Fréttir

Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins

Sveitarstjórn Skagstrandar afgreiddi fjárhagsáætlun 2016-2019 á fundi sínum 14. desember sl. Fjárhagsáætlun ársins 2016 er afgreidd með jákvæðri niðurstöðu, bæði í A og B hluta samstæðu. Í rekstraryfirliti áætlunar 2016 kemur fram að heildartekjur samstæðu eru áætlaðar 560.793 þús., þar af eru skatttekjur 391.744 þús. og rekstrartekjur 170.435 þús. Rekstrargjöld eru áætluð 565.854 þús. þar af kostnaður vegna launa áætlaður 241.827 þús. Rekstrarniðurstaða er áætluð jákvæð um 9.181 þús. Í sjóðstreymi áætlunar er gert ráð fyrir að veltufé frá rekstri samstæðu verði jákvætt um 59.438 þús. Samanlagðar fjárfestingahreyfingar eru áætlaðar 52.950 þús. Að teknu tilliti til fjárfestinga og fjármögnunarhreyfinga er áætlað að handbært fé lækki um 3.512 þús. og handbært fé verði í árslok 595.931 þús. Í áætlun áranna 2017-2019 er gert ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu samstæðu öll árin.

Sorphreinsun gefur burðarpoka

Sorphreinsun Vilhelms Harðarsonar ehf fagnar 25 ára afmæli sínu á árinu 2015. Af því tilefni lét fyrirtækið útbúa margnota burðarpoka með ýmsum áletrunum sem rekja má til ummæla viðskiptavina og starfsmanna fyrirtækisins. Pokanum verður dreift á öll heimili í Austur Húnavatnssýslu sem hefur verið starfssvæði fyrirtækisins í 25 ár. Með gjöfinni vill Sorphreinsun VH. minna á hvetja til endurnýtingar og minnkunar á einnota burðarpokum úr plasti. Vilhelm afhenti Magnúsi sveitarstjóra fyrsta pokann með þeim ummælum að fyrirtæki hans hafi tekið fyrsta sorppokann á Skagaströnd fyrir 25 árum og því vilji hann hefja afhendingu burðarpokanna hjá sveitarfélaginu

Næsti fundur sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar mánudaginn 14. desember 2015 kl 1700 í kaffi Bjarmanesi. Dagskrá: Fjáhagsáætlun 2016 - 2019 (seinni umræða) Álagningarreglur fasteignagjalda 2016 Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi Bréf: Fundarboð á aðalfund Róta bs. Flokkun Eyjafjörður ehf, dags. 6. nóvember 2015 Rauða krossins á Skagaströnd dags. 1. desember 2015 Innanríkisráðuneytisins. dags. 30. nóvember 2015 Stjórnar Snorrasjóðs, dags 30. október 2015 Innanríkisráðuneytis, dags. 23. nóvember 2015 Húnaþings vestra, dags. 24. júní 2015 Fundargerðir: Stjórnar Félags- og skólaþjónustu A-Hún 27.07.2015 Fjárhagsáætlun Félags- og skólaþjónustu 2016 Stjórnar Tónlistarskóla A-Hún, 23.11.2015 Fjárhagsáætlun Tónlistarskóla 2016 Stjórnar Byggðasamlags um menningu og atvinnumál, 30.11.2015 Fjárhagsáætlun byggðasamlagsins 2016 Stjórnar Róta bs., 30.11.2015 23. ársþings SSNV, 16.10.2105 Samþykktir og þingsköp SSNV Ályktanir 23. ársþings Áskorun allra landshlutasamtaka á ráðherra og þinmenn Hafnasambands Íslands, 16.10.2016 Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, 5.11.2015 Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, 26.11.2015 Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 30.10.2015 Önnur mál Sveitarstjóri

Jólatónleikar Tónlistarskóla A-Hún. 2015

Hinir árlegu jólatónleikar skólans verða sem hér segir: Á Skagaströnd í Hólaneskirkju þriðjudaginn 15.des. kl. 17 Á Húnavöllum miðvikudaginn 16.des. kl. 1530 Á Blönduósi í Blönduósskirkju fimmtudaginn 17.des. kl . 17 Allir velkomnir. Kennsla hefst á nýju ári þriðjudaginn 5.jan. samkvæmt stundaskrá. Skólastjóri

