Fréttir

Hefurðu áhuga á að virkja lækinn þinn?

Smávirkjanasjóður SSNV Tilgangur sjóðsins er að styrkja fyrstu skrefin í rannsóknum á mögulegum rennslisvirkjunum á Norðurlandi vestra sem eru undir 10 MW að stærð. Miðað er við fyrirliggjandi yfirlit á mögulegum rennslisvirkjunum sem upp eru taldir í skýrslu Mannvits 2018: Frumúttekt á smávirkjanakostum á Norðurlandi vestra. Þó er heimilt að bæta við fleiri virkjunarkostum með samþykki SSNV. Sjóðurinn veitir styrki til annars vegar: Skref 1: Frummat smávirkjana og hins vegar: Skref 2: Mat á virkjanlegu rennsli, frummati hönnunar og byggingarkostnaðar. Öll gögn varðandi umsóknarferlið og skýrsla Mannvits er að finna á heimasíðu SSNV: www.ssnv.is Að þessu sinni er auglýst eftir umsóknum í Skref 1: Frummat smávirkjana. Umsóknarfrestur er til og með 5. nóvember 2018. Verkefninu verður lokið fyrir 31. maí 2019. Hámarksfjöldi verkefna sem styrkt verða er 8. Auglýst verður eftir umsóknum í Skref 2 í júní 2019. Samið hefur verið við Verkfræðistofuna Mannvit um úttekt á þeim virkjunarkostum sem styrktir verða og sér SSNV um samningsgerð við fyrirtækið. Mótframlag umsækjanda er 100.000 kr. en SSNV greiðir annan kostnað við úttektina. Umsóknir skulu sendar á netfangið: ssnv@ssnv.is. Nánari upplýsingar veitir Ingibergur Guðmundsson, ingibergur@ssnv.is, s. 892 3080.

Skrifstofan lokuð 11. og 12. okt 2018

Af óviðráðanlegum ástæðum verður skrifstofa Sveitarfélagsins Skagastrandar lokuð fimmtudaginn 11. okt. og föstudaginn 12. okt. 2018 Sveitarstjóri

Mynd vikunnar.

Í Landsendarétt. Landsendarétt var skilarétt á Skagaströnd áður en Spákonfellsrétt var byggð. Landsendarétt var byggð úr öflugum grjóthleðslum en grjótið var tekið úr fjörunni fyrir neðan hana. Hún stóð á sjávarbakkanum á flatlendinu austan við Landsenda (nyrsta enda Höfðans) og norðan við Réttarholt. Nú eru ummerki um réttina nánast öll horfin vegna sjávarrofs. Torfhúsin uppi í brekkunni í baksýn voru skepnuhús. Ekki er vitað hvenær þessi mynd var tekin en hana tók Evald Hemmert (1886 - 1943) verslunarmaður á Skagaströnd og Blönduósi þannig að líklega hefur það verið kringum 1930. Senda upplýsingar um myndina

Drew Krasner -today only

Boston, USA 40 piece Jazz band Live recording: ’Apartment sessions’ Today only, Drew Krasner (Nes Alumni 2014) continues an amazing musical journey, and brings his collaborators of 40 to Skagaströnd, for live recordings in Hólaneskirkja kl 1400 - 1800 // mið 3 okt All welcome to listen and enjoy, and please enter & exit quietly for recording purposes. From 1800 all locals are welcome to come and jam, play with the big band before they leave at 1900. If you love music, jazz and a great atmosphere of ’big band’ culture, today is your day to "get yourself to church!"

Rafmagnstruflanir

Rafmagnstruflanir verða í milli Skagastrandar og Syðra Hóls 02.10.2018 frá kl 14:30 til kl 14:45 vegna bilunar í kerfi RARIK, . Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Norðurlandi í síma 528 9690.

Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi auglýsir

Erlingur Hugi Kristvinsson háls,- nef og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi miðvikudaginn 10/10 2018. Tímapantanir í síma 455-4100 milli kl 08:00 og 16:00.

