Fréttir

Skólavogin og Skólapúlsinn

Til að meta árangur og líðan í skólastarfi Upplýsinga- og fræðslufundur um gagnsemi matstækjanna Skólavogin og Skólapúlsinn var haldinn í fundarsal Samstöðu á Blönduósi fimmtudaginn 10. nóvember s.l. Til að kynna matstækin komu til fundarins Gunnlaugur Júlíusson og Valgerður Ágústsdóttir, frá Samb. ísl. sveitarf. og Almar H. Halldórsson, frá fyrirtækinu Skólapúlsinum. Fundinn sóttu skólastjórnendur og sveitarstjórnamenn Skagafjarðar, Húnavatnssýslna og Bæjarhrepps. Ávinningur af notkun tækjanna er: • Betri yfirsýn yfir rekstur og nýtingu fjármagns • Aukin innsýn í skólabraginn • Samanburður á eigin frammistöðu yfir tíma • Viðhorfakannanir geta nýst við innra mat skóla • Samanburður við önnur sveitarfélög og skóla • Úthlutun fjármagns til skóla • Nýtist sveitarfélögum til að koma til móts við lögbundnar kröfur um mat og eftirlit með skólum Myndir frá fundinum

Stærðfræði undir berum himni

Námsefni í útikennslu Stærðfræðikennarar Húnavatnssýslna voru boðaðir til fræðslufundar í Grunnskólann á Blönduósi þriðjudaginn 8. nóvember. Stærðfræði undir berum himni var verkefni dagsins og voru ýmis verkefni fyrir nemendur 1. – 7. bekkja kynnt fyrir þátttakendum. Miðað er við að verkefnin séu unnin utandyra. Þóra Rósa Geirsdóttir, sérfræðingur hjá Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og Ingileif Ástvaldsdóttir, skólastjóri Þelamerkurskóla voru kennarar á námskeiðinu. Námsefnið er norskt og hafa leiðbeinendur þýtt og staðfært bækurnar. Fyrir tveimur árum komu út verkefnabækur fyrir yngsta stig grunnskólans og nú í haust komu út bækurnar fyrir miðstig grunnskólans. Bækurnar fyrir yngsta stigið eru þrjár og fjallar hver þeirra um afmarkað viðfangsefni út frá inntaki stærðfræðinnar: Mælingar, Rúmfræði og Tölur og tölfræði. Bækurnar fyrir miðstigið eru fjórar: Mælingar, Rúmfræði, Tölfræði og líkindi og Tölur og algebra. Öll verkefnin í bókunum eru tengd aðferðamarkmiðum aðalnámskrár. Námskeiðið var á vegum Fræðsluskrifstofu A- Hún. Myndir: Þátttakendur og Leiðbeinandi.

Kvikmyndasýningar í Kántrýbæ

NES Listamiðstöð, Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra og Kántrýbær ætla á næstu misserum að standa fyrir kvikmyndasýningum á Skagaströnd. Sýningarnar verða í Kántrýbæ og mun fyrsta myndin verða sýnd n.k. föstudagskvöld kl 21:30. Heimildarmyndin Jón og séra Jón eftir Steinþór Birgisson. Nánar um myndina: Séra Jón Ísleifsson hefur verið sóknarprestur í Árnesi Ströndum í 12 ár. Hann lifir lífinu á sinn eigin sérstæða máta og af honum eru margar sögur bæði sannar og ósannar. Í kjölfar langvinnra deilna innan safnaðarins er svo komið að mikill meirihluti sóknarbarna hefur skrifað undir vantraust á séra Jón og lýst því yfir að þau vilji ekki að hann starfi lengur sem sóknarprestur í Árnesprestakalli. Er séra Jón óhæfur prestur? Eða eru aðrir kraftar að verki? Hvað sem því líður er séra Jón maður sem er staddur á miklum tímamótum. Jón og séra Jón vann áhorfendaverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar í vor og hefur verið sýnd í kvikmyndahúsum við miklar vinsældir. Miðaverð 1.250 kr

Allt í plati

Frá Leikfélagi Sauðárkróks Sýningar eru hafnar hjá Leikfélagi Sauðárkróks á barnaleikritinu Allt í plati eftir Þröst Guðbjartsson í leikstjórn Írisar Baldvinsdóttur, en frumsýnt var þann 26. október síðastliðinn. Sex sýningar hafa verið sýndir og eru þrjár eftir. Föstudag 4. nóv. kl. 19.30 (uppselt) Laugardag 5. nóv. kl 16 Aukasýning (allra seinasta sýning): Sunnudag 6. nóv. kl 16:00. Verkefnið er styrkt af Menningarráði Norðurlands vestra. Nánar á: http://www.skagafjordur.net/ls/

Sjónvarpsstöðin N4 með viðtöl á Skagaströnd

Sjónvarpsstöðin N4 hefur nýlega sent út viðtöl frá Skagaströnd. Viðtal við Halldór Ólafsson framkvæmdastjóra BioPol má nálgast hér: http://www.n4.is/tube/file/view/2076/ Viðtal við Fjólu Jónsdóttur og Sólveigu Róarsdóttur eigendur saumastofunnar írisi má finna hér: http://www.n4.is/tube/file/view/2096/1/

Hljóðsýn - upplifun hjá Nes

Fimmtudaginn 27. október nk. kl 15.00 - 20.00 verður opið hús hjá Nes listamiðstöðinni. Þá munu listamennirnir Georgina Criddle og Dario Lazzaretto kynna hljóðlistaverk sitt Soundscapes - Hljóðsýn. Lifandi listviðburður sem áhugavert er að skoða og upplifa.

