09.01.2018
Forritarar framtíðarinnar í Höfðaskóla
Úthlutun hefur farið fram úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar, en tilgangur hans er að efla tækni- og forritunarkennslu í grunn- og framhaldsskólum landsins. Sjóðnum bárust 32 umsóknir í þessari úthlutun, flestar frá grunnskólum. Höfðaskóli var einn af 11 grunnskólum sem fékk úthlutað styrk úr sjóðnum. Styrkirnir eru ýmist í formi tölvubúnaðar og/eða fjárstyrks sem fer í að þjálfa kennara til forritunarkennslu en Höfðaskóli fékk einmitt styrk til þess síðarnefnda.
Sjóðurinn Forritarar framtíðarinnar var stofnaður árið 2014 og hafa veitt styrki árlega til skóla landsins. Áður hafa þrír skólar á Norðurlandi vestra hlotið styrk úr sjóðnum, Árskóli, Grunnskólinn austan Vatna og Blönduskóli. Sjóðurinn er samfélagsverkefni og eru hollvinir sjóðsins Reiknistofa bankanna, Íslandsbanki, Landsbankinn, CCP, Icelandair, Össur, Cyan, KOM, Marel og Advania.
Tækni-og forritunarþekking er afar mikilvæg nú á tímum upplýsingatæknibyltingar og því eru kennarar Höfðaskóla afar spenntir að takast á við verkefnið í vetur. Frá og með næsta vetri er því gert ráð fyrir að forritun verði mikilvægur þáttur í öllu námi nemenda okkar.
05.01.2018
Hvaladráp fyrir 100 árum
Veturinn 1918 var einn hinn kaldasti sem kom á síðustu öld.
Hafís þakti Húnaflóa þannig að ekki var hægt að sækja sér
björg úr sjónum. Fólk frá Skagaströnd gat gengið á ísnum
a.m.k. inn að Laxá í Refasveit án þess að óttast mikið að detta í
vök á milli jaka.
Í þessu ástandi var það því mikið fagnaðarefni þegar uppgötvaðist
að fimm hvalir voru fastir í vök fram af Ytri-Ey. Þeir voru fastir þar
því þeir gátu hvergi annarsstaðar komið upp til að anda.
Hvalirnir voru allir drepnir í vökinni og dregnir upp á ísinn þar sem gert
var að þeim og fólk gerði sér mat úr þeim. Fólk kom víða að framan úr
sveitum til að fá kjötbita og fleira sem hægt var að nýta úr hvölunum.
Beinunum og öðru sem ekki var notað var síðan velt ofan í vökina aftur.
Á þessari einstöku mynd er fjöldi manns að vinna við að drepa og gera
að einum hvalnum úr vökinni. Ein regla var sett á Skagaströnd fyrir þá
sem gengu inn að vökinni en hún var sú að menn máttu ekki vera einir á
ferð því þrátt fyrir allt gat alltaf komið fyrir að menn færu niður úr ísnum.
Það var einmitt það sem kom fyrir mann sem var samferða þeim
Steingrími Jónssyni frá Höfðakoti og Ernst Berndsen frá Karlsskála.
Nafn mannsins er ekki þekkt en hann datt sem sagt í sjóinn gegnum hema
yfir smá vök þegar þeir þremenningarnir voru komnir u.þ.b. hálfa leið frá
Skagaströnd inn að Eyjarey. Ernst og Steingrímur drógu manninn upp og
fylgdu honum til baka. Stóð það á endum að hann komst heim því þá voru
fötin hans orðin svo stokkfreðin að hann var hættur að geta hreyft sig.
Þegar heim kom voru fötin dregin af manninum og hann háttaður í rúmið
og heitt vatn í flöskum sett undir sængina hjá honum. Ekki varð manninum
meint af slysinu og var kominn á hvalskurðinn daginn eftir
(skráð eftir munnlegri frásögn Steingíms Jónssonar).
Myndin tók Evald Hemmert.
Senda upplýsingar um myndina
29.12.2017
Gleðilegt ár
Ljósmyndasafn Skagastrandar óskar öllum gleði og gæfu á árinu 2018
um leið og safnið þakkar alla hjálp og ábendingar á árinu 2017.
Minnum á að við tökum alltaf við myndum sem tengjast Skagaströnd á
einn eða annan hátt.
Myndin er frá áramótunum 2014 tekin af Árna Geir Ingvarssyni.
Lifið heil.
