29.08.2011
Í maí 2011 tók til starfa nýr réttindagæslumaður fatlaðs fólks á Norðurlandi. Starfið er á vegum Velferðarráðuneytisins og nýtur réttindagæslumaður lögfræðilegrar aðstoðar þaðan. Svæðið sem nýtur þjónustu réttindagæslumanns er frá Hrútafirði til vesturs og að Bakkafirði til austurs. Á sama tíma og starfshlutfall réttingæslumanns var aukið í 75%, þá voru skyldur réttindagæslumanns einnig auknar frá því sem áður var skilgreint í lögum. Það starf sem réttindagæslumaður hefur með höndum samkvæmt reglugerðum í dag er:
· Fylgist með högum fatlaðs fólks og aðstoðar það við hvers konar réttindagæslu.
· Fatlað fólk getur leitað til réttindagæslumanns með hvaðeina sem varðar réttindi þess.
· Réttindagæslumaður veitir, þeim sem leita til hans, stuðning og aðstoðar hann við að leita réttar síns.
· Réttindagæslumaður getur tekið upp mál að eigin frumkvæði.
· Hver sá sem telur að brotið sé á réttindum fatlaðs fólks getur tilkynnt það réttindagæslumanni.
· Réttindagæslumaður stendur fyrir fræðslu fyrir fatlað fólk og þá sem starfa með því.
Sjá nánar um hlutverk réttindagæslumanns fatlaðs fólks í lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk; http://www.althingi.is/altext/139/s/1806.html
Áætlað er að trúnaðarmaður komi reglulega einu sinni í mánuði á Blönduós og verði með viðtöl við þá sem vilja. Næsta heimsókn á Blönduós er 9 september. En réttindagæslumaður mun vera á Blönduósi annan föstudag í mánuði fram til áramóta.
Guðrún Pálmadóttir er skipuð réttindagæslumaður á Norðurlandi til 1 árs. Hún hefur unnið sem þroskaþjálfi og ráðgjafi frá útskrift 1988 úr Þroskaþjálfaskólanum. Hún var uppeldislegur og meðferðalegur ráðgjafi í sínu starfi fyrir Félagsþjónustu Húnvetninga á árunum 1988- 2005. Árið 2004 lauk hún námi í EHÍ í verkefnastjórnun og vann frá 2005 - 2007 við að skipuleggja heimaþjónustu hjá Akureyrarbæ. Hún hefur verið að vinna við stuðning innan félagsmálakerfisins og fleiri verkefni eftir að hafa lokið BA í sálfræði vorið 2010.
Guðrún Pálmadóttir
gudrun.palmadottir@rett.vel.is
858 1959
Aðsetur á Akureyri: Skrifstofa hjá Vinnueftirlitinu,
Skipagötu 14, 4. Hæð
25.08.2011
Konukvöld verður haldið laugardaginn 27. ágúst Kl.20:30 í Café Bjarmanes.
Þema kvöldsins er rautt. Gaman væri að mæta í rauðri flík eða með rauðan hatt eða rautt hárskraut, skart eða mæta í rauðu dansskónum sínum.
Sigga Kling mætir á svæðið og er með alveg nýtt prógram.
Tískúsýning frá Litlu Skvísubúðinni, og skvísur frá Skagaströnd sýna.
Andrea Kasper verður með zúmbakynningu. Guðlaugur Ómar mætir á svæðið og heldur uppi fjörinu með söng og gítarleik. Miðaverð er 1500. Kr.
p.s. Strákar þið megið koma kl. 23:30.
Café Bjarmanes.
24.08.2011
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar
fimmtudaginn 25. ágúst 2011 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 800.
Dagskrá:
1. Framkvæmdir ársins
2. Staðgreiðsla janúar – júlí 2011
3. Grunnskólinn
a) Starfsmannahald /skóladagatal
b) Samningur um skólamáltíðir
4. Lokun urðunarstaðar við Neðri Harrastaði
5. Bréf
a) Ungmennafélags Íslands, dags. 27. júní 2011.
b) Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands, dags. 4. júlí 2011.
c) Húnaþings vestra, dags. 30. júní 2011.
d) Umhverfisráðuneytis, dags. 30. júní 2011.
e) Umhverfisstofnunar, dags. 19. maí 2011.
f) Heilbrigðiseftirlits Nl.vestra, dags. 7. júní 2011.
g) Orkusölunnar, dags. 1. júní 2011.
h) SSNV, dags. 14. júní 2011.
