01.03.2010
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar
miðvikudaginn 3. mars 2010 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 800.
Dagskrá:
1. Þriggja ára áætlun Sveitarfélagsins Skagastrandar
2. Fjárhagsáætlanir byggðasamlaga
a) Byggðasamlags um menningar- og atvinnumál
b) Félags- og skólaþjónustu A-Hún
3. Kynning á atvinnuráðgjöf SSNV
Jón Óskar Pétursson og Stefán Haraldsson
4. Kynning Arkitektastofunnar Form.
5. Aðalskipulag Skagastrandar
6. Kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu
7. Bréf:
a) Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, 31. jan. 2010.
b) Smábátfélagsins Skalla, 3. febrúar 2010.
c) Undirbúningsnefndar Ís-Landsmóts, dags. 11. febrúar 2010.
d) Náttúrustofu Norðurlands vestra, dags. 8. febrúar 2010.
e) Lánasjóðs sveitarfélaga, dags. 24. janúar 2010.
f)Ungmennafélags Íslands, dags. 28. janúar 2010.
g) Umhverfisstofnunar, dags. 5. janúar 2010.
8. Fundargerðir:
a) Fræðslunefndar, 4.02.2010
b) Byggingarnefndar, 1.03.2010
c) Vinnufundar um aðalskipulag, 19.01.2010.
d) Stjórnar Félags- og skólaþjónustu A-Hún
e) Stjórnar Byggðasamlags um Tónlistarskóla A-Hún
f) Stjórnar Byggðasamlags um menningar- og atvinnumál, 20.01.2010
g) Samvinnunefndar um svæðisskipulag A-Hún. 19.01.2010
h) Stjórnar Byggðasafnsins á Reykjatanga, 13.01.2010.
i) Stjórnar SSNV, 18.01.2010
j) Stjórnar SSNV, 9.02.2010
k) Menningarráðs Norðurlands vestra, 3.02.2010
l) Sambands ísl. sveitarfélaga, 29.01.2010
9. Önnur mál
Sveitarstjóri
26.02.2010
Fjölskylduhátíð verður dagana 26. - 28. febrúar á skíðasvæðinu í Tindastóli. Þar verður sett upp ævintýrabraut, snjóraft og fleira.
Þá verður Vetrarleikabrenna á föstudagskvöldinu og kvöldvaka á laugardeginum í reiðhöll Skagfirðinga. Það er ekki skilyrði að geta staðið á skíðum eða snjóbrettum til að geta skemmt sér á Vetrarleikunum.
Föstudagskvöld 26. febrúar
kl. 19:00
Safnast saman við íþróttahúsið á Sauðárkróki og gengið í skrúðgöngu að kirkjunni. Setning Vetrarleikanna, Vetrarleikabrenna, söngur og samvera.
Laugardagur 27. febrúar
Skíðasvæðið í Tindastól
Ævintýrabraut Vetrarleikanna
kl. 11:00
Fyrirkomulag kynnt og skráning
kl. 11.30
Ævintýrabrautin opnar
kl. 12.30
Hádegishlé í eina klst.
kl. 15:30
Skíðað niður í bæ eftir ákveðinni braut.
Sund og afslöppun á Sauðárkróki (180 kr. fyrir börn/380 kr. fyrir fullorðna)
kl. 19.00 Pizzahlaðborð og kvöldvaka í reiðhöllinni Svaðastöðum (pizzuhlaðborð ekki innifalið í þátttökugjaldinu – kostar 800 kr. á barn/1400 kr. á fullorðinn).
Á kvöldvökunni verða dregnir út fjöldi glæsilegra vinninga og því þarf að halda vel utan um númerin sem úthlutað er við skráningu á leikana.
Sunnudagur 28. febrúar
kl. 11.00
Skíðaleikar
Samhliða svig, foreldrar og börn keppa við hvert annað.
