23.05.2017
Á fundi sveitarstjórnar Skagastrandar 22. maí 2017 var ársreikningur sveitarfélagsins tekin til umfjöllunar og afgreiðslu.
Í ársreikningi kemur fram að rekstrartekjur samstæðunnar voru 559,0 m.kr. en voru 576,6 m.kr. árið 2015 og hafa lækkað um 3,1% milli ára. Rekstrarniðurstaða var jákvæð á árinu um 22,7 m.kr. í samanburði við 33,5 m.kr. jákvæða afkomu árið 2015. Rekstrargjöld samstæðu námu 551,3 m.kr. en voru 561,1 m.kr. 2015. Tap var af rekstri A hluta fyrir afskriftir, fjármunatekjur og fjármagnsgjöld að fjárhæð 1,8 m.kr. en rekstrarniðurstaðan jákvæð um 6,5 m.kr. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar reyndist 26,7 m.kr. betri en fjárhagsáætlun með viðaukum gerði ráð fyrir en rekstrarafkoma ársins var jákvæð um 22,7 m.kr.
Heildareign sveitarfélagsins námu í árslok kr. 1.706 og eigið fé var um 1.247 m.kr. Langtímaskuldir sveitarfélagsins námu 259,2 m.kr. og tilheyra þær eingöngu félagslegum íbúðum. Veltufjárhlutfall samstæðunnar nam 14,59 en var 13,06 í árslok 2015.
Samkvæmt yfirliti um sjóðstreymi var veltufé frá rekstri samstæðunnar 81,7 m.kr. og handbært fé frá rekstri nam 80,5 m.kr. Engin ný lán voru tekin á árinu. Handbært fé samstæðunnar nam 539,9 m.kr. í árslok auk 124,5 m.kr. skammtímaverðbréfaeignar en handbært fé var 490,7 m. kr. í árslok 2015 og þá nam skammtímaverðbréfaeign 142,4 m.kr.
Ársreikninginn í heild má sjá á heimasíðunni undir http://www.skagastrond.is/arsreikningar.asp
23.05.2017
Ágætu Skagstrendingar!
Nú vorar sem óðast og senn líður að sumri. Það er því kominn tími til að taka til hendinni og þrífa eftir veturinn.
Laugardaginn 27. maí er skorað á íbúa að taka sig til og hreinsa bæði hjá sér og í sínu nánasta umhverfi.
Endurvinnslustöðin verður opin kl 13.00 -17.00 og ekkert gjald tekið fyrir þann úrgang sem berst þennan dag.
Sveitarstjóri
23.05.2017
Á fundi sveitarstjórnar 22. maí sl. var tekin til umfjöllunar sú staða sem komin er upp í sjúkraflutningum á svæðinu. Svohljóðandi ályktun var samþykkt samhljóða:
Sveitarstjórn Skagastrandar lýsir miklum áhyggjum af þeirri alvarlegu stöðu sem
komin er upp í sjúkraflutningsmálum í héraðinu og skorar á Velferðarraðuneytið og
Fjármálaráðuneytið að ljúka við gerð kjarasamning við hlutastarfandi sjúkraflutningamenn í samræmi við þá skuldbindingu og ábyrgð sem í starfinu felst.
23.05.2017
Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir eftir starfsmanni til sumarafleysinga fyrir verkstjóra áhaldahúss en einnig eftir flokksstjórum til starfa í Vinnuskóla sveitarfélagsins í sumar. Skilyrði er að umsækjendur séu 20 ára eða eldri og reynsla af sambærilegum störfum kostur.
Umsóknareyðublöð má fá á skrifstofu sveitarfélagsins.
Skráning í vinnuskóla fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir að vinnuskólinn hefji störf í byrjun júní.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofunni í síma 455 2700.
Sveitarstjóri
23.05.2017
Við Höfðaskóla eru lausar kennarastöður fyrir næsta skólaár. Um getur verið að ræða almenna kennslu sem og kennslu verk-og listgreina.
Nánari upplýsingar um störfin veitir skólastjóri, Vera Ósk Valgarðsdóttir, í síma 452 2800.
Skólastjóri
21.05.2017
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar mánudaginn 22. maí 2017 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 8.00.