27.12.2017
FLUGELDASALA – BRENNA – BLYSFÖR-FLUGELDASÝNING
Flugeldasala Björgunarsveitarinnar Strandar og Umf. Fram verður í ár að Oddagötu 4 í húsnæði Rauðakrossins. Opnunartímar verða sem hér segir:
Fimmtudaginn 28. des kl. 20-22
Föstudaginn 29. des kl. 16-22
Laugardaginn 30. des kl. 16-23
Sunnudaginn 31. des kl. 11-15
ATH!! Börn yngri en 12 ára fá ekki afgreiðslu nema í fylgd með fullorðnum og unglingar yngri en 16 ára fá ekki afgreidda skotelda.
Blysför - Brenna – Flugeldasýning
Fyrirkomulag áramótabrennu og blysfarar verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Brennan verður staðsett við Snorraberg og blysför mun leggja af stað frá Fellsborg.
Lagt verður af stað frá Fellsborg 20:30 og kveikt verður í brennunni um kl 20:45. Þegar góður eldur er kominn í bálköstinn sjáum við glæsilega flugeldasýningu sem styrkt hefur verið af fyrirtækjum bæjarins.
Þökkum stuðninginn og með von um góða þátttöku
Björgunarsveitin Strönd og Ungmennafélagið Fram
27.12.2017
Fundarboð
Boðað er til almenns fundar í Bjarmanesi á morgun fimmtudag 28.desember kl 20:00. Til fundarins boða áhugamenn um byggingu iðnaðar-/geymsluhúsnæðis á Skagaströnd og er tilgangur fundarins að ræða slíka möguleika. Allir sem hafa áhuga eru velkomnir til fundarins.
Áhugamenn
27.12.2017
Jólin 2017
Jólabarnaball á vegum Lionsklúbbs Skagastrandar
verður ekki haldið í ár 2017,
vegna óviðráðanlega aðstæðna.
Við óskum öllum gleðilegra jóla um hátíðina
og farsælt nýtt ár.
Lionsklúbbur Skagastrandar.
22.12.2017
Ljósmyndasafn Skagastrandar sendir öllum kveðju
og ósk um gleðileg jól 2017 með þessari mynd.
Hún er af krökkum að flytja helgileik í kirkjunni okkar á
aðventukvöldi í desember 2012 og henni fylgir ósk um að
allir finni barnið í sjálfum sér um jólin og njóti þeirra með
þeirri gleði sem einkennir börn á jólunum.
Á myndinni eru frá vinstri:
Hallbjörg Jónsdóttir, Benóný Bergmann Hafliðason,
Hekla Guðrún Þrastardóttir?, Dagný Dís Bessadóttir,
Ástríður Magnúsdóttir, Jóhann Almar Reynisson,
Dagur Freyr Róbertsson, séra Ursúla Árnadóttir,
Snæfríður Dögg Guðmundsdóttir, Aníta Ósk Ragnarsdóttir og
Guðný Eva Björnsdóttir.
Gleðileg jól.
Senda upplýsingar um myndina
21.12.2017
Athygli lesenda vefsins er vakin á því að fundargerðir sameiningarnefndar A-Hún eru aðgengilegar undir flipanum "Sameiningamál" hægra megin á síðunni.
20.12.2017
Opið hús @ Nes Listamiðstöð
Gleðileg jól!
We welcome you to the last Nes opið hús for 2017!
It is a small group...only 6....but we promise it will be cozy and relaxed....
Come and see some lovely paintings, home-made tarot cards and new furniture designs!
miðvikudagur 20th
kl 19.00 - 21.00
Sjáumst þarna þá !
Copyright © 2017 Nes Listamiðstöð Ehf. All rights reserved.
You are receiving this email because you have subscribed to our newsletter or given us your email so we can keep in touch :) How nice!
Our mailing address is:
Nes Artist Residency
Fjörubraut 8
545 Skagaströnd
http:\\neslist.is
You can update your preferences or unsubscribe from this list.
18.12.2017
Jólasveinarnir hafa samið við Foreldrafélag Höfðaskóla um að taka á móti pökkum og bréfum í skólanum fimmtudaginn 21. desember frá kl 18-20:00.
Sjálfir ætla þeir síðan að koma póstinum til skila á Þorláksmessu á milli 16 og 19:00.
Verð fyrir þjónustuna er eftirfarandi:
Bréf 100 kr
Pakki 500 kr
(Ath ekki er posi á staðnum)
Foreldrafélag Höfðaskóla