Fréttir

Gangnaseðill í Spákonufellsborg

Fyrri haustgöngur fara fram föstudaginn 4. september 2015. Seinni haustgöngur fara fram föstudaginn 18.september 2015. Eftirleitir verða 25.september 2015. Gangnaforingi er Jón Heiðar Jónsson Réttarstjóri í báðum réttum er Hrönn Árnadóttir Farið fram Hrafndal og fram í Ármót, vestur Brandaskarð með hreppagirðingu að norðan. Spákonufellsborg að sunnanverðu að Hrafná að Fellsrétt. Undanskilin er skógræktargirðing. Í borgina leggi eftirtaldir til menn: Fyrri göngur Seinni göngur Jón Heiðar Jónsson 2 1 Hallgrímur Hjaltason 2 2 Magnús Guðmannsson 1 1 Guðjón Ingimarsson 1 Jóhann Ásgeirsson 1 1 Vignir Sveinsson 1 1 Rúnar og Hrönn 1 1 Árni Halldór 1 1 Í eftirleit fara fjórir menn. Þær annast Jón Heiðar Jónsson. Með vísan til 20. greinar fjallskilareglugerðar „Hafi búfjáreigandi engan hæfan mann til fjallskila og getur eigi útvegað hann, skal hann tilkynna hreppsnefnd eða fjallskilastjóra það skriflega fjórum dögum áður en fjallskilin eiga að vinnast, en þessir aðilar útvega mann eða annað sem vantar, svo sem hesta eða fæði, og borgar þá búfjáreigandi allan kostnað, sem af fjallskilum leiðir, án tillits til mats á þeim“ Að öðru leyti en hér greinir fer um skyldur og réttindi manna eftir fjallskilasamþykkt fyrir Austur-Húnavatnssýslu. Fjallskilanefnd Skagabyggðar, Skagabúð 27.ágúst 2015

Mynd vikunnar

Enn kveðjum við með söknuði vel liðinn samborgara, sem lagður er upp í ferðina miklu. Konu, sem vann sín góðu verk í kyrrþey, barði sér ekki á brjóst en var ávallt tilbúin að rétta hjálparhönd þeim sem stóðu höllum fæti. Sennilega er Guðmundu Sigurbrandsdóttur best lýst með því að kalla hana „Mundu ömmu“ eins og stór hluti af krökkunum á Skagaströnd hefur gert, óháð því hvort þeir voru skyldir henni eða ekki. Öll áttu þau skjól hjá Guðmundu og gátu gengið að mjólkurglasi og kökusneið vísri við eldhúsborðið hjá henni og hlýrri hönd sem strauk um kalda kinn í mótbyr lífsins.

Skagginn 2015

Bæjarhátíðin Skagginn var haldin dagana 14.-16. ágúst 2015. Markmið hátíðarinnar var að skapa skemmtilega stemningu á Skagaströnd þar sem íbúar og félagasamtök tækju höndum saman um að eiga góðar stundir og gleðidaga. Tómstunda- og menningarmálanefnd sem stóð fyrir hátíðinni og sá um skipulag hennar hefur farið yfir hvernig til tókst og telur að með góðum stuðningi allra þátttakenda, íbúa, félagasamtaka, fyrirtækja og stuðningsaðila hafi hátíðin tekist vel og staðið undir væntingum. Nefndin kaus að kalla alla þessa aðila „vini Skaggans“ og færir þeim öllum bestu þakkir fyrir þeirra framlag. Nefndin þakkar sömuleiðis öllum þeim jákvæðu og góðu gestum sem sóttu hátíðina heim og lögðu einnig sitt af mörkum til að gera Skaggann að þeirri notalegu og skemmtilegu hátíð sem raun bar vitni. Tómstunda- og menningarmálanefnd Skagastrandar

Siðareglur sveitarstjórnar

Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórn Skagastrandar sem undirritaðar voru 13. ágúst 2014 hafa verið staðfestar af innanríkisráðuneytinu. Í 10. gr. reglnanna kemur m.a. fram að kjörnir fulltrúar undirgangist siðareglurnar og með undirskrift sinni og muni hafa þær að leiðarljósi. Siðareglurnar skuli vera aðgengilegar starfsfólki sveitarfélagsins, almenningi og fjölmiðlum á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagastrandar og á annan hátt sem sveitarstjórn ákveður, til að þessir aðilar geti gert sér grein fyrir meginreglum þeirra. Siðareglurnar hafa verið settar á heimasíðuna undir "samþykktir" og má nálgast þær hér.