Dagskrá:
1. Ársreikningur 2016 (seinni umræða)
a. Álit skoðunarmanna
b. Samantekt um ársreikning milli umræðna
c. Ársreikningur 2016 til samþykktar
2. Félagslegar íbúðir
3. Skipun eins fulltrúa í tómstunda og menningarmálanefnd
4. Vegvísir, drög að aðgerðaráætlun fyrir Höfðaskóla
5. Bréf
a. Lyfju hf, Sigurbj. Gunnarssonar, dags. 19. maí 2017
b. Sýslumanns Nl.vestra, dags. 9. maí 2017
c. Samtaka sjárvarútvegssveitarfélaga, dags. 2. maí 2017
i. Ársreikningur 2016
6. Fundargerðir:
a. Aðalfundur Ferðamálafélags A-Hún, 25.04.2017
b. Stjórnar SSNV, 9.05.2017
c. Aðalfundar Farskólans, 10.05.2017
d. Stjórnar Hafnasambands Íslands, 28.04.2017
i. Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2016
7. Önnur mál
Sveitarstjóri
19.05.2017
Diskasala
Á þessari mynd er verið að selja postulínsdiska til styrktar
kirkjubyggingar á Skagaströnd. Á diskunum er mynd og áletrun.
Eins og oft vill verða þá eru þessir diskar að öðlast meira og meira
söfnunargildi eftir því sem lengra líður frá framleiðslu þeirra.
Fólkið á myndinni er frá vinstri: Guðberg Stefánsson (d. 15.9.1991),
Aðalbjörg Hafsteinsdóttir og Jón Ingi Ingvarsson.
Ekki er vitað hvenær myndin var tekin en sennilega hefur það verið
kringum 1990.
Senda upplýsingar um myndinaSkráning
12.05.2017
Skólamynd .
Þessi skólamynd var tekin af stúlkum úr Höfðaskóla á tröppum
"Gamla skólans" eða Bjarmaness eins og húsið heitir.
Í fremri röð eru frá vinstri:
Sigurbjörg Kristjánsdóttir frá Háagerði, Helga Ólafsdóttir í Suður-Skála,
Pálfríður Benjamínsdóttir í Skálholti, Sigríður ?, Þórunn Bernódusdóttir í
Stórholti og Kristín Lúðvíksdóttir í Steinholti.
Aftari röð frá vinstri:
Sigrún Jósteinsdóttir frá Sólvangi, Halla Björg Bernódusdóttir í Stórholti,
Ástríður Bertelsdóttir í Drangey, Dagný ?, Anna Skaftadóttir í Dagsbrún,
Harpa Friðjónsdóttir í Lækjarhvammi og Aðalheiður Jónsdóttir í Hólanesi.
Tröppurnar sem stúlkurnar sitja í voru austan á húsinu með forstofu sem
sér í. Tröppurnar og forstofan hafa nú verið brotin niður og húsið sjálft
verið sett í sitt upprunalega horf. Ekki er vitað hvenær myndin var tekin
en líklega hefur það verið einhverntíma rétt fyrir 1958 þegar
Höfðaskóli var færður í nýtt hús.
Senda upplýsingar um myndinaSkráning
09.05.2017
Kirkjukórar Hólanes- og Sauðárkrókskirkju ætla að sameina krafta sína í Hólaneskirkju á morgun fimmtudag 11. maí kl 20:30. Kórarnir munu flytja létt og skemmtileg lög og Hugrún Sif Hallgrímsdóttir mun syngja einsöng.
Stjórnendur eru Rögnvaldur Valbergsson og Hugrún Sif Hallgrímsdóttir.
Komið og eigið með okkur notalega kvöldstund.
Enginn aðgangseyrir.
06.05.2017
Síldarverksmiðjan í byggingu
Síldaverksmiðjan í byggingu árin 1945 - 1947.
Myndin hefur líklega verið tekin af efstu hæð vinnupalls
sem var utan á stóra verksmiðjuskorsteininum.
Þrærnar sem eru lengst frá á myndinni hafa verið brotnar niður
og fjarlægðar og sama má segja um rörið sem á myndinni liggur
frá verksmiðjunni að mjölskemmunni sem er utan myndar.
Eftir þessu röri var mjölinu blásið heim í skemmuna þar sem það
var sekkjað og geymt þar til það var selt og sent í burtu.
Eins og sjá má á myndinni var hafnargarðurinn - Útgarður- ekki
kominn nema að litlu leiti.