02.06.2006
Árlegt Kvennahlaup ÍSÍ verður haldi á Skagaströnd sunnudaginn 11. júní.
Gengið/hlaupið verður frá tjaldstæðinu kl. 17:00
Allar konur geta tekið þátt í Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ á sínum forsendum, óháð aldri og líkamlegri getu.
Skráning er í Söluskálanum, skráningargjald er kr. 1.000
Allir þátttakendur fá bol og verðlaunapening.
01.06.2006
Ágætu Skagstrendingar!
Nú vorar sem óðast eftir síðbúið vorhret og senn líður að sjómannadegi. Það er því kominn tími til að taka til hendinni og þrífa til eftir veturinn. Höfðahreppur býður þá þjónustu
að koma með bíl þriðjudaginn 6. júní nk.til að hreinsa upp rusl sem sett verður út fyrir lóðamörk.
Til að nota þá þjónustu þarf að hafa samband við
Ágúst í síma 899 0895 eða Þröst í síma 892 2933
fyrir hádegi á þriðjudag og greina frá hvaða rusl eigi að taka.
Sveitarstjóri
01.06.2006
Eftir að fréttir um að skrifstofustörf yrðu flutt norður í Húnavatnssýslur í byrjun árs 2006 ákváðu Svæðisvinnumiðlun Norðurlands vestra og Héraðsnefnd Austur Húnvetninga að taka höndum saman og koma á fót námi sem undirbyggi fólk undir slík störf. Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra var fenginn til að skipuleggja námið og halda utan um það.
Vinnumálastofnun, Héraðsnefnd Austur Húnvetninga, Blönduóssbær og Höfðahreppur fjármögnuðu verkefnið með beinum fjárframlögum. Stéttarfélagið Samstaða koma einnig að verkefninu með einstaklingsstyrkjum til sinna félagsmanna. Í upphafi var tekin sú ákvörðun að þegar upp væri staðið þyrfti hver nemandi ekki að greiða nema 10.000 krónur úr eigin vasa.
Námið var 168 kennslustundir að lengd og kennt þrjú kvöld vikunnar, fjóra tíma í senn. Námsgreinar skiptust þannig: Sjálfsstyrking og samskipti 8 kennslustundir, tölvugreinar 84 kest., verslunarreikningur 28 kest., bókhald 36 kest., þjónusta við viðskiptavini 8 kest og gerð ferilskrár 4 kest. Kennsla fór fram í Höfðaskóla og Grunnskólanum á Blönduósi. Ekki var hægt að nýta Námsstofu Skagastrandar í þetta verkefni að þessu sinni vegna stærðar
hópsins.
Þeir nemendur sem stóðust kröfur um mætingu í tölvuhlutanum og próf í verslunarreikningi og bókfærslu fengu nám sitt metið til eininga við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Alls var námið metið til 8 eininga.
Kennarar voru heimamenn fyrir utan þjónustuþáttinn; hann kenndi Erla Björg Guðmundsdóttir frá Símey á Akureyri. Á Skagaströnd voru eftirtaldir kennarar; Björn Ingi Óskarsson, Sigurður Guðmundsson og Jensína Lýðsdóttir. Á Blönduósi voru kennarar; Ingibjörg María Aadnegard, Helgi Arnarson, Vilhjálmur Stefánsson og Kristján Blöndal. Líney Árnadóttir og Sigrún Þórisdóttur frá Svæðisvinnumiðlun Norðurlands vestra kenndu samskipti og sjálfsstyrkingu og Líney sá um ferilskrána.
Þann 31. maí útskrifuðust 19 manns úr náminu á Skagaströnd við hátíðlega athöfn í Kaffi Viðvík. Á Blönduósi fór útskrift fram á kaffihúsinu Við Árbakkann og útskrifuðust 22 nemendur.
29.05.2006
Kosningaúrslit 27. maí 2006.
Á kjörskrá 377
Atkvæði greiddu 332
Á kjörstað 239
Utankjörfundar 93
Kjörsókn 88% ( 1998-91.9%) ( 1994-92.2%)
Á kjörstað:
S-listi 141 59.8%
L-listi 95 40.2%
Auðir/ógildir 3
Utankjörfundar
S-listi 57 62%
L-listi 35 38%
Auður 1
Kosningaúrslit:
S-listi 198 60.4%
L-listi 130 39.6%
Auðir/óg. 4
Í hreppsnefnd til næstu fjögurra ára voru kosin:
af S-lista:
Adolf H. Berndsen
Birna Sveinsdóttir
Halldór G. Ólafsson
af L-lista
Sigríður Gestsdóttir
Erla Jónsdóttir
26.05.2006
AFMÆLISÁR 2006
U.M.F FRAM 80 ÁRA
1926-2006
Í tilefni þess að Ungmennafélagið Fram á 80. ára afmæli á þessu ári voru öllum nemendum Höfðaskóla á Skagaströnd afhentir bolir að göf í dag. Það var stjórn U.M.F Fram sem að stóð fyrir framtakinu en félagið naut að þessu sinni liðsinnis frá FISK Seafood og Landsbankanum. Krakkarnir voru að vonum þakklát og ánægð með gjöfina og staðráðin að taka virkan þátt í sumarstarfi félagsins sem reynt verður að hafa með líflegasta móti í sumar.