6. Fundargerðir
a) Fræðslunefndar, 27.06.2011.
b) Fræðslunefndar, 18.08.2011.
c) Skipulags- og byggingarnefndar, 25.07.2011
d) Tómstunda- og menningarmálanefndar, 15.06.2011
e) Tómstunda- og menningarmálanefndar, 28.06.2011
f) Tómstunda- og menningarmálanefndar, 06.07.2011
g) Tómstunda- og menningarmálanefndar, 14.07.2011
h) Tómstunda- og menningarmálanefndar, 20.07.2011
i) Tómstunda- og menningarmálanefndar, 27.07.2011
j) Stjórnar Félags- og skólaþjónustu A-Hún, 27.05.2011
k) Stjórnar Byggðasamlags um menningu og atvinnumál í A-Hún, 27.06.2011
l) Stjórnar SSNV, 08.06.2011
m) Stjórnar SSNV, 07.07.2011
n) Stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, 27.05.2011
o) Stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, 24.06.2011
p) Heilbrigðisnefndar Nl. vestra, 06.06.2011
7. Önnur mál.
Sveitarstjóri
24.08.2011
Djásn & dúllerí…er að fara í frí….
Sunnudagurinn 28. ágúst er síðasti opnunardagur fyrir vetrarfrí hjá handverks og hönnunargalleríinu á Skagaströnd sem staðsett er í kjallaranum á gamla kaupfélagshúsinu við höfnina.
Opið er frá kl.14 -18 eins og alltaf. Bæjarbúar og nærsveitamenn eru hvattir til að koma og gera góð kaup á íslensku handverki og hönnun úr heimabyggð,…. eða bara kíkja í kaffi. J
Djásn & dúllerí
24.08.2011
Fyrri haustgöngur fara fram sunnudaginn 11. september 2011. Seinni haustgöngur fara fram sunnudaginn 18.september 2011. Eftirleitir verða 24.september 2011.
Gangnaforingi er Rögnvaldur Ottóson
Réttarstjóri í fjárrétt Sigrún Guðmundsdóttir
Réttarstjóri í hrossarétt er Rögnvaldur Ottósson
Farið fram Hrafndal og fram í Ármót, vestur Brandaskarð með hreppagirðingu að norðan. Spákonufellsborg að sunnanverðu að Hrafná að Fellsrétt. Undanskilin er skógræktargirðing.
Í borgina leggi eftirtaldir til menn:
Fyrri göngur Seinni göngur
Rögnvaldur Ottósson 1 1
Hallgrímur Hjaltason 3 3
Magnús Guðmannsson 1 1
Guðjón Ingimarsson 2 2
Rúnar Jósefsson 1 1
Vignir Sveinsson 1 1
Sævar Hjaltason 1
Í eftirleit fara fjórir menn. Þær annast Rögnvaldur Ottósson.
Með vísan til 20. greinar fjallskilareglugerðar „Hafi búfjáreigandi engan hæfan mann til fjallskila og getur eigi útvegað hann, skal hann tilkynna hreppsnefnd eða fjallskilastjóra það skriflega fjórum dögum áður en fjallskilin eiga að vinnast, en þessir aðilar útvega mann eða annað sem vantar, svo sem hesta eða fæði, og borgar þá búfjáreigandi allan kostnað, sem af fjallskilum leiðir, án tillits til mats á þeim“
Að öðru leyti en hér greinir fer um skyldur og réttindi manna eftir fjallskilasamþykkt fyrir Austur-Húnavatnss
Fjallskilanefnd Skagabyggðar, Skagabúð 21.ágúst 2011
23.08.2011
Lokað verður fyrir vatnið í Mýrinni og á Hólanesinu fimmtudaginn 25. ágúst 2011
frá kl. 8:00 og fram eftir degi.
Sveitarstjóri.
22.08.2011
Mjög áhugaverð námskeið í upphafi skólastarfs fyrir alla starfsmenn skóla Húnavatnssýslna og grunnskóla Borðeyrar.
