Fréttir

Flottir tónleikar framundan í Kántrýbæ

Gunnar Þórðarson verður með tónleika í Kántrýbæ fimmtudaginn 10. desember og mun hann flytja mörg af sínum þekktu lögum. Föstudagskvöldið 27. nóvember kl. 20:30 verður tónlistarhópurinn Multi Musica með tónleika í Kántrybæ. Hann mun flytja létta fjölþjóðlega tónlist sem hann flutti í síðasta mánuði í Miðgarði í Skagafirði. Tíu manns eru í hópnum og er tónlistin lög flutt og samnin af konum frá þrettán þjóðlöndum. Báðir tónleikarnir verða nánar auglýstir síðar.           

Jóhann í Drekktu betur og áströlsk söngkona

Jóhann Sigurjónsson, skipstjóri og gleðigjafi verður spyrill í skemmtilegu spurningakeppninni. Þetta er í tuttugasta skiptið sem spurningakeppnin er haldin og sem fyrr er hún á föstudagskvöldið 13. nóvember kl. 21:30 Ekki er að efa að Jóhann mun spyrja ágengra og áhugaverðra spurning, jafnvel um útgerð og sjómennsku en áreiðanlega líka um tónlist.   Á eftir syngur hin stórfræga ástralska country/western stjarna Fleur Ball lagið sitt eina og kannski fleiri. Listamaðurinn dvelur hjá Nes listamiðstöð.   Á ensku er kynningin hennar þessi: Nes artist residency presents Fleur Ball - the Country and Western superstar from Australia. Fleur will expertly sing her one hit song and attempt a few others from her. It’s easy to play country and western songbook. Kantry Bær, Skagastrond, Island, Friday 13th November,11.00pm (or when the pub quiz finishes).

Létt dagskrá í tali og tónum í Hólaneskirkju

Þriðjudagskvöldið 17. nóvember kl. 20:30 verður létt dagskrá í tali og tónum í Hólaneskirkju. Kirkjukór Glaumbæjarprestakalls í Skagafirði syngur undir stjórn Stefáns R Gíslasonar. Einsöngvari er Ásdís Guðmundsdóttir. Undirleikarar með kórnum Stefán Gíslason, Margeir Friðriksson og Víglundur Rúnar Pétursson. Kynnir er sr. Gísli Gunnarsson. Allir velkomnir, aðgangur  ókeypis. Dagskráin er styrkt af minningarsjóðnum um hjónin frá Garði og Vindhæli.

