07.10.2011
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar
mánudaginn 10. október 2011 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 800.
Dagskrá:
1. Fjárhagsyfirlit
a) Samantekt um rekstur fyrstu 8 mánuði ársins
b) Bréf EFS um fjármál sveitarfélaga
2. Fellsborg endurbætur
3. Fræðslumál
a) Samantekt um kennslukvóta og stöðuhlutföll
b) Skólastefna
4. Samantekt um umhverfismál
5. Tjaldsvæði – útilegukort
6. Nes listamiðstöð
7. Bréf
a) Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 5. ágúst 2011
b) Velferðarráðuneytis, dags. 9. september 2011
c) Guðmundar S. Jóhannssonar, dags 7. september 2011
d) Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 5. september 2011
e) Menningarráð Norðurlands vestra, dags. 30. september 2011
8. Fundargerðir
a) Hafnarnefndar, 6.10.2011
b) Skipulags- og byggingarnefndar, 25.07.2011
c) Stjórnar Norðurár bs., 5.09.2011
d) Ársfundar Norðurár bs. 15.09.2011
e) Almannavarnarnefndar Húnavatnssýslna, 27.09.2011
f) Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra, 4.08.2011
g) Stjórnar Tónlistarskóla A-Hún, 21.09.2011
h) Aðalfundar Menningarráðs Nl.vestra, 26.08.2011
i) Menningarráðs, 27.09.2011
j) Ársþings SSNV, 26.-27.08.2011
k) Stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, 9.09.2011
9. Umferðar- og löggæslumál
10. Önnur mál.
Sveitarstjóri
07.10.2011
Á viðburðaskrá fyrir huggulegt haust er gert ráð fyrir fjórum möguleikum á Skagaströnd:
Rannsóknasetur HÍ á Norðurlandi vestra á Skagaströnd:
Lau. 13-17.
Kl. 13 -15: Skemmtilegt námskeið fyrir unga og aldna um íslenska handritamenningu.
Leiðbeinandi Reynir Þór Eggertsson.
Kl. 15 verður sýnd heimildamynd um ferðir
Emily Lethbrigde á söguslóðum;
kl. 16 - 17 : Emily Lethbridge segir frá ferð sinni um Ísland þegar hún las Íslend-ingasögurnar þar sem þær áttu sér stað.
Spákonuhof á Skagaströnd
Lau & sun. 13 - 17: Sögusýning um Þórdísi spákonu. Spáð í spil, lesið í lófa, bolla og rúnir.
Kántrýsetrið á Skagaströnd
Lau. & sun. 13 - 17: Opið hús
Árnes,
Elsta hús á Skagaströnd
Lau. 13 - 17: Opið hús
Sýningin: alþýðuheimili 1900 – 1920
Bækling fyrir söfn og viðburði má nálgast hér:
http://www.skagastrond.is/frettir/users3/stjori/Söguleg_safnahelgi2011.pdf
07.10.2011
Söfn og setur á Norðurlandi vestra hafa tekið höndum saman um að bjóða upp á sérstaka safna- og setrahelgi 8. – 9. október nk. í tengslum við verkefnið „Huggulegt haust“.
Það verður opið hús og sérstök dagskrá hjá fjölmörgum söfnum og setrum á Hvammstanga, Laugarbakka, Blönduósi, Skagaströnd og í Skagafirði. Glæsilegir vinningar eru í boði fyrir heppna gesti: Allir sem heimsækja að minnsta kosti 4 söfn lenda í lukkupotti og geta unnið.
Verkefnið er styrkt af Menningaráði Norðurlands vestra. Meiri upplýsingar og dagskrá má finna á vefsíðunni www.huggulegthaust.is.
29.09.2011
Nes listamiðstöð ehf. auglýsir 50% starf verkefnisstjóra fyrir listamiðstöðina laust til umsóknar. Verkefnisstjóri annast daglegan rekstur listamiðstöðvarinnar, s.s. markaðs- og kynningarstarf, samskipti við listamenn og umsýslu með vinnustofum, gistirými, viðburðum og öðrum umsvifum. Verkefnisstjóri starfar jafnframt með stjórn félagsins að stefnumörkun til áframhaldandi uppbyggingar listamiðstöðvarinnar.
