Skákvika á Skagaströnd.

Vikuna 23.-27. janúar verður Skákvika í Höfðaskóla í samstarfi við skákfélagið Hrókinn. Róbert Harðarson alþjóðlegur skákmeistari verður á Skagaströnd þessa daga og mun hann kenna skólabörnum auk þess að vera með skákæfingar, fjöltefli og hraðskákmót. Hrókurinn hefur að undanförnu staðið fyrir öfluga skákstarfi á Íslandi svo og erlendis. Stuðningsaðilar skákvikunnar eru Fisk Seafood, Landsbanki Íslands og Marska ehf.

ÞORRABLÓT 2006

ÞORRABLÓT 2006 Þorrablótið verður haldið laugardaginn 28.janúar 2006 í Fellsborg. Dagsskrá: Húsið opnar kl:20:00. Borðhald hefst kl:20:30. Veislustjóri er Lárus Ægir. Skemmtatriði að hætti heimamanna. Hljómsveitin VON frá Sauðárkróki heldur uppi dúndurfjöri fram eftir nóttu. Miðar verða seldir sunnudaginn 22.janúar kl. 12:00 í andyri Fellsborgar. Miðaverð kr. 4.800.- Miðaverð eldriborgara og unglinga fæddir 1990 kr. 3.800.-

„Um áætlunarakstur milli Skagastrandar og Blönduóss.

Eins og Skagstrendingar og nærsveitamenn hafa væntanlega tekið eftir þá þurfa farþegar, sem eru að koma eða fara á leiðinni Skagaströnd – Blönduós, að hafa samband við sérleyfishafa leiðarinnar milli Reykjavíkur - Akureyrar með a.m.k. 6 tíma fyrirvara til að fá þjónustu. Þetta er í samræmi við útboð Vegagerðarinnar og samnings hennar og Hópferðamiðstöðvarinnar-TREX frá því í nóvember s.l.. Til að njóta þjónustunnar er hægt að hafa samband við umsjónarmann leiðarinnar, Óskar Stefánsson í GSM 699 3219 eða við Hópferðamiðstöðina – TREX í síma 587 6000.“ Jón Gunnar Borgþórsson, framkvæmdastjóri Hópferðamiðstöðin/TREX Hestháls 10, 110 - Reykjavík. Sími 587 6000, Fax 567 4969, www.trex.is - www.vesttravel.is

Úrslit í flugeldapotti 2005

Björgunarsveitin Strönd og UMF. Fram voru með árlega flugeldasölu sína fyrir áramótin og seldust allar flugeldabirgðir upp. Að venju var dregið úr potti en þeir sem versluðu fyrir 15.000 krónur eða meira komust í pottinn. Það var svo lokahnikurinn á flugeldasölu ársins að afhenda vinningshafanum verðlaunin sem var að sjálfsögðu vegleg flugeldaveisla. Vinningshafi árins 2005 var Jón Heiðar Jónsson, en hann hefur stutt duglega við flugeldasöluna í gegnum árin. Flugeldasalan er ein mikilvægasta fjáröflun félaganna og þakka þau veittan stuðning í gegnum árin.