Mynd vikunnar

Skagastrandarhöfn 1936 -1938. Mikil umferð er um Skagastrandarhöfn allt árið en einkum þó á sumrin meðan á strandveiðunum stendur. Þetta er ekkert nýtt eins og þessi mynd frá 1936 - 1938 sýnir en þá var síld um allan Húnaflóa á sumrin og fjöldi báta, sem stundaði síldveiðar. Þá lá Skagastrandarhöfn vel við því stutt var þaðan á miðin. Í framhaldinu var svo tekin ákvörðun um að byggja síldarverksmiðju á Skagaströnd því mönnum datt ekki í hug að síldin mundi allt í einu breyta hegðunarmunstri sínu og hætta að ganga inn í Húnaflóann eins og hún hafði gert um áratugi. Á myndinni eru síldarskip í Skagastrandarhöfn kringum 1936. Húsið til hægri með skúrþakinu hét Kárastaðir, Dvergasteinn var húsið næst okkur fyrir miðri mynd með áfastri dökkri hlöðu. Þórshamar er nýlega húsið með kvistinum og neðar með götunni, sömu megin, er Garður. Til vinstri á myndinni eru Brúarland og Móar ásamt fleiri húsum sem einhver voru skepnuhús. Stóra þriggja hæða húsið nær sjónum er Gamla kaupfélagshúsið og á reitnum hjá því hægra megin er Kaupfélagshúsið og enn lengra til hægri grillir í frysthúsið. Húsið næst okkur á myndinni, ljóst með dökku þaki er óþekkt (stendur ca þar sem Skálholt stendur í dag). Ef þú kannt skil á hvað hús þetta er vinsamlega sendu okkur þá athugasemd á: myndasafn@skagastrond.is

Skólasetning Höfðaskóla

Skólasetning Höfðaskóla verður í Hólaneskirkju, mánudaginn 24. ágúst og hefst kl. 10. Vonumst til að sjá sem flesta nemendur og forráðamenn þeirra. Að lokinni skólasetningu fylgja nemendur sínum umsjónarkennara í stofur til skrafs og ráðagerða. Kennsla hefst skv. stundaskrá þriðjudaginn 25. ágúst. Skólastjóri

Gróðursetning

Gróðursetning bakkaplantna á vegum Skógræktarfélags Skagastrandar verður fimmtudaginn 20.08. 2015 kl. 17:30 Allir velkomnir , mæting við áhaldahúsið Stjórnin

Mynd vikunnar

Neðan við Einbúann. Þessi mynd var tekin neðan við Einbúann á þeim tíma sem sjór féll upp að honum. Hvenær myndin var tekin er ekki vitað fyrir víst en Neðri-Jaðar sem byggður er um 1941 og Lundur, byggður 1942 eru á myndinni, en ekki Lækjarbakki sem var byggður um 1946. Árið 1934 var hafist handa við hafnargerð á þessu svæði. Þá var stutt bryggja, byggð um 1922, rétt austan við Hólsnefið, sem er systi oddi Höfðans. Húsin á myndinni eru frá vinstri: Litli/efri Lækur, Jaðar, geymsluskúr (gamla sjoppan), Karlsskáli, Lækur, Lundur, Lækjarbakki (gamli bærinn) og Karlsminni. Bátarnir eru óþekktir en Spákonufellið er í baksýn.

Skagginn - tónlistaratriði

  Skagginn 2015 Útisvið á Hólanesi laugardaginn 15. ágúst    Söngvaborg kl 13.00 Barna- og fjölskylduskemmtunin Söngvaborg verður á útisviði þar sem Sigga Beinteins og María Björk mæta með Söngvaborg ásamt Subba sjóræningja og leynigesti. Söngvaborg er þekkt fyrir skemmtilegt efni í leik, tali og tónum þar sem alls konar persónur koma við sögu.  Dagskráin er studd af Minningarsjóði um hjónin frá Garði og Vindhæli Tónlistardagskrá kl. 21:00-23:00 Á útisviðinu koma fram nokkur ungmenni á Skagaströnd ásamt eldri og reyndari tónlistarmönnum. Unglistamennirnir; Eymundur, Laufey Lind, Snæfríður, Guðný Eva, Arna Rún, Kristmundur og Jón Árni munu syngja og leika á ýmis hljóðfæri og standa fyrir tónlistarveislu undir stjórn Guðmundar Egils. Nes listamennirnir; Cristina og Beate munu sýna dans við undirleik kontrabassa.   Trúbadorinn; Gunnar S. Björnsson mun taka nokkur lög og hita upp fyrir ball með Trukkunum sem verður á Borginni seinna um kvöldið. Gítarsnillingurinn; Gummi Jóns mun taka góða syrpu af lögum sínum eins og honum einum er lagið. Varðeldur verður kveiktur kl 23.00 og þá mun Guðmundur Egill ásamt fleiri góðum stýra varðeldasöngvum.

