Fréttir

Mynd vikunnar

Heiðursmenn á sjómannadegi. Hér eru heiðursmennirnir Lúðvík Kristjánsson (d. 10.2.2001), Snorri Gíslason (d. 29.5.1994) og Jóhann F. Pétursson (d. 13.1.1999) á sjómannadegi á Skagaströnd. Allir settu þessir menn sterkan svip á bæinn meðan þeir lifðu, hver á sinn hátt. Lúðvík bjó í Steinholti með konu sinni Sigríði Frímannsdóttur og fjórum börnum, Snorri í Höfðatúni með sinni konu, Jóhönnu Jónasdóttur, og syni en Jóhann bjó á Lækjarbakka og hans kona var Sigríður Ásgeirsdóttir og saman áttu þau fjögur börn. Myndina tók Jón Jónsson.

F o r s e t a k o s n i n g a r 2016

Kosning til embættis forseta Íslands verður í íþróttahúsinu á Skagaströnd laugardaginn 25. júní 2016. Kjörstaður er opinn frá kl. 10 – 22. Kjörstjórn Sveitarfélagsins Skagaströnd.

Næsti fundur sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar miðvikudaginn 22. júní 2016 kl 0800 á skrifstofu sveitarfélagsins. Dagskrá: 1. Kjörskrá vegna forsetakosninga 25. júní 2016 2. Grunnskóli a. Rýmisathugun fyrir Höfðaskóla b. Sjálfsmatsskýrsla skólans vor 2016 c. Skýrsla skólastjóra um starfið d. Bréf mennta- og menningarmálaráðuneytis, dags. 26. maí 2016 e. Svarbréf skólastjóra dags. 15. júní 2016 3. Framkvæmdir og fjárfestingar 2016 a. Sundlaug – heitur pottur b. Aðrar framkvæmdir 2016 4. Bókhaldskerfi sveitarfélagsins 5. Bréf: a. Eignarhaldsfélags BÍ, dags. 8. júní 2016 b. Hrafnhildar Sigurðardóttur, dags. 16. júní 2016 c. Varasjóðs húsnæðismála, dags. 13. júní 2016 d. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 10. júní 2016 e. Heimilisiðnaðarsafnsins, dags. 17. maí 2016 f. Thorp, dags. í maí 2016 g. Tónlistarskólans á Akureyri, dags. 12. maí 2016 6. Fundargerðir: a. Stjórnar Norðurár bs, 7.03.2016 b. Stjórnar Norðurár bs. 25.04.2016 c. Stjórnar Norðurár bs. 19.05.2016 d. Stjórnar Norðurár bs. 26.05.2016 e. Aðalfundar Norðurár bs, 19.05.2016 f. Aðalfundar Farskólans, 11.05.2016 g. Vorfundar Farskólans, 11.05.2016 h. Stjórnar SSNV, 10.05.2016 i. Stjórnar samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, 17.05.2016 j. Stjórnar Hafnasambands Íslands, 17.05.2016 k. Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 29.04.2016 l. Tómstunda- og menningarmálanefndar, 26.04.2016 m. Tómstunda- og menningarmálanefndar, 6.05.2016 n. Tómstunda- og menningarmálanefndar, 17.05.2016 o. Tómstunda- og menningarmálanefndar, 7.06.2016 7. Önnur mál Sveitarstjóri

Mynd vikunnar

Skógræktarfólk. Þessi mynd var tekin í júní 1992 af hópi krakka og leiðbeinenda eftir vel heppnaðan gróðursetningardag í hlíðum Spákonufells. Í fremstu röð frá vinstri: Kolbrún Viggósdóttir, Kristín Þórðardóttir, Arnar Ólafur Viggósson, Jóhannes V. Grétarsson, Jón Örn Stefánsson, Jóhann Guðbjartur Sigurjónsson og óþekkt. Í annarri röð frá vinstri: Gestur Arnarson, óþekktur, Sigurður Berndsen, Árni Max Haraldsson, Ástmar Sigurjónsson, Jón Ólafur Sigurjónsson, Ragna Gunarsdóttir, óþekkt, Ásta Ásgeirsdóttir og Salóme Ýr Rúnarsdóttir. Aftast eru frá vinstri: Guðjón Magnússon leiðbeinandi og Kristján Gunnar Guðmundsson. Það er gaman fyrir þetta fólk að líta yfir svæðið í dag og sjá góðan árangur starfs síns í plöntum sem nú eru um tveggja metra há tré.

