsóknaverkefna verður kynnt á Vísindavöku í ár, en hún verður í Háskólabíói, föstudaginn 28. september kl. 17-22.Sjá nánar
http://www.rannis.is/visindavaka/frettir/nr/2786/
18.09.2012
Helgina 5.-7. október ætlar ungmennaráð UMFÍ og 0% að hittast og eyða saman helginni á Laugum í Sælingsdal.
Öll ungmenni á aldrinum 16-30 ára sem vilja hittast og skemmta sér án vímuefna eru velkomin.
Til að kynna sér málin frekar og/eða skrá sig er hægt að hafa samband við: Sigríði í síma: 866-2961, sem7@hi.is eða Einar í síma: 697-4810, einar@nullprosent.is.
Taka þarf fram: fullt nafn, aldur, símanúmer og netfang.
Fæði, gisting og uppihald er þér að kostnaðarlausu!
Hlökkum til að heyra í þér,
Ungmennaráð UMFÍ og 0%
17.09.2012
Á Hnappstaðatúni hefur verið sett upp útilistaverk sem er upplýstur kristall - bleikur á lit sem skín í haustmyrkrinu. Það er franska listakonan Delphine Perlstein sem á heiður af verkinu en hún dvaldi í Nes listamiðstöð í ágústmánuði. Lýsingu í verkið hannaði Hallbjörn Björnsson, rafvirkjameistari. Delphine stundaði nám við Sorbonne háskólann eða Svartaskóla eins og hann hefur um aldir verið nefndur á Íslandi, eftir að Sæmundur fróði var þar. Það kemur því kannski ekki á óvart að hún sæki merkingu í verk sín dýpra en virðist við fyrstu sýn.
Í lýsingur sinni á verkinu segir Delphine:
Þessi skúlptúr er byggður á gullnu formi fimmhyrningsins sem inniheldur hin gullnu reglu þríhyrningsins sem aftur var undirstaða stærðfræðireglu Fibonnacci.
Fimmhyrningur er tákn fullkomnunar, lífs, fegurðar og ástar. Hann vísar stundum til Venusar, hinnar helgu kvenímyndar.
Kristallarnir eru 7 sem er einnig heilög tala eins og við þekkjum frá sjö undrum veraldar.
Sem steinn hefur kristallinn mátt hreinsunar á umhverfi sínu. Hann móttekur ljós og magnar það upp. Á hinu andlega sviði er kristallinn vörn og hefur hreinsunarmátt fyrir sálina og hjálpar okkur að ná markmiðum okkar. Hann er góður fyrir hugleiðslu og skarpskyggni. Hann gefur frá sér orku og raðar upp orkustöðvum mannsins. Hann er margbrotinn og fullkominn steinn.
Ætlunin með gerð skúlptúrsins var að skila fallegri hugsun tengdri ást, fegurð, orku, heiðarleika og sannleika sem er meðvitað blandað saman í þeim tilgangi að hugleiða þau.
Bleiki liturinn í verkinu er litur rósarinnar, tákn lífsins sem minnir á að lífið er verðmætt og við verðum að gæta þess vel. Kristalnum er stillt upp þannig að hann opnast eins og blóm og í grunninn er öll uppstilling verksins vísun í móður náttúru bæði sem kristallar og samlíking við blómkrónuna. Mér fannst einnig mjög áhugavert að stilla verkinu upp miðsvæðis á Skagaströnd og mynda þannig hlekk milli náttúru og menningar. Það er einnig gaman að sjá verkið í svon fallegu umhverfi.
14.09.2012
Félagsstarf eldri borgara á Skagaströnd er hafið eftir sumarfrí. Vetrarstarfið hófst sl. fimmtudag í nýju rými sem gert hefur verið upp í félagsheimilinu Fellsborg. Starfið var dálítið á hrakhólum síðastliðinn vetur þar sem öll neðri hæð félgasheimilisins var tekin til endurbóta en þar hefur starfsemin verið undanfarin ár. Endurbæturnar voru fólgnar í að herbergi í suðurhlutanum voru öll sameinuð í einn sal með kaffiaðstöðu og geymslum og tvö rými í norðurhlutanum voru sameinuð fyrir bókasafn Skagastrandar. Nú er félagsstarfið sem sagt flutt inn í nýuppgert rými sem er bæði bjartara og rýmra en sú aðstaða sem áður hýsti starfið. Jafnframt félagsstarfinu er gert ráð fyrir að hægt sé að nýta aðstöðuna til fundahalda og reiknað með að Kvenfélag og Lionsklúbbur sem gáfu eftir herbergi sín muni nota salinn fyrir fundi og aðra starfsemi sína.
14.09.2012
Hallbjörn J. Hjartarson "kúreki norðursins" heiðraður af Country Music Association og sendiráði Bandaríkjanna Íslandi.
Sendiherra Bandaríkjanna Luis E.Arreaga mun veita Hallbirni J. Hjartarsyni viðurkenningu fyrir að koma kántrýtónlist á framfæri á Íslandi og fyrir framlag hans til Kántrýtónlistar. Afhending viðurkenningarinnar fer fram í Kántríbæ á Skagaströnd þriðjudaginn 18. september kl. 17.00.
Sendiherrann mun veita Hallbirni viðurkenningu frá hinu bandaríska Country Music Association með áletruninni „The Country Music Association Recognizes Hallbjörn Hjartarson for his Contributions to Country Music in Iceland.“ viðurkenningin er undirrituð af forstjóra samtakanna Steve Moore.
Hallbjörn fær einnig viðurkenningu frá sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi með áletruninni "The Embassy of the United States of America recognizes Hallbjörn Hjartarson “The Icelandic Cowboy” for his invaluable efforts to promote country music in Iceland. His dedication and creativity have combined the American music style with Icelandic culture creating a unique genre of Icelandic Country music."
„Hallbjörn’s artistry is a wonderful bridge between American and Icelandic culture. His music brings people together” – Luis E. Arreaga, U.S. Ambassador to Iceland
Hallbjörn sem er löngu landsþekktur fyrir tónlist sína er frumkvöðull sem hefur helgað lífsstarf sitt því að samþætta íslenska tónlist við bandaríska tónlistarstefnu án þess nokkurn tíma að víkja frá textagerð á móðurmálinu. Hann hefur um langt árabil átt og rekið útvarpsstöðina „Útvarp Kántrýbæ“ sem hefur kynnt kántrýtónlist fyrir fjölmörgum Íslendingum auk þess hefur Hallbjörn hefur gefið út fjölda hljómplatna með íslenskri kántrýtónlist. Hann stofnaði einnig veitingastaðin Kántrýbæ sem hefur sterka tilvísun í þá tónlistarstefnu sem Hallbjörn stendur fyrir.
Kynnar við afhendinguna verða Margrét Blöndal og Ásbjörn Björgvinsson. Til máls taka Adolf H. Berndsen, oddviti Sveitarfélagsins Skagastrandar, Luis E. Arreaga, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi og Hallbjörn J. Hjartarson, „Kúreki Norðursins.“ Tónlistarstjórn verður í höndum Magnúsar Kjartanssonar og með honum verða þjóðþekktir tónlistarmenn.
Við óskum Hallbirni innilega til hamingju.