Fundur um atvinnutækifæri í ferðaþjónustu skilaði miklu

Gott fyrirtæki var sannarlega eitt sinn aðeins hugmynd. Þetta var meginmál ræðumanna á fundi um atvinnutækifæri í ferðaþjónustu sem haldinn var á Skagaströnd í síðustu viku. Fundurinn var ætlaður sem hvatningafundur fyrir þá sem áhuga hafa á að hasla sér völl í ferðaþjónustu en vantaði upplýsingar. Nokkrir reynsluboltar voru ræðumenn og miðluðu fundargestum af þekkingu sinni. Fundarboðendur voru Sveitarfélagið Skagaströnd, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Markaðsstofa ferðamála á Norðurlandi og Ferðamálasamtök Norðurlands vestra Fundinn setti Adolf Berndsen oddviti sveitafélagsins Skagstrandar. Hann ræddi um hvernig ferðaþjónustan hefði fengið byr undir báða vængi og eftir hrunið hefði orðið ákveðin hugarfarsbreyting. Á Skagaströnd hefði bæjafélagið eflst með því að  opinberum störfum hefur fjölgað en sterk innviði og öflugt samfélag er forsenda blómlegrar ferðaþjónustu. Hann nefndi uppbyggingu sem þegar hefði átt sér stað. Kántrýbæ skiptir miklu máli og Nes listamiðstöðin hefur bæst við. Listamenn sem þangað koma hafa fullyrt að hún hún standist þeirra væntingar og þá um leið að Skagaströnd hefur allt að bjóða sem gestir þurfa. Skipulag ferðaþjónustu í Þingeyjarsýslum EdwardH. Huijbens forstöðumaður rannsóknarseturs ferðamála við Háskólann á Akureyri sagði frá skipulagi ferðaþjónustunnar í Þingeyjarsýslum. Að verkefninu stóðu Ferðamálasetur Íslands og Rannsóknarstofnun ferðamála á Nýja Sjálandi fyrir Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga. Vinnan byggði á reynslu og vinnu sérfræðinga frá Kanada og Nýja Sjálandi. Markmið stefnumótunarinnar var að greina möguleika til uppbyggingar á ferðaþjónustu til framtíðar út frá úttekt á því sem svæðið hefur upp á að bjóða.  Úttektin var unnin í samvinnu við hagsmunaaðila og þarfir ferðaþjónustunnar til framtíðar greindar mjög ítarlega. Úttektin var unnin af íslenskum sérfræðingum en greining og kortavinna var í höndum erlendra sérfræðinga og byggði á reynslu þeirra frá ýmsum svæðum hvaðanæva úr heiminum. Í sameiningu unnu rannsakendur og hagsmunaaðilar stefnumótun til fimm ára, en áætlað er að vinnan verði endurtekinn að þeim tíma liðnum. Landfræðilegum upplýsingakerfum (GIS) var beitt við úttekt og greiningu á ferðaþjónustu í Þingeyjarsýslum. Taldi Edward það afar mikilvægan þátt í verkefninu.  Gögnum um einstaka staði, til dæmis fossa, byggðaminjar, sundlaugar, veitingastaði og vegaslóða var safnað í aðgreindar þekjur sem nýttust til að átta sig á þyrpingum ólíkra möguleika til uppbyggingar í framtíðinni.  Þannig var þáttað saman nálgunum fræðimanna og hagsmunum atvinnugreinarinnar á máta sem er auðframsetjanlegur í kortum og myndum en jafnframt nýtist til frekari greininga.  Landfræðilegi upplýsingagrunnurinn sem byggður var upp í Þingeyjarsýslum mun nýtast sem fyrirmynd í sambærilega gagnaöflunar og stefnumótunarvinnu á öðrum landssvæðum og getur að lokum orðið undirstaða landnýtingaráætlunar fyrir íslenska ferðaþjónustu.  Edward fullyrti að mjög auðvelt væri að nota þessa skipulagsvinnu á Norðurlandi vestra og jafnvel á smærri svæðum eins og annarri hvorri Húnavatnssýslunni eða báðum. Þannig væri hægt að segja til um framtíðarhagsmuni á þessum slóðum og leggja til ítarlega uppbyggingu á ferðaþjónustunni. Afþreying Sigurður Sigurðarson markaðsráðgjafi Sveitarfélagsins Skagastrandar ræddi um afþreyingu og mikilvægi hennar í ferðaþjónustu.  Hann lagði áherslu á að vilja núorðið frekar vera þátttakendur og gerendur en hlutlausir þiggjendur. Afþreying eykur líkurnar á því að ferðafólk dvelji lengir á hverjum stað, forsenda þess að þau kaupi ýmiskonar þjónustu sem er í boði.  Sigurður nefndi að sumir teldu að á Norðurlandi vestra væri mikill skortur á „stórkostlegum náttúruminjum“. Það er einfaldlega rangt enda misjafnt hvað menn teldu vera stórkostlegt. Mikill munur er til dæmis á viðhorfi innlendra og erlendra ferðamanna í því efni. Hægt sé að byggja upp afþreyingu sem nýti náttúrufar hvers svæðis, nefna mætti menningartengdra ferðaþjónus.  Hvalaskoðun Ásbjörn Björgvinsson framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands ræddi um hvalaskoðun og upphaf hennar á Húsavík. Fyrir hafði ekkert umtalsvert væri en hún hefði breytt bænum og byggt upp ýmis konar aðra ferðaþjónustu. Hann ræddi um ströndina og sjóinn með áherslu á söguna, fugla og sjávarspendýr.  