Fréttir

Menningarkvöld í Kántrýbæ 30. des.

Menningarkvöld á jóladögum 30. desember 2010, kl. 20.30 í Kántrýbæ Á menningarkvöldinu munu spákonurnar Dadda og Sigrún rýna í komandi ár og Ari Eldjárn verður með uppistand á sinn einstaka hátt. Tónlist verður framin af: Jonna, Hugrúnu, Siggu, Halldóri, Guðlaugi Ómari, Ómari Ísak, Kristjáni Ými, Söru Rut, Fúsa, Almari, Magga Lín, Guðrúnu Önnu og Birtu. Kynnir kvöldsins verður Úrsúla Árnadóttir sóknarprestur Miðaverð á menningarkvöldið er 1.000 kr. og rennur allur ágóði til styrktar fjölskyldu sem á um sárt að binda eftir slys. Kostnaður við menningarkvöldið er borinn uppi með styrkjum frá fyrirtækjum og sveitarfélögum. Tómstunda- og menningarmálanefnd

Næsti fundur sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar miðvikudaginn 29. desember 2010 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 800. Dagskrá: 1. Ákvörðun um álagningarstuðla útsvars og fasteignagjalda 2011 2. Fjárhagsáætlun 2011 3. Yfirfærsla málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. a) Bréf SSNV, dags. 17. desember 2010. b) Þjónustusamningur um málflokkinn 4. Bréf skipulagsstofnunar dags 13. desember 2010 5. Fundargerðir: a) Tómstunda- og menningarmálanefndar, 13.12.2010 b) Félags- og skólaþjónustu A-Hún, 20.12.2010 c) Stjórnar SSNV, 15.12.2010 d) Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 10.12.2010 6. Önnur mál Sveitarstjóri

Jólalög og stemning í Djásn og dúllerí

Jón Ólafur og Hugrún Sif munu spila nokkur jólalög kl.17.00 í Djásnum og dúlleríi í dag Þorláksmessu. Komið og njótið þess að heyra þau flytja lifandi tónlist í skemmtilegu umhverfi. Fallegar málaðar myndir og ljósmyndir úr nánasta umhverfi Skagastrandar eru meðal þess sem er til sölu í Djásnum og dúlleríi. Fallegt handverk, hekklað, prjónað, útskorið, er meðal ákaflega fjölbreytts úrvals sem er til sölu. Kaffi og piparkökur í boði hússins.

Náðu árangri á netinu - námskeið í markaðssetningu á netinu

Staður: Félagsheimilið á Blönduósi 13. og 14. janúar Tími: 9:00 – 16:00 báða daga. · Kynntar verða breytingar og aðferðir í markaðssetningu á netinu með tilkomu m.a. Facebook og Twitter ásamt notkun leitarvéla. · Námskeiðið er fjárfesting sem skilar sér strax í bættum árangri. · Vegleg vinnubók fylgir. · Boðið verður upp á léttan hádegisverð og kaffiveitingar. Fyrirlesari er Hjörtur Smárason, ráðgjafi (sjá www.marketingsafari.org) en hann mun m.a. segja frá því hvernig honum tókst að fá yfir 800.000 manns frá 213 löndum til þátttöku á vefnum án þess að kosta til einni einustu krónu. Einstakt tækifæri fyrir þá sem eru að selja vöru eða þjónustu og/eða vilja kynna sér undaraheima netsins. Skráning á nordurland.vestra@vmst.is. Vinsamlega gefið upp nafn, kennitölu, síma og netfang. Námskeiðið er í boði Vinnumálastofnunar og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Allir velkomnir.

Söngur um sólstöður hátíðartónleikar á annan í jólum 2010

Söngur um sólstöður hátíðartónleikar á annan í jólum 2010 Blönduósskirkju kl.16.00 og Hólaneskirkju kl.20.30 Fram koma: 40 manna kór, fólk úr kirkjukórum Blönduóss, Þingeyra og Undirfellskirkna og Samkórnum Björk, kennarar Tónlistarskóla A-Hún. ásamt 9 einsöngvurum. Á dagskránni eru jólasálmar og jólapopplög. Stjórnandi er: Skarphéðinn H. Einarsson Undirleikur: Sólveig Sigríður Einarsdóttir orgel Þórður Haukur Ásgeirsson gítar Höskuldur Sv. Björnsson gítar Guðbjartur Sindri Vilhjálmsson trommur Jón Ólafur Sigurjónsson bassi Benedikt Bl. Lárusson hljómborð og píanó Sigurdís Sandra Tryggvadóttir saxofón Helga Dögg Jónsdóttir saxofón Einsöngvarar eru: Þórhalla Guðbjartsdóttir, Berglind Björnsdóttir, Nína Hallgrímsdóttir, Hilmar Örn Óskarsson, Anna Kristín Brynjólfsdóttir, Þórður Rafn Þórðarson, Guðmundur Karl Ellertsson, Lárus Blöndal Benediktsson og Þórhallur Barðason Aðeins tvennir tónleikar. Miðaverð. kr.2000 fyrir 16 ára og eldri 1000 fyrir 12-16 ára frítt fyrir yngri en 12 ára Miðapantanir: þriðjudag 21des. og miðvikudag 22. des. Í síma 4524340 frá kl.16-19 báða dagana. Miðasalan er við innganginn. (Verðum með posa). Tónleikarnir eru styrktir af Menningarráði Norðurlands vestra.

