07.05.2009
Nú er dögun nýs lýðveldis! Maður gengur inn í nýjan heim við Hverfisgötuna í Reykjavík. Flóttamannabúðir fyrir utan Þjóðmenningarhúsið eru táknmynd þess hvernig komið er fyrir sjálfstæði Íslands á tímum efnahagslegrar kreppu, fólk er svo gott sem fangar í eigin landi.
Hermenn Sameinuðu þjóðanna, friðargæsluliðar og varðliðar í flóttamannabúðum taka á móti fólki við hliðið og aðstoða það í neyð sinni.
„Þjóðmenning“ er hin eina sanna menning, hún er tilbúin, orðin til, býður ekki upp á neina sköpun. Hún er safn úr liðnum tíma, glötuðum tíma, fortíðinni.
Vegabréfsáritun þarf til að fá inngöngu á nýtt svæði, oft þarf að framvísa skilríkjum á leiðinni.
Safnið er tákn fyrir eilífa þekkingarleit mannsins, leit hans að samhengi hlutanna. En þegar hlutir eru teknir úr náttúrulegu umhverfi sínu og komið fyrir í umsjón ríkis eða valds glata þeir merkingu sinni.
Hvað er mannkynssaga annað en safn minninga? Heilabú aldraðrar manneskju gæti verið táknmynd fyrir sögu. Hver einstaklingur er safn visku, erfðaminnis, safn þekkingar og upplýsinga sem eru geymdar á ólíkum stöðum í líkamanum.
Á meðan á sýningunni stendur verða áhorfendur leiddir í gegn um völundarhús mann- og kvenkynssögunnar. Þjóðmenningin verður stríðsmenning og ekkert verður aftur samt.
„Gerðu það sjálfur“, dráps-prógramm, þjóðhetjur, þjóðsöngvar, nóg af brauði fyrir alla; af moldu ertu kominn og að moldu skaltu aftur verða.
Sýningar, gjörningar og tónlist. Tala fallinna er óviss. Dauði sagnfræðilegs erfðaminnis er mögulegur.
Safnið er athvarf og án athvarfsins er það ekki til. Safnið er skjól. Verkin eru í skjóli fyrir veðri og vindum, alls kyns hættum og síðast en ekki síst hvers lags efasemdum.
Leiðsögn
Margrét Vilhjálmsdóttir, leikkona og listrænn stjórnandi, fer fyrir hópi listamanna sem leiðir gesti Þjóðmenningarhússins um gjörning um landamæri og skrifræði og leiksýningu um stríðsmenningu.
Hópurinn flytur þetta eldfima efni inn í Þjóðmenningarhúsið, tákn fyrir íslenskt lýðræði og sjálfstæði. Hið virðulega Þjóðmenningarhús verður vettvangur stríðsátaka, kvenfrelsisbaráttu, stríðs og friðar.
Leikrit inni í leikritinu fjallar um konur sem hittast eftir langvarandi stríð, höfundur þess er Hrund Gunnsteinsdóttir.
Stjórnendur
Aðrir listrænir stjórnendur eru Eva Rún Snorradóttir, Friðgeir Einarsson, Karl Ágúst Þórbergsson, Gunnar Tynes (tónlist), Þórunn Elísabet Sveinsdóttir (búningar), Frosti Friðriksson og Þórunn E. Sveinsdóttir (leikmynd), Arnar Ingvarsson (ljós og hljóð). Flytjendur: Aðalbjörg Árnadóttir, Magnea Valdimarsdóttir, Halldóra Malin Pétursdóttir, Helga Rakel Rafnsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, María Pálsdóttir, Gríma Kristjánsdóttir, Íris Stefanía Skúladóttir, Sigríður Eir Zophoníasardóttir, Halla Mía Ólafsdóttir, Reynir Örn Þrastarson, Halga Birgisdóttir, Varsjárbandalagið, ásamt fjölmörgu listafólki.
06.05.2009
Tómstunda- og menningarmálanefnd auglýsir eftir umsóknum um styrki úr menningarsjóði Skagastrandar.
Styrkir eru veittir samkvæmt samþykkt um menningarsjóðinn og miða að því að styrkþegar efli menningu í sveitarfélaginu.
Er þá átt við myndlist, tónlist, leiklist, ritlist, varðveislu menningar, menningarviðburði og yfirleitt flest það sem flokka má sem menningu. Sjá nánar hér:
http://www.skagastrond.is/frettir/users3/stjori/menningarsjodur2009.pdf
Skilyrði fyrir styrkveitingu skulu einkum vera þessi:
- Umsækjandi eigi heimilisfesti í sveitarfélaginu
- Umsóknin falli að markmiðum sjóðsins.
Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem fást á skrifstofu sveitarfélagsins og hér:
http://www.skagastrond.is/frettir/users3/stjori/umsokn_styrkir.pdf
Umsóknarfrestur er til föstudagsins 22. maí 2009.
Fyrir hönd tómstunda- og menningarmálanefndar
Jensína Lýðsdóttir, formaður
04.05.2009
Lucas Gervilla heitir brasilískur vinur Skagastrandar. Hann var hérna í vetur hjá Nes listamiðstöðinni og kunni afar vel við sig.
Hann er hefur sett lítið myndband á Youtube um Skagaströnd og er slóðin þessi:
http://www.youtube.com/watch?v=Wcu5Pww6VNE.
Lucas er nú að vinna að uppsetningu á sýningu á verkum sínum frá Íslandi og vonandi lætur hann okkur vita nánar um hana síðar.
30.04.2009
Vortónleikar Tónlistarskólans á Skagaströnd voru 28. apríl í Hólaneskirkju. Gestir fylltu kirkjuna og skemmtu sér afar vel enda allir nemendurnir að sjálfsögðu hæfileikamiklir og áhugasamir um tónlist.
Meðfylgjandi myndir tók Ingibergur Guðmundsson.
29.04.2009
María Magnúsdóttir Bogabraut 24 á Skagaströnd verður 90 ára föstudaginn 1. maí
Af því tilefni mun hún taka á móti gestum í félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd á afmælisdaginn kl 15.00-19.00
Afmælisbarnið hefur ekki áhuga á öðrum gjöfum í tilefni dagsins en glaðlegum brosum og hlýjum handtökum.
28.04.2009
Rauða krossdeild Skagastrandar verður með fatamarkað í húsi deildarinnar að Vallarbraut 4, föstudaginn 1. maí frá kl. 13:00 til 17:00.
Seld verða föt á vægu verði. Á staðnum verður líka vöfflusala og eru allir velkomnir.
16.04.2009
Myndlistarkonan Kate Dambach verður spyrill í spurningakeppninni DREKKTU BETUR á föstudagskvöldið þann 17. apríl..
Hún kemur frá Bandaríkjunum en er hér á vegum Nes listamiðstöðvar og kann bara ágætlega við sig á Skagaströnd.
Kata lofar að vera með skemmtilegar og fræðandi spurningar. Hún spyr á ensku en Ólafía Lárusdóttir þýðir spurningarnar jafnóðum.
Allir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til að fjölmenna og njóta flottrar skemmtunar.
16.04.2009
Í kvöld verður kynningarfundur í kvöld kl.20 í Félagsheimilinu Fellsborgá vegum Sparnaðar ehf.
Fyrirtækið er ráðgjafafyrirtæki sem hefur sett sér það markmið að auka samkeppni á fjármálamarkaði með nýjungum í ráðgjöf, vörum og hugsun.
Hagkerfi Sparnaðar vinnur út frá hugmyndafræðum Ingólfs H. Ingólfssonar sem snýst m.a. um að greiða hratt niður skuldir, hafa gaman af því að nota peningana, spara og byggja upp eignir.
Með Hagkerfi Sparnaðar fá viðskiptavinir aðgang að hugbúnaði til þess að ná stjórn á fjárstreymi heimilisins.
Öllum eru velkomnir.
14.04.2009
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar
miðvikudaginn 15. apríl 2009 í Bjarmanesi kl 800.
Dagskrá:
1. Kjörskrá vegna Alþingiskosninga 25. apríl 2009.
2. Verkefni og framkvæmdir 2009.
3. Umsókn til Menningarráðs Nl. vestra.
4. Skýrsla atvinnuráðgjafa um hótel.
5. Bréf:
a) Björgunarsveitarinnar Strandar, dags. 26. apríl 2009.
b) Þórs Magnússonar, fyrrv. þjóðminjavarðar, dags. 24. mars 2009.
6. Fundargerðir:
a) Færðslunefndar, 5.03.2009.
b) Stjórnar Félags- og skólaþjónustu A-Hún. 24.03.2009.
c) Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra, 6.03.2009.
d) Stjórnar SSNV, 17.03.2009.
e) Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 27.02.2009
f) Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 26.03.2009
7. Önnur mál
Sveitarstjóri
08.04.2009
Á skírdagskvöld býður Hólaneskirkja til tónleika með hinni frábæru söngkonu Guðrúnu Gunnarsdóttur. Hún mun syngja sín ljúfu lög við undirleik Valgeirs Skagfjörð.
Enginn aðgangseyrir. Fjölmennum í kirkjuna og eigum saman notalega stund.