Uppbygging ferðaþjónustufyrirtækja þarf að minnsta kosti þriggja ára reynslutíma og tryggt þjónustuframboð á meðan. Hann lagði áherslu á að búa þyrfti til vörumerki fyrir Norðuralnd vestra þar sem saman kæmi sýn, tilgangur og hvað er áhugavert.  Spurningin er ekki endilega um fjölda heldur hvað þeir geri sem hingað koma og hve lengi þeir dvelja og ekki má gleyma mikilvægi heimamarkaðar en máli sýnu til stuðnings vísaði Ásbjörn í nýútkomna (október 2008) hliðarreikninga Hagstofunnar fyrir ferðaþjónustu.  Sjóstangveiði Haraldur Ingi ræddi um sjóstangveiði með eikarbátnum Niels sem lengi hefur gerður út frá Hauganesi á Árskógsströnd. Veiðin er yfirleitt góð, þorskur, ýsa, ufsi og steinbítur eru algengur afli. Veiðimönnum gefst líka kostur á viðkomu í Hrísey. Sjóstangaveiðin tekur um það bil þrjár klukkustundir og farið er daglega á tímabilinu maí til september, jafnvel í október.  Haraldur fjallaði einnig um þau tækifæri sem felast í ferðaþjónustu tengdri sjónum og hvað læra mætti af reynslu þeirra.  Mikil ástæða væri á að bjóða upp á heildsteypta ferðavöru sem byggð væri úr ólíkum þjónustuþáttum. Einnig má draga úr árstíðarvanda greinarinnar með fjölbreyttari notum, t.d. að báturinn sem gerður er út í ferðaþjónsutu nýtist einnig í hefðbundna útgerð eða jafnvel vöruflutninga.  Mikilvægt er því að vera sveigjanlegur og geta lagað sig að því sem í boði er. Nauðsynlegt er að þekkja í þaula þá atvinnugrein sem ætlunin er að hasla sér völl í. Starfsmenn fyrirtækisins þekkja sjávarbotninn og mið um allan Eyjafjörð og með því geta þeir tryggt ánægju gesta.  Gisting Stefán Haraldsson atvinnuráðgjafi SSNV og stjórnarformaður Farfugla ræddi um skilgreiningar á gististöðum skv. reglugerðum og lýsti svo þjónustuframboði á farfuglaheimilum og helstu tölum.  Stefán nefndi að mikill uppgangur væri í sölu gistirýma hjá Farfuglum og æ fleiri gistiheimili bættust í hópinn með hverju ári. Salan á þessu ári og síðasta ári hefur aldrei verið meiri. Hins vegar eru útlendingar um 85% af viðskiptavinunum. Margir hafa ágætist afkomu af gistiþjónustu Farfugla og eru herbergin yfirleitt frá 16. Hann nefndi í því sambandi gistiheimili sem væri að stækka við sig upp í rúm fyrir 60 manns og er það staðsett langt frá alfaraleið og líkur benda til þess að aðsóknin verði framvegis ekki síðri en þegar það var með 20 rúm. Mestu skipti að gestgjafinn fylgist vel með og taki persónulega á móti gestum sínum og hugsi vel um velferð þeirra. Aðeins tvö farfuglaheimili eru á Norðurlandi vestra. Gönguferðir Kristján Eldjárn úr Svarfaðardal talaði um uppbygginu ferðaþjónustu á Húsabakka. Hann hefur nýtt umhverfi Svarfaðardals til gönguferða í samvinnu við Ferðafélag Íslands og fleirri aðila auk þess að bjóða heimamönnum upp á gönguferðir. Hann hefur lagt áherslu á að gera gönguferðir áhugaverðar með sögum sem nóg er af á þessum slóðum.  Kristján segist hafa í upphafi haft litla þekkingu á gönguferðum en þekkingin hafi smám saman aukist. Hann leggur áherslu á að fara ekki með of stóra hópa svo leiðsögn hans nýtist en bætir við leiðsögumanni ef hópurinn er stór. Menningatengd ferðaþjónusta Örlygur Kristfinnsson framkvæmdastjóri Síldarminjasafnisins á Siglufirði lýsti uppbyggingu þess. Hann lagði áherslu á að í menningartengdri ferðaþjónustu væru áformin skýr og hugmyndir vel ígrundaðar svo auðveldara sé að afla fjár til verkefnisins.  Örlygur nefndi að Síldarminjasafninu hafi verið mikilvægt þegar efnt er til viðburða í kringum uppbyggingu húsa. Það hafi hjálpað mikið til að vakið athygli á framkvæmdunum.  Drifkraftur framkvæmda í hans tilfelli var ást á staðnum, þekking reynsla og áhugi á sögu bæjarins. Í máli Örlygs koma skýrt fram að uppbygging Sildarminjasafnis hafi verið öðrum óskyldum ailum hvatning til að leggja stunda á ferðaþjónustu. Smám saman hafi henni aukist kraftur á Siglufirði og fjöldi fyrirtækja, lítilla og smárra risið upp. Fundinum um atvinnutækifæri í ferðaþjónstu lauk með fyrirspurnum úr sal og kom í ljós mikill áhugi gesta á að fá meiri upplýsingar.  Fundarstjóri var Jón Óskar Pétursson, framkvæmdastjóri SSNV. Í máli hans kom fram að samtökin ætla sér að halda áfram með hvatningarfundi í ferðaþjónustu. Innan þeirra eru starfandi nokkrir atvinnuráðgjafar sem getað starfað með þeim sem áhuga hafa á stofnun ferðaþjónustufyrirtækja á Norðurlandi vestra og er vinna þeirra öllum að kostnaðarlausu. Samantekt þessa unnu Edward H. Huijbens og Sigurður Sigurðarson.