Stjórn U.M.F Fram
Halldór, Elva og Róbert
22.05.2006
Framboðsfundur vegna sveitarstjórnarkosninga var haldinn í félagsheimilinu Fellsborg, sunnudaginn 21. maí 2006. Fundinum var þannig stillt upp að fjórir efstu menn á hvoru framboði fluttu framsöguræður í tveimur umferðum. Frambjóðendur ræddu síðan málin í pallborði og svöruðu spurningum frá fundarmönnum. Hvort framboð hafði síðan nokkrar mínútur til að flytja lokaorð.
Fundarstjóri var Steindór R. Haraldsson og tímavörður var Guðbjörg Ólafsdóttir.
Í pallborði urðu líflegar umræður um fjármál og stefnumál framboðanna. Fundurinn sem er eini sameiginlegi vettvangur framboðanna til kynningar á fólki og stefnumálum var vel sóttur en á hann mættu 60-70 manns. Á kjörskrá í Höfðahreppi vegna sveitarstjórnarkosninganna 2006 eru 377 íbúar sem skiptast í 200 karla og 177 konur. Eins og fram hefur komið eru tveir listar í framboði til hreppsnefndar Höfðahrepps, L-listi og S-listi en í hreppsnefnd sitja fimm fulltrúar.
Á fundinum töluðu af hálfu framboðanna.
Af L-lista:
Sigríður Gestsdóttir, Erla Jónsdóttir, Jóhannes Indriðason og Guðjón Ebbi Guðjónsson.
Af S-lista:
Adolf H. Berndsen, Birna Sveinsdóttir, Halldór G. Ólafsson og Jensína Lýðsdóttir.
19.05.2006
Í dag var 90 milljónum króna úthlutað úr Pokasjóði verslunarinnar en sjóðurinn fær tekjur af sölu plastburðarpoka í verslunum. Um 100 verslanir víða um land greiða í sjóðinn.
Í þessari úthlutun fékk Lionsklúbbur Skagastrandar 200 þúsund krónur til að setja upp hringsjá á Spákonufellshöfða en undanfarið ár hefur verið unnið að upplýsingaöflun fyrir verkefnið og jafnframt leitða leiða til að fjármagna verkið.
Í fréttatilkynningu kemur fram, að hlutverk Pokasjóðs er að leggja lið málum sem horfa til almannaheilla á sviði umhverfismála, mannúðar- og heilbrigðismála, menningar og lista og íþrótta og útivistar.
Stærstu framlög úr sjóðnum hafa farið til Skógræktarfélaganna sem hafa fengið samtals 72 milljónir króna. Þá hefur Húsgull, sem unnið hefur að uppgræðslu á Hólasandi, fengið 48 milljónir króna.
700 umsóknir bárust til sjóðsins í ár og námu óskir um framlög um 750 milljónum króna.
Heimild: www.huni.is
19.05.2006
Unglingarnir í félagsmiðstöðinni Undirheimum fengu nýjan skjávarpa í tæka tíð til að horfa á undankeppni Evrovision. Þau vígðu búnaðinn með því að hafa Evrovision og fylgjast með Sylvíu Nótt. Þótt úrslitin hafi auðvitað verið vonbrigði þá var samt góð stemning og búnaðurinn virkaði fínt.
19.05.2006
Sameiginlegur framboðsfundur
vegna sveitarstjórnarkosninga í Höfðahreppi
verður haldinn í Fellsborg
sunnudaginn 21. maí kl. 17:00.
Frambjóðendur L og S-lista munu kynna helstu
stefnumál sín og svara fyrirspurnum kjósenda.
Íbúar á Skagaströnd eru hvattir til að mæta á fundinn og kynna sér sýn framboðanna á málefni sveitarfélagsins.
Umboðsmenn listanna.
16.05.2006
Leiðbeiningar um sveitarstjórnarkosningar á kjörfundi eru aðgengilegar á eftirfarandi vefslóð http://www.kosningar.is/framkvaemd_kosninga/leidbeiningar_fyrir_kjosendur/