Starfsstöð hans er á Skagaströnd.
Hæfniskröfur:
· Háskólamenntun á sviði lista og / eða menningar æskileg eða menntun sem nýtist til starfsins.
· Góð enskukunnátta
· Reynsla af verkefnum á sviði lista- og menningar.
· Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
· Sjálfstæð og skipuleg vinnubrögð.
· Frumkvæði, áhugi og drifkraftur.
Umsóknarfrestur er til og með 10. október nk. og gildir póststimpill/tölvupóstsending þann dag. Umsóknir með greinargóðum upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila, berist Nes listamiðstöð ehf., Túnbraut 1 – 3, 545 Skagaströnd eða sendist á eftirfarandi netfang: halldor@biopol.is
Nes listamiðstöð ehf. var stofnuð árið 2008 og þar hafa að jafnaði dvalist um 100 listamenn árlega..
Nánari upplýsingar veitir Halldór G. Ólafsson, sími 452 2977, netfang: halldor@biopol.is
26.09.2011
Opið hús í Bjarmanesi á Skagaströnd mánudaginn 26. september kl. 18:00 – 20:00.
Farskólinn býður gesti velkomna kl. 18:00 – 20:00, til að kynna sér námskeið og námsleiðir, raunfærnimat, náms- og starfsráðgjöf, lesblindugreiningar og fleira. Stéttarfélögin Samstaða og Aldan kynna fræðslustyrki, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra kynnir nám við skólann og Vinnumálastofnun kynnir þjónustu sína.
Farskólinn kynnir
Ýmsa ráðgjöf og þjónustu
Tómstunda- og matreiðslunámskeið
Farskólinn býður upp á fjölbreytt úrval af tómstundanámskeiðum, s.s. þæfingu, teikningu, ostanámskeið og súpugerð.
Tungumálanám
Kynning á tungumálanámi. Enska fyrir byrjendur, danska og íslenska fyrir útlendinga. Norska?
Lengri námsleiðir sem gefa einingar
Kynning á lengri námsleiðum eins og Grunnmenntaskólanum, Skrifstofuskólanum, Námi og þjálfun í almennum bóklegum greinum og fl.
Léttar veitingar
Ásta Búadóttir, matreiðslumeistari og kennari hjá Farskólanum eldar dýrindis sjávarréttarsúpu fyrir gesti.
Lifandi tónlist
Ásdís Guðmundsdóttir syngur nokkur lög af nýjum diski Multi Musika.
22.09.2011
Nes listamiðstöð verður með opið hús í listamiðstöðinni í dag, fimmtudaginn 22. september kl 17 - 20. Listamenn mánaðarins verða á staðnum og sýna að hverju þau hafa verið að vinna að undanfarnar vikur. Meðal þess sem gefur að líta er vindharpa í smíðum, teikningar, innsetning um huldufólk og margt fleira.
Það væri gaman að sjá sem flesta.
22.09.2011
Fyrirhugað er að halda byrjendanámskeið fyrir fullorðna í gítarleik ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið stendur yfir í 5 vikur, tvö kvöld í viku klukkustund í senn.
Nú er tilvalið fyrir þá sem hafa alltaf langað að kunna undirstöðuatriðin á gítar að skella sér á námskeið og láta drauminn rætast – markmiðið er að hafa gaman saman og læra í leiðinni.
Kennt verður í hóp og farið verður yfir grunnhljóma og undirstöðuatriði. Námskeiðsgjald er 10.000 kr. og eru námskeiðsgögn innifalin í því.
Nánari upplýsingar og skráning í síma 868-2842 og á netfanginu montecarlo@simnet.is
Síðasti dagur til að skrá sig er 30. September.
Jón Ólafur Sigurjónsson
02.09.2011
Hrefna Jóhannesdóttir verður 100 ára á morgun, laugardaginn 3. september 2011.