Skagaströnd tilnefnt til umhverfisverðlauna

Alls bárust 27 tilnefningar til umhverfisverðlauna Ferðamálstofu 2009 en frestur rann út í lok október. Tilkynnt verður um verðlaunahafann þann 19. nóvember næstkomandi. Tilgangur verðlaunanna er að beina athyglinni að þeim ferðamannastöðum eða fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem sinna umhverfismálum í starfi sínu og framtíðarskipulagi. Þau geti með því orðið hvatning til ferðaþjónustuaðila og viðskiptavina þeirra að huga betur að umhverfi og náttúru og styrkja þannig framtíð greinarinnar. Verðlaunin hafa verið afhent árlega frá árinu 1995 og er þetta því í 15. skiptið. Eftirtaldir aðilar eru tilnefndir að þessu sinni: Brekkulækur í Miðfirði (Arinbjörn Jóhannsson) Bílaleiga Flugleiða ehf.- Hertz Bjarteyjarsandur á Hvalfjarðarströnd Djúpavogshreppur Drangeyjarferðir (Jón Eiríksson bóndi á Fagranesi) Eldhestar Farfuglaheimilið Ytra Lón á Langanesi Ferðafélag Fljótsdalshéraðs Ferðaþjónustan á Kirkjubóli á Ströndum Garðyrkjustöðin Engi, Laugarási í Biskupstungum Heydalur í Mjóafirði Hornbjargsviti (Óvissuferðir ehf.) Hrífunes í Skaftártungum Hveragerðisbær Iceland Conservation Volunteers (Sjálfboðaliðar Umhverfisstofnunar) Íslenskir Fjallaleiðsögumenn http://www.fjallaleidsogumenn.is Norðursigling á Húsavík Reykjanesbær (fyrir strandgönguleið) Reykjanesfólkvangur Selasetur Íslands á Hvammstanga Sjálfbært Snæfellsnes (Verkefni 5 sveitarfélaga á Snæfellsnesi) Skálanes á Seyðisfirði http://www.skalanes.com Sveitarfélagið Skagaströnd Tjaldsvæðið á Tálknafirði Útilífsmiðstöð skáta við Úlfljótsvatn Veraldarvinir Vörumerkið Fisherman á Vestfjörðum