Mynd vikunnar

Göngum við í kringum.... Litlu jól í skólanum eru alltaf tilhlökkunarefni nemenda og starfsfólks. Þann dag mæta nemendur og kennarar í betri fötunum í skólann og eiga saman skemmtilega og notalega stund fyrir jólafríið. Þessi mynd var tekin á litlu jólunum í Höfðaskóla 1983. Íþróttahúsið var ekki komið svo þá var gengið syngjandi kringum jólatré á sal í þá nýrri viðbyggingu við skólann. Frá hægri: Elísabet Hallbjörnsdóttir, Jóney Gylfadóttir, óþekkt, Guðmundur Haukur Sigurðsson kennari, óþekktur, Guðmundur Oddsson, Jóhann Ásgeirsson, Jón Indriðason, óþekktur, Magnús B. Jónsson kennari, Ingvi Sveinn Eðvarðsson, Kristjana Jónsdóttir, óþekkt, Sigríður Ásgeirsdóttir, Guðmunda Ólafsdóttir, óþekktar stúlkur en lengst til vinstri er Þorbjörg Eðvarðsdóttir.

Hreinsun frá sorpílátum

Sorphirða DESEMBER Sun Mán Þri Mið Fim Fös Lau 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 Næsti sorphirðudagur er fimmtudaginn 10. desember og eru íbúar beðnir að huga að aðgengi að sorpílátum við hús sín og hreinsa frá þeim þar sem þarf. Sorptunnur verða ekki losaðar ef þær eru á kafi í snjó eða þannig settar að sorphirðufólk eigi ekki greiðan aðgang að þeim. Sveitarstjóri

Íþróttahús lokar kl.17:00 í dag

Íþróttahúsið lokar kl. 17:00 í dag 07.12.2015 þar sem veðurspá er mjög slæm.

Bókasafn Skagastrandar

Bókasafn Skagastrandar verður lokað í dag, 07.12.2015, þar sem veðurspá er mjög slæm. Bókavörður

Viðvörun frá Almannavörnum

Veðurstofan hefur sent frá sér meðfylgjandi viðvörun. Fundur var haldinn á Veðurstofunni í dag kl. 12:00. Í stuttu máli sagt mun þetta veður hafa áhrif um allt land með miklum truflunum á samgöngum, innanlandsflug mun stöðvast á meðan veður gengur yfir, millilandaflug seinni partinn á morgun og annað kvöld mun raskast eða stöðvast og vegasamgöngur á stórum hluta landsins mun stöðvast. Ferill komandi lægðar og fallandi þrýstingur sem henni fylgir gæti aukið líkur á sjávarflóðum, þetta fer eftir því hvernig hún mun hitta á landið. Spáð er ofsaviðri eða fárviðri víðast hvar á landinu með tilheyrandi hættu. Ofsaviðri eða fárviðir getur valdið tjóni á mannvirkjum. (Ofsaviðri = meðalvindhraði meiri en 28 m/sek, Fárviðri = meðalvindhraði meiri en 32 m/sek) Miklar líkur eru á að óveðrið muni valda truflunum á rafmagnsdreyfingu. Fundað verður aftur með Veðurstofunni kl. 14:00 í dag og kl. 20:00 í kvöld. Á fundinum í kvöld verða m.a. fulltrúar frá Vegagerðinni, ISAVIA, Landhelgisgæslunni og Landsneti. Við munum halda ykkur upplýstum eins og hægt er og senda ykkur frekari upplýsingar eftir fundina eins og þurfa þykir. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra mun upplýsa fjölmiðla og aðra aðila eftir hefðbundnum leiðum. Lögreglustjórar eru hvattir til að upplýsa samstarfsaðila í sínum umdæmum sem fyrst og huga að tímanlegri virkjun aðgerðarstjórna sinna. Samhæfingarstöðin verður virkjuð á morgun en nánari tímasetning er ekki enn ákveðin. Einnig er í skoðun að lýsa yfir hættustigi rauður fyrir allt landið vegna veðursins.

Ljósin á jólatrénu og afmæli saumastofu

Breytingar vegna veðurútlits. Veðurhorfur á mánudag 7. desember eru nú allt aðrar og verri en leit út fyrir í síðustu viku. Af þessum sökum færast viðburðir til og tvennt sem vera átti á mánudag er frestað fram á miðvikudaginn 9. desember: Ljósin á jólatrénu verða kveikt miðvikudaginn 9. desember kl 16.30 Saumastofan Íris býður í kaffi miðvikudaginn 9. desember kl 15.00 – 17.30