Nú er komið að síðustu opnunarhelgi Djásna og dúllerís

Nú er komið að síðustu opnunarhelgi Djásna og dúllerís á þessu ári. Opið verður laugardag og sunnudag frá kl. 14 -18 en einnig verður opið á Þorláksmessu frá kl. 14 – 21 Það er ábyggilegt að einhver fær þá eitthvað fallegt til að setja í jólapakkana, því að nóg er nú vöruúrvalið. Handverk og hönnun úr heimabyggð er það ekki málið? Djásn og dúllerí.

Námskeið í að búa til pappír

Sunnudaginn 19. desember kl. 13 til 17:30 verður haldið námskeið í japanskri pappírsgerðarlist á vegum Ness listamiðstöðvar.  Leiðbeinandi á námskeiðinu er Tatiana Ginsberg pappírslistakona frá Bandaríkjunum en hún dvelur hjá Nesi.  Námskeiðið mun fara fram í vinnustofu Ness listamiðstöðvar að Fjörubraut 8 á Skagaströnd. Tatiana mun kenna þátttakendum að búa til pappír samkvæmt gömlum japönskum aðferðum. Skráning fer fram hjá Ólafíu Lárusdóttur í síma 898-7877 eða með með því að senda tölvupóst á netfangið olafia@neslist.is. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Vinsamlegast gerið ráð fyrir að fötin blotni og hafið með ykkur handklæði og föt til skiptanna.

Næsti fundur sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar miðvikudaginn 15. desember 2010 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 1500. Dagskrá: 1. Ákvörðun um álagningarstuðla útsvars og fasteignagjalda 2011 2. Fjárhagsáætlun 2011 a) Bréf samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytis dags. 17. nóv. 2010 b) Rekstrayfirlit og sjóðstreymi áætlunar 2011 c) Sundurliðun áætlunar 2011 3. Bréf: a) Elíasar B. Árnasonar, dags. 7. desember 2010. b) Byggðasamlags um menningar og atvinnumál, dags. 29. nóvember 2010. 4. Fundargerðir: a) Tómstunda- og menningarmálanefndar, 25.11.2010 b) Byggðasamlags um menningar og atvinnumál, 18.11.2010 c) Samvinnunefndar um svæðisskipulag A-Hún., dags. 8. nóvember 2010 d) Stjórnar SSKS, dags. 1. desember 2010 e) Stjórnar SSNV, 9.11.2010 f) Stjórnar Norðurár bs. 19.11.2010 g) Stjórnar Norðurár bs. 26.11.2010 h) Stjórnar Norðurár bs. 29.11.2010 5. Önnur mál Sveitarstjóri

Börn flytja jólalög á jólamarkaðnum

Jólamarkaður verður í dag ,laugardaga, á vegum Djásna og dúlerís í Gamla kaupfélagshúsinu rétt eins og undanfarnar helgar. Þarna er margt eigulegt til sölu og ábyggilegt að hægt er að finna góðar jólagjafir fyrir unga sem aldna. Og það heyrir til tíðinda að í dag koma börn úr tónlistarskólanum og flytja jólalög. Jólamarkaðurinn er líka opinn á morgun, sunnudag.

Hæfileikamiklir ungir tónlistarmenn á Skagaströnd

Jólatónleikar Tónlistarskóla A-Hún voru haldnir í Hólaneskirkju þriðjudaginn 7. desember . Stigu þá á svið fjölmargir efnilegir tónlistarmenn framtíðarinnar. Ótrúlega margir ungir Skagstrendingar læra á hljóðfæri og vekur það mikla athygli hversu hæfileikaríkir þeir eru. Meðfylgjandi myndir voru teknar af hinum ungu tónlistarmönnum.