Fréttir

Lokað fyrir vatn

Lokað verður fyrir vatn í dag, mánudaginn 19. desember, frá hádegi og fram eftir degi í efri hluta Bogabrautar, efri hluta Fellsbrautar og Hólabrautar ofan Sólarvegar Sveitarstjóri

Opið hús desember 2016

Laugardagur 17 desember 15.00 - 17.00 Come watch animation and video works, and a performance with puppetry! Some works are also for sale, including Photos and Jewellery :) Allir eru velkomnir!

Mynd vikunnar

Róið í land. Þegar vélin bilar er gott að geta gripið til vöðvaaflsins til að koma sér í land. Á þessari mynd eru mágarnir Hjörtur Guðmundsson til vinstri og Stefán Jósefsson til hægri að róa í land með bilaðan utanborðsmótor á lítilli skektu í austan kælu.

Jólasveinapóstur

  Jólasveinarnir hafa samið við Foreldrafélag Höfðaskóla um að taka á móti pökkum og bréfum í skólanum fimmtudaginn 22. desember frá kl 18-20:00. Sjálfir ætla þeir síðan að koma póstinum til skila á Þorláksmessu á milli 16 og 19:00. Verð fyrir þjónustuna er eftirfarandi:                                          Bréf 100 kr Pakki 500 kr (Ath ekki er posi á staðnum)     Foreldrafélag Höfðaskóla

Húsaleigubætur verða húsnæðisbætur

Frá og með áramótum verður sú breyting að sveitarfélagið hættir að greiða húsaleigubætur en þess í stað verða teknar upp húsnæðisbætur sem verða í umsjá Greiðslustofu húsnæðisbóta https://husbot.is/ Húsnæðisbætur eru mánaðarlegar greiðslur sem eru ætlaðar til að aðstoða þá sem leigja íbúðarhúsnæði, hvort sem er í félagslega kerfinu, námsgörðum eða á hinum almenna leigumarkaði „út í bæ“. Greiðslustofan er hluti af Vinnumálastofnun sem annast framkvæmd laga nr. 75/2016 um húsnæðisbætur og tekur ákvarðanir um rétt til húsnæðisbóta. Almenn afgreiðsla er í höndum Greiðslustofu húsnæðisbóta á Sauðárkróki. Opnunartími. Afgreiðsla er opin frá kl. 09:00 - 15:00 alla virka daga. Skrifstofan er á Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki. Sími: 515-4800 Netfang: husbot@vmst.is

Afmælis og útgáfuhóf UMF Fram.

Afmælis og útgáfuhóf Mánudaginn 19. desember klukkan 18:00 býður ungmennafélagið Fram uppá súpu og brauð í Fellsborg í tilefni 90 ára afmælis félagsins. Lárus Ægir Guðmundsson mun kynna nýútkomna bók sína um 90 ára sögu Ungmennafélagsins Fram. Eigum notalega stund saman á aðventunni og fögnum farsælu starfi Ungmennafélagsins í 90 ár. stjórn Ungmennafélagsins Fram

Fellsbraut lokuð vegna fráveituframkvæmda

Fimmtudaginn 15. desember verður Fellsbraut lokuð frá húsi nr 9 að húsi nr. 17 vegna framkvæmda við fráveitu. Lokað verður frá morgni og fram eftir degi. Sveitarstjóri

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2016/2017

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. Ákvæðum reglugerðar nr. 641/2016 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2016/2017   Vesturbyggð (Patreksfjörður) Kaldrananeshrepp (Drangsnes)   Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggðalögum sbr. auglýsingu nr. 1081/2016 í Stjórnartíðindum   Sveitarfélagið Ölfus (Þorlákshöfn) Sveitarfélagið Garður Vesturbyggð (Brjánslækur, Bíldudalur) Sveitarfélagið Skagaströnd Fjallabyggð (Siglufjörður, Ólafsfjörður) Langanesbyggð (Þórshöfn, Bakkafjörður)   Umsóknum skal skilað til Fiskistofu á eyðublaði sem er að finna hér.  Umsóknum þarf að fylgja samningur við vinnslu á eyðublaði sem er að finna hér.  Vakin skal athygli á því að umsóknin telst ekki gild nema samningur um vinnslu fylgi.   Umsóknarfrestur er til og með 28. desember 2016.   Fiskistofa 9. desember 2016  

Mynd vikunnar

Áhöfn Húna 1 Áhöfn Húna 1 prúðbúin á góðri stund. Aftari röð frá vinstri: Gunnar Sveinsson, Gylfi Sigurðsson, Sigmundur Magnússon og Indriði Hjaltason (d. 2.4.2006). Sitjandi frá vinstri: Gunnar Albertsson, Guðmundur Lárusson og Hákon Magnússon. Hákon og Gunnar voru meðal eigenda Húna og var Hákon farsæll skipstjóri en Gunnar var vélstjóri um borð. Ekki er vitað hvenær myndin var tekin en hún kemur úr safni Gunnars Albertssonar.

Jólabókakvöld í Bjarmanesi

mánudaginn 12. desember kl. 20.00 Heimamenn lesa úr eftirtöldum bókum: Sara Diljá Hjálmarsdóttir Ör Sigríður Stefánsdóttir Tvísaga Lilja Ingólfsdóttir Hestvík Lárus Ægir Guðmundsson Skátarnir á Skagaströnd Ólafur R. Ingibjörnsson Útkall Jón Ólafur Sigurjónsson Eyland Guðmundur Ólafsson Verndarinn Dagný M. Sigmarsdóttir Tengdadóttirin Ástrós Elísdóttir Nóttin sem öllu breytti Aðgangur ókeypis. Allir hjartanlega velkomnir. Bjarmanes verður með kakó, kaffi og vöfflur til sölu.