Neyðarkall björgunarsveitanna

Fimmtudaginn 5. nóvember eftir klukkan 18 munu félagar í Björgunarsveitinni Strönd ganga í hús á Skagaströnd og bjóða til sölu lítinn neyðarkall. Hér er um að ræða fjársöfnun björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem fram fer  um allt land.  Neyðarkallinnl kostar aðeins 1.500 kr. Hagnaður af sölunni mun renna til sveitanna og Slysavarnafélagsins Landsbjargar og verður notaður til að efla og styrkja þjálfun björgunarsveitarmanna landsins. Í gegnum tíðina hefur almenningur haft mikinn skilning á störfum björgunarsveita enda veit fólk að þegar neyðarkall berst bregðast þær hratt við með allan sinn mannskap, búnað, tæki og þekkingu. Þrátt fyrir að meðlimir björgunarsveitanna séu allir sem einn sjálfboðaliðar er rekstur sveitanna dýr. Þjálfa þarf björgunarsveitarfólk, tæki og tól verða að vera tiltæk og í góðu lagi, húsnæði þarf undir búnað og olíu á tækin. Fjármagns er aflað með ýmsum hætti, t.d. sölu flugelda, dósasöfnun, gæsluverkefnum, jólatrjáasölu og ýmsu öðru.  Og nú bætist neyðarkallinn við.  Vonast er til að Skagstrendingar taki björgunarsveitarmönnunum opnum örmum og styðji þannig við bakið á fornfúsu starfi þeirra og þúsunda annarra björgunarsveitarmanna sem eru til taks allan ársins hring þegar samborgarar þeirra þurfa á aðstoð að halda. .

Námskeið í olíumálun í Nesi listamiðstöð

Nes listamiðstöð býður upp á námskeið í olíumálun helgina 14. til 15. nóvember. Kennari á námskeiðinu er Halldór Árni Sveinsson en hann hélt námskeið hjá Nesi listamiðstöð í júní 2008 við góðan orðstír. Halldór Árni sem kennir að öllu jöfnu fjölmiðlun við Flensborgarskóla í Hafnarfirði hefur jafnframt kennt olímálun við Námsflokka Hafnarfjarðar og víðar síðustu tuttugu árin. Á námskeiðinu, sem er ætlað bæði byrjendum og þeim sem eru lengra komnir, verður farið í val á myndefni, myndbyggingu og blöndun, notkun og meðferð olíulita. Námskeiðið í olíumálun hjá Nesi listamiðstöð er liður í verkefninu Lifandi list, sem styrkt er af Vaxtarsamningi Norðurlands vestra.  Nánariupplýsingar fást hjá Nesi listamiðstöð, nes@neslist.is, og í síma 452 2816.