Grín og glens!
kl. 12.30
Hádegishlé í eina klst. Fiskur í fjalli í boði Fisk Seafood.
Þátttökugjald 1500 kr á mann fyrir 4 ára og eldri (lyftugjöld ekki innifalin).
Umf. Fram verður með rútuferðir á leikana bæði laugardag og sunnudag og eru ferðirnar þátttakendum að kostnaðarlausu. Lagt verður af stað kl.10.00 báða dagana og farið heim að lokinni dagskrá (eftir kvöldvökuna á laugardagskvöldið).
Skráning í rútuna þarf að fara fram fyrir kl. 20:00 á föstudagskvöldið í símum 895 5472 (Dísa), 862 6997 (Björk) og 845 2991 (Elva) sem einnig gefa nánari upplýsingar – ekki er hægt að ganga að því vísu að fá sæti í rútunni eftir að skráningu lýkur.
Börn fædd 1998 og síðar þurfa að vera í umsjón einhvers fullorðins í ferðinni. En við viljum benda á að leikarnir eru hugsaðir sem fjölskylduhátíð og ekki þarf að vera á skíðum til þess að geta tekið þátt í dagskránni.
Tökum þátt í frábærri skemmtun og eigum góða helgi saman. Frekari upplýsingar má einnig finna á heimasíðu Tindastóls, www.tindastoll.is
26.02.2010
Auglýst hefur verið eftir umsóknum um verkefnastyrki hjá menningarráði Norðurlands vestra. Tilgangurinn er að efla menningarstarf og menningartengda ferðaþjónustu í landshlutanum.
Vegna auglýsingarinnar er Ingibergur Guðmundsson, menningarfulltrúi ráðsins, með viðtalstíma. Á Skagaströnd verður viðtalstími miðvikudaginn 3. mars frá klukkan 16:30 til 17:00.
26.02.2010
Kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars 2010 liggur frami á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagastrandar.
Kjörskrárstofninn miðast við þá sem áttu lögheimili í sveitarfélaginu samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár 13. febrúar 2010.
Kjörskrána má einnig nálgast hér.
Sveitarstjóri
25.02.2010
Aðalfundur Golfklúbbs Skagastrandar verður haldinn þriðjudaginn 2. mars nk. kl. 20 í kaffihúsinu Bjarmanesi.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf
Önnur mál.
Nýir félagar eru sérstaklega boðnir velkomnir.
25.02.2010
Opið hús er hjá Nesi listamiðstöðf í kvöld, fimmtudaginn 25. febrúar, frá klukkan 18 til 21.
Listamenn febrúarmánaðar munu sýna gestum og gangandi afrakstur dvalar sinnar hér á Skagaströnd.
Í febrúar hafa 10 listamenn dvalið á Skagaströnd, unnið að list sinni og ekki síður hafa þeir sankað að sér efni til frekari listsköpunar.
Nadine Poulain Vídeo, Þýskalandi
Franz Rudolf Stall, ljósmyndari og keramik, Frakklandi
Erla S. Haraldsdóttir, myndlist og videó, Íslandi
Craniv Boyd, myndlist og videó, Bandaríkjunum
Morgan Levy, ljósmyndari, Bandaríkinjunum
Jee Hee Park, blönduð tækni, Suður-Kóreu
Paola Leonardi, ljósmyndari, Englandi
Margaret Coleman, myndhöggvari, Bandaríkjunum
Anna Marie Shogren, dansari, Bandaríkjunum
Mari Mathlin, myndlist, Finnlandi
Skagstrendingar eru hvattir til að líta inn að Fjörubraut 8 og kynna sér starfsemi listamiðstöðvarinnar, skoða verk listamannanna og ekki síst kynnast þeim og viðhorfi þeirra. Allir eru hjartanlega velkomnir.
23.02.2010
Vegna slæmrar veðurspár hefur verið ákveðið að fresta opnu húsi hjá Nes listamiðstöð sem vera átti í kvöld.