Skagi - dansviðburður

Dansverkið SKAGI verður frumflutt fimmtudaginn 20. október kl 20.00 í gamla Kaupfélagshúsinu að Einbúastíg 2 á Skagaströnd. Sýningar verða fimmtudag, föstudag, laugardag og síðasta sýning sunnudaginn 23. október. Allar sýningar hefjast kl 20.00 SKAGI Dansviðburður er saminn, stjórnað og fluttur af Andreu RC Kasper. Með henni dansa þrír af nemendum hennar, Sigurlaug Máney Hafliðadóttir, Sigurbjörg Katla Valdimarsdóttir og Guðrún Anna Halldórsdóttir. Kvöldið kannar einangrun, einmannaleika og það að vera einn. Viðburðurinn byrjar á mynd sem heitir Peninsula og er samvinnuverkefni milli Andreu RC Kasper sem er dansari búsett á Skagaströnd og Rebecca Levy sem er kvikmyndagerðarkona frá Bandaríkjunum. Eftir myndina er dansverkið SKAGI flutt. Miðaverð er: 1000 kr fyrir fullorðna 500 kr fyrir grunnskólabörn Dansverkið er styrkt af Menningarráði Norðurlands Vestra og Minningarsjóðnum um hjónin frá Garði og Vindhæli. Það eru takmörkuð sæti á hverri sýningu og móttaka eftir sýninguna.

Vatnslaust í Mýrinni og á Fellsbrautinni á morgun

Lokað verður fyrir vatnið í Mýrinni og á Fellsbrautinni föstudaginn 14. okt. 2011 frá kl. 13:00 og frameftir degi. Sveitarstjóri.

Næsti fundur sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar mánudaginn 10. október 2011 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 800. Dagskrá: 1. Fjárhagsyfirlit a) Samantekt um rekstur fyrstu 8 mánuði ársins b) Bréf EFS um fjármál sveitarfélaga 2. Fellsborg endurbætur 3. Fræðslumál a) Samantekt um kennslukvóta og stöðuhlutföll b) Skólastefna 4. Samantekt um umhverfismál 5. Tjaldsvæði – útilegukort 6. Nes listamiðstöð 7. Bréf a) Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 5. ágúst 2011 b) Velferðarráðuneytis, dags. 9. september 2011 c) Guðmundar S. Jóhannssonar, dags 7. september 2011 d) Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 5. september 2011 e) Menningarráð Norðurlands vestra, dags. 30. september 2011 8. Fundargerðir a) Hafnarnefndar, 6.10.2011 b) Skipulags- og byggingarnefndar, 25.07.2011 c) Stjórnar Norðurár bs., 5.09.2011 d) Ársfundar Norðurár bs. 15.09.2011 e) Almannavarnarnefndar Húnavatnssýslna, 27.09.2011 f) Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra, 4.08.2011 g) Stjórnar Tónlistarskóla A-Hún, 21.09.2011 h) Aðalfundar Menningarráðs Nl.vestra, 26.08.2011 i) Menningarráðs, 27.09.2011 j) Ársþings SSNV, 26.-27.08.2011 k) Stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, 9.09.2011 9. Umferðar- og löggæslumál 10. Önnur mál. Sveitarstjóri

Huggulegt haust á Skagaströnd

Á viðburðaskrá fyrir huggulegt haust er gert ráð fyrir fjórum möguleikum á Skagaströnd: Rannsóknasetur HÍ á Norður­landi vestra á Skagaströnd: Lau. 13-17. Kl. 13 -15: Skemmtilegt námskeið fyrir unga og aldna um íslenska handritamenningu. Leiðbeinandi Reynir Þór Eggertsson. Kl. 15 verður sýnd heimildamynd um ferðir Emily Lethbrigde á söguslóðum; kl. 16 - 17 : Emily Lethbridge segir frá ferð sinni um Ísland þegar hún las Íslend-ingasögurnar þar sem þær áttu sér stað. Spákonuhof á Skagaströnd Lau & sun. 13 - 17: Sögusýning um Þórdísi spákonu. Spáð í spil, lesið í lófa, bolla og rúnir. Kántrýsetrið á Skagaströnd Lau. & sun. 13 - 17: Opið hús Árnes, Elsta hús á Skagaströnd Lau. 13 - 17: Opið hús Sýningin: alþýðuheimili 1900 – 1920 Bækling fyrir söfn og viðburði má nálgast hér: http://www.skagastrond.is/frettir/users3/stjori/Söguleg_safnahelgi2011.pdf