Skagginn 2015 - bæjarhátíð á Skagaströnd

Dagskrá bæjarhátíðarinnar Skaggans 2015 liggur nú fyrir og verður borin í hús um helgina. Nánari útfærsla einstakra atriða verður kynnt á næstu dögum. Tómstunda- og menningarmálanefnd stendur fyrir dagskránni og óskar eftir samstarfi íbúa en einkum þó gleði þeirra og jákvæðu viðhorfi til að gera sér dagamun og eiga góðar stundir saman. Skagginn 2015 Föstudagur 14. ágúst 10:30 - 24:00 Bjarmanes Café Myndlistarsýningin „Eitt og annað“ – Herdís Þ. Jakobsdóttir. Ljósmyndasýningin „Skepna“ – Vigdís H. Viggósdóttir. 13:00 - 17:00 Árnes, elsta húsið á Skagaströnd Sýningin „Alþýðuheimili 1900-1920“. 13:00 - 18:00 Spákonuhof Sýning- Þórdís spákona. Spáð í spil, bolla, rúnir og lófalestur. 18:00 Skagganum skotið af stað með fallbyssu við Bjarmanes Café 18:30 - 21:00 Útigrill á Borginni og hlaðborð inni Tilboð á grillveislu í tilefni dagsins. 21:00 - 22:00 Ljóðaganga um Höfðann Gengið um Höfðann og stansað á nokkrum stöðum til að lesa ljóð. Lagt af stað frá Tjaldklaufinni. 21:00 - 24:00 Kósýkvöld í sundlauginni Boðið upp á kaffi – sumarsvala og stemningu, Frá kl. 22 verður 16 ára aldurstakmark. 23:00 - 01.00 Lifandi tónlist á Borginni (opið til kl. 03) Gummi Jóns og Hjörtur Guðbjarts leika og syngja (frítt inn). Laugardagur 15. ágúst 10:30 - 23:00 Bjarmanes Café Myndlistarsýningin „Eitt og annað“ – Herdís Þ. Jakobsdóttir. Ljósmyndasýningin „Skepna“ – Vigdís H. Viggósdóttir. 10:30 - 11:30 Froðudiskó á Kaupfélagstúni 10:30 - 12:00 Björgunarsveitin Strönd sýnir bíla og búnað Við Björgunarsveitarhúsið Bjarnabúð. 10:00 - 11:00 Sjósund við Höfðann, mæting við sundlaug Sundlaugin er opin kl 10:00 – 12:00. Lokað eftir hádegi. 12:00 – 13.00 Víðavangshlaup Umf. Fram við Höfðaskóla Skráning á staðnum. 12:00 - 12:30 Björk Skógræktarfélagið gróðursetur bjarkir í skjóli Spákonuhofs. 12:00 – 14:00 Samkaup Úrval býður upp á grillaðar pylsur 13:00 - 18:00 Sveitamarkaður í tjaldi við Árnes Skráning söluaðila; gudlaug.gretars@gmail.com, 893 2645. 13:30 – 14:30 Opið listaverk í Bjarmanesi Linda - listamaður í Nes byrjar á mynd sem gestir geta tekið þátt í. 14:00 – 17:00 Kaffihlaðborð í Bjarmanes Café, með gamaldags ívafi Verð 1.800 kr; 6-11 ára 750 kr.; 0-5 ára frítt. Flaututónlist Sibylle frá Nes listamiðstöð. 14:00 - 16:00 Grímugerð og andlitsmálun (Bjarmanes Café, neðri hæð) 13:00 - 17:00 Árnes, elsta húsið á Skagaströnd Sýningin „Alþýðuheimili 1900-1920“. 13:00 - 18:00 Spákonuhof Spáð í spil, bolla, rúnir og lófalestur. 14:00 – 14:30 Spákonugjörningurinn „Rúnakast – spáð í framtíðina“ Við Spákonuhofið. 14:00 - 15:00 Snarfari – hópreið hestamanna og teymt undir börnum Teymt á Hnappstaðatúni. 13:00 – 15:00 Minigolfmót á svæðinu fyrir ofan Bjarmanes Café Spilaðar sex holur, verðlaun fyrir 1. sæti – frítt. „Hola í höggi“ á Hólanesi Slegið á haf út til að hitta í fljótandi „holu“ (1.000 kr./3 boltar). 13:30 – 17:00 Hoppukastali á Hólanesi 14:00 – 17:00 Loftbolti á sparkvellinum (500 kr. / skipti). 13:00 - 13:30 Söngvaborg – barna og fjölskylduskemmtun Skemmtunin verður á útisviði á Hólanesi. 15:00 - 18:00 Opin vinnustofa í Nes listamiðstöð Kennsla í gerð heimatilbúinna myndavéla (12 ára og eldri). 21:00 - 23:00 Tónleikar á útisviði á Hólanesi Ungir tónlistarmenn hefja skemmtunina og nokkrir eldri og reyndari taka einnig lagið. Guðmundur Egill, Gummi Jóns og fl. Dansatriði frá Nes – Cristine og Beate. 23:00 - 24.00 Varðeldur á Hólanesi Varðeldasöngvar og kvöldstemning. 23:00 - 03:00 Ball á Borginni Hljómsveitin Trukkarnir leikur fyrir dansi (2.000 kr). Sunnudagur 16. ágúst 11:30 – 14:00 Brunch á Borginni 13:00 – 16:00 Gengið á Spákonufell Lagt af stað frá golfvelli – leiðsögn. 13:00 - 21:00 Bjarmanes Café Myndlistarsýningin „Eitt og annað“ – Herdís Þ. Jakobsdóttir. Ljósmyndasýningin „Skepna“ – Vigdís H. Viggósdóttir. 13:00 - 17:00 Lummukaffi í Árnesi, elsta húsinu á Skagaströnd Sýningin „Alþýðuheimili 1900-1920“. 13:00 - 18:00 Spákonuhof Spáð í spil, bolla, rúnir og lófalestur.