Mynd vikunnar

Ardís Ólöf Arelíusdóttir Ardís Ólöf Arelíusdóttir verður jarðsungin frá Hólaneskirkju föstudaginn 5. október klukkan 14:00 Ardís Ólöf var stolt átta barna móðir sem tekið var eftir hvar sem hún kom. Hún var smekkvís og hafði unun af að hafa fallegt í kringum sig eins og blómagarðar hennar báru glöggt vitni um. Óla var ávallt hrein og bein í samskiptum við aðra og fór sínar eigin leiðir ef henni sýndist svo. Um árabil starfaði hún baksviðs með Leikklúbbi Skagastrandar á blómaskeiði klúbbsins sem hvíslari og sminka. Eftir margra ára baráttu við illvígan sjúkdóm hefur þessi sómakona nú kvatt og haldið inn í ljósið þar sem veikindi og verkir þekkjast ekki. Stórri fjölskyldu Ardísar Ólafar er vottuð samúð nú þegar þau ganga gegnum erfiðan tíma.

Nes listamiðstöð opið hús 27.september

OPIÐ HÚS // FIMM 27 SEPTEMBER // kl. 16.30 - 19.00 Call in after work and before dinner, to see what our artists from around the globe have been creating this month! ´ Verkefni listamanna september eru m.a.: Listaverk úr plasti sem rekið hefur á fjörur, teikningar af íslenskum fuglum, hönnun skartgripa, ljósmundir, málverk og skúlptúrar, ljóðalestur og heimsfrumsýning á stuttmynd. Fimmtudagurinn 27. september, kl. 16:30-19:00 Danssýning Adelu Filipovic hefst kl. 18:30

Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir vísiterar Skagastrandarprestakall

Dagana 25. – 26. september 2018 heimsækir biskup Íslands allar kirkjur prestakallsins. Í sveitakirkjunum verður helgistund með hugleiðingu sem frú Agnes M. Sigurðardóttir flytur og í Hólaneskirkju mun hún prédika við messu. Verið öll velkomin. Þriðjudagur 25. sept. Kl. 11.30 BERGSSTAÐAKIRKJA Kl. 12.30 BÓLSTAÐARHLÍÐAKIRKJA Kl. 15.00 HOLTASTAÐAKIRKJA kl. 20.30 HÓLANESKIRKJA Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir prédikar, Sr. Bryndís Valbjarnardóttir þjónar fyrir altari. Sr. Magnús Magnússon og sr. Þorvaldur Víðisson lesa ritningarlestra. Organisti, Hugrún Sif Hallgrímsdóttir, kór Hólaneskirkju syngur. Meðhjálpari, Steindór R. Haraldsson. Miðvikudagur 26. sept. kl. 10.30 HÖSKULDSSTAÐAKIRKJA kl. 10.45 HÖSKULDSSTAÐAKIRKJA – Biskup Íslands vígir sögutorg í Höskuldsstaðakirkjugarði. kl. 12.00 HOFSKIRKJA kl. 14.30 Sæborg, dvalarheimili á Skagaströnd. Bryndís Valbjarnardóttir, sóknarprestur

Mynd vikunnar

Spákonufellsrétt 1962 Réttað í Spákonufellsrétt haustið 1962. Þá var algengt að fólk á Skagaströnd ætti nokkrar kindur og fjársafnið var töluvert stórt þegar allt var talið saman. Í dag (2018) eru sárafáar kindur í staðnum en svæðið sem Sveitarfélagið Skagaströnd þarf að smala er þó jafn stórt og áður. Áður var oft gaman í Spákonufellsrétt þar sem kvenfélagið seldi réttarkaffi í réttarskúrnum og menn staupuðu sig og voru léttir í lund. Á þessari mynd er Jón Pálsson skólastjóri til hægri. Drengurinn í úlpunni er Jóhannes Pálsson (f. 1951 - d. 23.11.1986) og Ragnheiður Sigurjónsdóttir úr Sunnuhlíð aftan við hann. Aðrir eru óþekktir.