Hrefna er fædd á Skagaströnd 3. september 1911, dóttir Jóhannesar Pálssonar og Helgu Þorbergsdóttur sem lengst af bjuggu í Garði á Skagaströnd. Jóhannes og Helga eignuðust 16 börn og af þeim eru 3 á lífi.
Hrefna hefur dvalið allan sinn aldur á Skagaströnd. Hún er nú til heimilis á Dvalarheimilinu Sæborg á Skagaströnd.
Hrefna tekur á móti vinum og vandamönnum í Félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd kl. 14 - 16 á afmælisdaginn.
29.08.2011
Í maí 2011 tók til starfa nýr réttindagæslumaður fatlaðs fólks á Norðurlandi. Starfið er á vegum Velferðarráðuneytisins og nýtur réttindagæslumaður lögfræðilegrar aðstoðar þaðan. Svæðið sem nýtur þjónustu réttindagæslumanns er frá Hrútafirði til vesturs og að Bakkafirði til austurs. Á sama tíma og starfshlutfall réttingæslumanns var aukið í 75%, þá voru skyldur réttindagæslumanns einnig auknar frá því sem áður var skilgreint í lögum. Það starf sem réttindagæslumaður hefur með höndum samkvæmt reglugerðum í dag er:
· Fylgist með högum fatlaðs fólks og aðstoðar það við hvers konar réttindagæslu.
· Fatlað fólk getur leitað til réttindagæslumanns með hvaðeina sem varðar réttindi þess.
· Réttindagæslumaður veitir, þeim sem leita til hans, stuðning og aðstoðar hann við að leita réttar síns.
· Réttindagæslumaður getur tekið upp mál að eigin frumkvæði.
· Hver sá sem telur að brotið sé á réttindum fatlaðs fólks getur tilkynnt það réttindagæslumanni.
· Réttindagæslumaður stendur fyrir fræðslu fyrir fatlað fólk og þá sem starfa með því.
Sjá nánar um hlutverk réttindagæslumanns fatlaðs fólks í lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk; http://www.althingi.is/altext/139/s/1806.html
Áætlað er að trúnaðarmaður komi reglulega einu sinni í mánuði á Blönduós og verði með viðtöl við þá sem vilja. Næsta heimsókn á Blönduós er 9 september. En réttindagæslumaður mun vera á Blönduósi annan föstudag í mánuði fram til áramóta.
Guðrún Pálmadóttir er skipuð réttindagæslumaður á Norðurlandi til 1 árs. Hún hefur unnið sem þroskaþjálfi og ráðgjafi frá útskrift 1988 úr Þroskaþjálfaskólanum. Hún var uppeldislegur og meðferðalegur ráðgjafi í sínu starfi fyrir Félagsþjónustu Húnvetninga á árunum 1988- 2005. Árið 2004 lauk hún námi í EHÍ í verkefnastjórnun og vann frá 2005 - 2007 við að skipuleggja heimaþjónustu hjá Akureyrarbæ. Hún hefur verið að vinna við stuðning innan félagsmálakerfisins og fleiri verkefni eftir að hafa lokið BA í sálfræði vorið 2010.
Guðrún Pálmadóttir
gudrun.palmadottir@rett.vel.is
858 1959
Aðsetur á Akureyri: Skrifstofa hjá Vinnueftirlitinu,
Skipagötu 14, 4. Hæð
25.08.2011
Konukvöld verður haldið laugardaginn 27. ágúst Kl.20:30 í Café Bjarmanes.
Þema kvöldsins er rautt. Gaman væri að mæta í rauðri flík eða með rauðan hatt eða rautt hárskraut, skart eða mæta í rauðu dansskónum sínum.
Sigga Kling mætir á svæðið og er með alveg nýtt prógram.
Tískúsýning frá Litlu Skvísubúðinni, og skvísur frá Skagaströnd sýna.
Andrea Kasper verður með zúmbakynningu. Guðlaugur Ómar mætir á svæðið og heldur uppi fjörinu með söng og gítarleik. Miðaverð er 1500. Kr.
p.s. Strákar þið megið koma kl. 23:30.
Café Bjarmanes.