Námskeiðið var tvískipt. Fyrir hádegi kynnti Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, ráðgjafi, hvað vinnst við að gerast þátttakandi í verkefninu:“ Heilsueflandi skóli. „
Heilsueflandi skóli :
· Stuðlar að góðri heilsu og líðan nemenda og starfsfólks skólans.
· Bætir námsárangur
· Heldur á lofti félagslegu réttlæti og jafnréttissjónarmiðum
· Stuðlar að öruggu skólaumhverfi
· Tengir saman heilsu- og menntamál
· Tekur á heilsu og vellíðan alls starfsfólks skólans
· Fléttar heilsumálin saman við daglegt skólalíf, námskrá og árangursmat
· Setur sér raunhæf markmið sem byggja á nákvæmum upplýsingum og traustum vísindalegum gögnum
Eftir hádegi fræddi Auður Pálsdóttir, Menntavísindasviði Háskóla Íslands okkur um sjálfbærni og menntum
· Kynnt voru hugtökin sjálfbær þróun og sjálfbærnimenntun
· Sagt var frá hvaðan þau koma inn í íslenska aðalnámskrá
· Fjallað um hvaða áhrif þau hafa á skipulag skólastarfsins, bæði inntak og aðferðir.
· Í hópvinnu var rætt og gerðar tillögur um hvernig megi vinna að sjálfbærnimenntun
Námskeiðið var skipulagt af skólastjórum grunnskólanna og Fræðsluskrifstofu A-Hún. og haldið í félagsheimilinu á Blönduósi.
Þátttakendur voru 100 og lýstu þeir mikilli ánægju með daginn.
Mynd: Þátttakendur og leiðbeinendur.
15.08.2011
Frá og með mánudeginum 15. ágúst er sundlaugin á Skagaströnd opin
kl 9 - 12 og 13 – 18 mánudaga til föstudaga og
kl 13 – 17 laugardaga og sunnudaga.
Miðvikudaginn 24. ágúst nk. hefst skólasund og þá verður lokað fyrir almenna notkun sundlaugar.
Sveitarstjóri
11.08.2011
Um 1600 manns hafa komið í Djásn og dúllerí það sem af er sumri og vænta má þess að talan eigi eftir að hækka nokkuð um kántýdagana.
Í galleríinu er gott og vandað vöruúrval handverks, hönnunar og myndlistar eftir fólk af væðinu og það er alltaf heitt á könnunni.
Á kántrýdögum verður opnunartíminn legndur aðeins, það verður opið frá 11-18.
11.08.2011
Þetta er dagurinn. Já, dagurinn sem þetta allt byrjar á. Á Skagagströnd er sól og rjómalogn og sextán stiga hiti og undirbúningur fyrir Kántrýdaga sem hefjast á morgun er á fullu.
Út um allan bæ er fólk að störfum. Við liggur stríði á milli gatna. Allir vilja skreyta sína götu sem best og helst miklu meir og betur en nágrannarnir. Og í gærkvöldi var línan lögð. Íbúar á Suðurvegi byrjuðu að skreyta. Sunnuvegurinn vildi ekki láta sitt eftir liggja og marglitar veifur skreyta Fellsbrautina.
Í miðbænum er verið að reisa hátíðartjaldið. Þar ganga vörpulegir kallar um völl, betir að ofan og hnykla vöðvana. Fjöldi kvenna hefur lagt leið sína um svæðið og segist vera að fylgjast með framkvæmdum.
En framkvæmdirnar þurfa ekki alltaf að vera stórkostlegar þó árangurinn af hinu smáa sé frábær. Borðar prýða allar hurðir á Suðurveginu, á Hólabrautinni er stór borði og þangað eru allir boðnir velkomnir.
Og mannlífið hefur tekið breytingum. Spenna er í loftinu og hamarhögg og hlátrasköll bergmála um bæinn. Börnin hlaupa til og frá og segjast vera að aðstoða, gægjast yfir í næstu götur og njósna um það sem þar er að gerast.
Hallbjörn kúreki Hjartarson gengur heimspekilegur um götur og spáir í Kántrýdaga og honum hugast áreiðanlega vel það sem hann sér.