Veðurstofan hefur gefið út stormaðvörun: Búist er við stormi á Ströndum og annesjum á NV-landi seint í kvöld og til morguns.
Á fimmtudaginn 25. febrúar frá kl. 18 til 21 verður opið hús hjá listmönnunum og taka þeir þá fagnandi á móti gestum og gangandi.
23.02.2010
Textílsetur Íslands verður með námskeið í vattarsaumi helgina 27. og 28. febrúar.
Vattarsaumur er forn aðferð sem er eldri en bæði prjón og hekl.
Aðferðir við vattarsaum eru margar en byggja allar á að unnið er með þráð og grófa nál, vattarsaumsnál. Unnið er með léttlopa eða hespulopa.
Nemendur læra amk. tvær aðferðir, en margar aðferðir eru þekktar og kennari er með mörg sýnishorn.
Námskeiðið er 18 kennslustundir og kostar 19.500 krónur.
17.02.2010
Fjöldi barna fer nú um verslanir og fyrirtæki á Skagströnd og syngja. Að launum fá þau nammi.
Öskudagurinn er nammidagur. Ekkert fer fyrir öskupokunum og fæst gera börnin geri sér grein fyrir uppruna dagsins enda varla ástæða til. Öskudagurinn er þannig orðinn að hátíðisdegi.
Það er svo annað mál að mörgum finnist frekar hvimleitt þegar þeim börnum er gefið sælgæti fyrir sönginn. Nær væri að gefa þeim eitthvað hollara - en ekki eru börnin sammála.
Líklegast eru þó allir ánægðir að fá hress og kát börn í heimsókn sem hafa undirbúið sig og syngja af þrótti og gleði. Þá er gaman á Skagaströnd.
17.02.2010
Menningarráð Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um verkefnastyrki á grundvelli menningarsamnings mennta- og menningarmálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis við SSNV. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarf og menningartengda ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra.
Menningarráð Norðurlands vestra hefur ákveðið að hafa tvær úthlutanir á árinu 2010, með umsóknarfrestum til og með 15. mars og 15. september.
Menningarráð hefur ákveðið að þau verkefni hafi forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða:
Efling atvinnustarfsemi, þekkingar og fræðslu á sviði menningar og lista.
Samstarf milli tveggja eða fleiri aðila, byggðarlaga eða listgreina og uppsetning viðburða á fleiri en einum stað.
Nýsköpun og þróun menningarstarfs og menningartengdrar ferðaþjónustu.
Verkefni sem stuðla að þátttöku allra þjóðfélagshópa í menningarstarfi.
Umsækjendur geta verið einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Norðurlandi vestra. Skilyrði er að viðkomandi sýni fram á mótframlag.
Umsækjendum er bent á að kynna sér nánar úthlutunarreglur 2010 og stefnumótun í menningarmálum á www.ssnv.is undir liðnum Menningarráð.
Umsóknir skulu vera á eyðublöðum Menningarráðs Norðurlands vestra sem hægt er að nálgast á heimasíðunni www.ssnv.is undir liðnum Menningarráð. Í umsókninni skal m.a. vera greinargóð lýsing á verkefninu með verkáætlun og tímasetningum, ítarleg fjárhagsáætlun (kostnaðar- og tekjuáætlun) og upplýsingar um aðstandendur.
Umsóknir vegna fyrri úthlutunar ársins 2010 skulu sendar Menningarfulltrúa Norðurlands vestra, Einbúastíg 2, 545 Skagaströnd, eigi síðar en 15. mars 2010. Þær má senda rafrænt á netfangið menning@ssnv.is. Séu þær sendar í pósti skulu þær póststimplaðar eigi síðar en síðasta umsóknardag.
Allar nánari upplýsingar og aðstoð veitir Ingibergur Guðmundsson menningarfulltrúi Norðurlands vestra, símar 452 2901 / 892 3080, netfang menning@ssnv.is.