Áframhaldandi samstarf um stuðning við smáframleiðendur

SSNV og Vörusmiðja BioPol á Skagaströnd hafa gengið frá samstarfssamningi um áhersluverkefnið Matvælasvæðið Norðurland vestra. Verkefnið lýtur að áframhaldandi stuðningi við smáframleiðendur á starfssvæði samtakanna og er unnið í nánu samstarfi við Farskóla Norðurlands vestra. Meðal þátta verkefnisins eru stuðningur við ýmiskonar námskeiðahald fyrir smáframleiðendur, sölubíl smáframleiðenda og vefverslun Vörusmiðjunnar. Einnig fellur undir verkefnið kynnisferð til Eldrimmer í Svíðþjóð en það svæði er framarlega hvað full- og heimavinnslu varðar.

Íbúafundir um sameiningarviðræður

Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna fjögurra í Austur Húnavatnssýslu, Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar, boðar til íbúafunda miðvikudaginn 3. mars kl. 20:00-23:00 og laugardaginn 6. mars kl. 10:00-13:00.

Húnvetningur.is er upplýsingaveita um sameiningu sveitarfélaga

Mynd vikunnar

Bekkjarmynd 1962 árgangurinn

Bókasafn Skagastrandar verður lokað í dag miðvikudaginn 24. febrúar

Atvinna: Umönnun aldraðra á Sæborg

Hjúkrunarheimilið Sæborg á Skagaströnd óskar eftir að ráða fólk til starfa í umönnun aldraðra.

Atvinna: Þrjú störf án staðsetningar

Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir nú laus til umsóknar þrjú störf án staðsetningar. Um er að ræða tvö störf er snúa að stafrænni umbreytingu sveitarfélaga og starf forvarnarfulltrúa sveitarfélaga.

FUNDARBOÐ

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn sveitarfélagsins Skagastrandar kl. 8:30 fimmtudaginn 25. febrúar 2021 á skrifstofu sveitarfélagsins.

Atvinna: Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir eftir atorkumiklum starfs­manni á höfn og í áhaldahús sveitarfélagsins

Í boði er 80 - 100% starf starfsmanns sem sinnir daglegum verkefnum á Skagastrandarhöfn og í áhaldahúsi sveitarfélagsins.