Nes listamiðstöð 15.júní

Potluck @ Nes Listamiðstöð View this email in your browser Picnic Potluck á morgun með Nes listamenn! miðvikudagur 15th júní 12.30 – 14.00 Come celebrate this gott veður and share lunch with us! We will be outside the back of the studio on the grass overlooking the sea! How nice.... Allir velkomnir! Copyright © 2015 Nes Listamiðstöð Ehf. All rights reserved. You are receiving this email because you have subscribed to our newsletter or given us your email so we can keep in touch :) How nice! Our mailing address is: Nes Artist Residency Fjörubraut 8 545 Skagaströnd http:\\neslist.is unsubscribe from this list update subscription preferences This email was sent to fulltrui@skagastrond.is why did I get this? unsubscribe from this list update subscription preferences Nes Listamiðstöð Ehf. · Fjörubraut 8 · Skagaströnd 545 · Iceland

Kjörskrá vegna forsetakosning

Kjörskrá vegna forsetakosninga þann 25. júní 2016 liggur frami á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagastrandar frá 15. júní til kjördags. Kjörskrárstofninn miðast við þá sem áttu lögheimili í sveitarfélaginu samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár 4. júní 2016. Athygli er vakin á því að kjósendur geta einnig kannað á vefnum kosning.is hvar þeir eru á kjörskrá. http://www.skagastrond.is/frettir/users3/stjori/Kjörskrá%2025%20júní%202016.pdf Sveitarstjóri

Kjörskrá vegna forsetakosning

Kjörskrá vegna forsetakosninga þann 25. júní 2016 liggur frami á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagastrandar frá 15. júní til kjördags. Kjörskrárstofninn miðast við þá sem áttu lögheimili í sveitarfélaginu samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár 4. júní 2016. Athygli er vakin á því að kjósendur geta einnig kannað á vefnum kosning.is hvar þeir eru á kjörskrá. Sveitarstjóri

Mynd vikunnar

Hestaskoðun. Sumarið 1991 heimsóttu leikskólakrakkarnir af Barnabóli hrossabóndann Gunnar Sveinsson. Á þessari mynd eru komnar á bak þær Jenný Lind Sigurjónsdóttir aftast, Anna María Magnúsdóttir í miðið og Eydís Inga Sigurjónsdóttir fremst en Gunnar heldur í hestinn. Ragnar Gunnarsson er í skræpóttri úlpu en Elva Ösp Gunnarsdóttir fylgist með til hægri. Þar standa líka starfsstúlkurnar Katrín Sigurjónsdóttir fjær og Bára Þorvaldsdóttir nær. Barnið sem Bára leiðir er óþekkt

Vatnslaust í dag frá 14-15

Vatnslaust verður í dag (08. júní) í Skeifunni og efri hluta Bogabrautar á milli 14 og 15.

Héraðsritið Húnavaka

Til íbúa Austur-Húnavatnssýslu USAH hefur staðið árlega að útgáfu héraðsritsins Húnavöku síðan 1961. Ritið er vettvangur húnvetnskrar sögu og menningar sem við höfum verið mjög stolt af. Sala bókarinnar undanfarin ár hefur þó farið minnkandi. Á þingi USAH í mars 2016 var ákveðið að gera tilraun til að auka dreifingu og lestur ritsins og verður ritið því sent inn á hvert heimili í sýslunni með valgreiðsluseðli í von um að með þessu móti væri hægt að lækka verð, auka vægi ritsins og fjölga lesendum þess. Með von um góðar viðtökur Stjórn USAH