Unnið að endurbyggingu Tunnunnar

Lokið er nú við að endurnýja stærsta hluta af ytra byrði braggans sem í daglegu tali er nefndur Tunnan en var áður samkomuhús Skagastrandar. Að verkinu hefur Trésmiðja Helga Gunnarssonar ehf. unnið ásamt starfsmönnum áhaldahúss Skagastrandar. Fyrirhugað er að gera braggann upp í upprunalegri mynd og endurvekja menningarhlutverk hans með því að tengja hann við þau verkefni sem nú eru í uppbyggingu í menningarmálum á staðnum. Bragginn stendur á þeim reit sem sveitarfélagið hefur markað undir menningar- og safnastarfsemi. Í framhaldi af endurgerð ytra byrðis hússins verður unnið að endurbótum og endurgerð innréttinga hússins. Forsagan Samkomuhúsbragginn var reistur á Skagaströnd árið 1945 en hann hafði áður verið notaður sem hjúkrunarskýli á Blönduósi á hernámsárunum. Bragginn var keyptur fyrir fimm þúsund krónur og honum fundinn staður við aðalgötu bæjarins. Hlutverk hans var að leysa úr brýnni þörf á samkomuhúsi fyrir bæjarfélagið. Bragginn er, eins og nafnið og útlitið bendir til, herbraggi, byggður með hefðbundnu sniði slíkra bygginga. Hann er 22,1 m x 6,4 m eða 141,4 fm, byggður á steyptri undirstöðu og upphaflega með trégólfi og litlu leiksviði í öðrum enda en anddyri, salerni, fatahengi og klefa fyrir kvikmyndasýningarvélar í hinum endanum. Samkomustaðurinn Þótt kaupin á setuliðsbragganum hafi verið álitin skammtímalausn á sínum tíma var hann aðalsamkomustaður Skagstrendinga um aldarfjórðung. Í honum voru, á tímabilinu 1945-1970, haldnar nær allar samkomur á staðnum og má þar nefna: leiksýningar, kvikmyndasýningar, fundi, dansleiki, erfidrykkjur og íþróttakennslu skólans. Frá 1970 hefur hann hins vegar verið notaður til ýmissa annarra þarfa og hin síðari ár gegnt hlutverki áhaldahúss sveitarfélagsins. Menningarsögulegt gildi Bragginn, Samkomuhúsið eða Tunnan eins og hann hefur ýmist verið kallaður, hefur því verið órjúfanlegur hluti byggðar og mannlífs í 64 ár og hefur þar af leiðandi mikið menningarsögulegt gildi fyrir Skagaströnd og Skagstrendinga. Auk þess menningargildis sem bragginn hefur fyrir Skagaströnd og Skagstrendinga er hann einn fárra uppistandandi bragga eftir sem Íslendingar tóku til annarra nota eftir að setulið breska hersins hvarf á braut í stríðslok. Braggar eru ekki varanlegar byggingar á nútíma mælikvarða og hafa flestir orðið ónýtir eða eru að verða það. Í raun gildir það sama um samkomuhúsbraggann á Skagaströnd en þó virðist burðargrind hússins vera það heilleg að vel gerlegt er að endurgera hann í upprunalegri mynd. Bragginn er því bæði menningarsögulegur fyrir samfélagið og einn fárra stríðsminja á þessu svæði.

Þokkaleg nýting á sólinni í skammdeginu

Í daglegu lífi skiptir sólin öllu. Hún er uppspretta lífsins og endalaust getum við talað um hana, notið geisla hennar, horft á hana kvölds og morgna, kvartað undan henni þegar hún lætur ekki sjá sig og lofað þá hún loksins birtist. Hvort sem sólin er sjáanleg heldur hún sömu göngu sinni dag eftir dag, ár eftir ár. Mannsaugað greinir enga breytingu á hringrásinni nema ef vera skyldi með ofurnæmum tækjum eða sjónaukum sem segja til um upphafið fyrir svona á að giska „skrilljörðum“ ára og jafnvel endalokunum eftir álíka tíma. Tilviljun kallast það að vera óvart á réttum stað á réttum tíma þegar einhver sá atburður gerist sem áhugaverður þykir. Svo sem eins og að vera staddur á bryggjum Skagastrandar á nákvæmlega þeim stað er sólin sendir geisla sína yfir Flóann og beint í stóru gluggana á íþróttahúsinu sem samstundis endurvarpa þeim aftur yfir út á víkina. Ef til vill er það enn meiri tilviljun að vera með myndavélina tiltæka og ná í hana tvöfaldri speglun sólargeisla. Ef til vill fer vel á því að segja að svona er bara þokkaleg nýting á sólinn í skammdeginu.

Er kisan nokkuð villiköttur?

Eins og fram kom í auglýsingu um skráningu katta 18. september sl. er reglulega ráðist í að eyða villiköttum sem annars fjölga sér margfalt. Nú stendur yfir handsömun og eyðing villikatta og því eru kattaeigendur áminntir um að skrá ketti sína og hafa þá merkta til að þeir verði ekki teknir sem villikettir. Sveitarstjóri