30.09.2016
Löndun.
Hallbjörn Björnsson (Halli Boss) landar fiski úr
Sigurði Hu -18 við "Litlu bryggju".
Á bryggjunni er Guðmundur J. Björnsson bróðir Hallbjörns og
býr sig undir að tína fiskinn upp á kerruna sem sér í hornið á
til vinstri.
Faðir Hallbjörns, Björn Sigurðsson (d. 5.10.1999) frá Jaðri,
smíðaði Sigurð Hu -18 árið 1966 og reri á honum til fiskjar
endrum og sinnum. Aðallega var báturinn þó gerður út á grásleppu
af Sigurði Björnssyni bróður Hallbjörns og Guðmundar.
Sigurður Hu-18 er enn til og er í öruggri vörslu Sigurðar Björnssonar.
Reyndar var skipt um nafn á bátnum því Sigurðar nafnið var í
einkaeigu og var hann því nefndur Sigurður Jónsson eftir það.
Báturinn aftan við Sigurð hét Ósk Hu og var í eigu
Stefáns Stefánssonar (d. 2.1.1988).
Aftast sér svo í Víking St-12 sem var í eigu Péturs Ástvaldssonar
á Hólmavík. Pétur fórst ásamt öðrum manni með
Víkingi í mars 1971.
"Litla bryggjan" er nú löngu horfin en hún var um það bil þar sem
nú er suð-austur hornið á Miðgarði (Arnarsbryggjunni).
"Litla bryggjan" lækkaði fram til endans til að auðveldara væri að
landa fiski við hana eftir stærð bátsins sem landað var úr.
Maðurinn fremst á bryggjunni er óþekktur.
29.09.2016
Starfsmaður óskast til að annast heimilsjálp hjá eldri borgurum og öryrkjum á Skagaströnd.
Um er að ræða hlutastarf sem getur tekið breytingum eftir fjölda þjónustuþega.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Upplýsingar veittar á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagastrandar í síma 455 2700
Sveitarstjóri
28.09.2016
Komdu í kaffi og hitta september listamennina okkar
Miðvikudagur 28th kl 16.00 - 18.30
23.09.2016
Baldvin og Magnús
-
Bræðurnir Baldvin Hjaltason til vinstri og
Magnús Hjaltason (d. 16.6.2014) frá Skeggjastöðum
á leið að smala heimahagana haustið 1959.
Myndin var tekin á hlaðinu á gamla
bænum á Bakka.
19.09.2016
Ástríður Helga Magnúsdóttir á Skagaströnd bar sigur úr býtum í myndakeppni Ungmennafélags Íslands á Unglingalandsmótinu í Borgarnesi um verslunarmannahelgina. Ástríður Helga fékk afhentan glæsilegan iPhone 6S Plus síma frá versluninni Epli í síðustu viku. Hún tók sigurmyndina á síðasta degi mótsins og sýnir hún tvær vinkonur horfa saman á flugeldasýninguna að lokinni síðustu kvöldvökunni. Myndin endurspeglar þá vináttu sem einkennir mótið, að mati dómnefndar.
Sagt er frá þessu á vef UMFÍ. Á meðfylgjandi mynd er Ástríður með Ómari Braga Stefánssyni, landsfulltrúa UMFÍ og framkvæmdastjóra landsmóta UMFÍ.
Frétt af www.huni.is
15.09.2016
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Blönduósi auglýsir
Bólusett verður á Heilsugæslustöðinni á Blönduósi
Mánudaginn 19/9 kl: 13:00-15:00
Þriðjudaginn 20/9 kl: 11:00-13:00
Föstudaginn 23/9 kl: 10:00-12:00
Bólusett verður á Heilsugæslustöðinni á Skagaströnd
Fimmtudaginn 22/9 kl: 9:00-11:00
Sérstaklega er mælt með að einstaklingar 60 ára og eldri, einstaklingar með langvinna sjúkdóma, heilbrigðisstarfsfólk og þungaðar konur láti bólusetja sig. Þessir hópar fá bóluefnið frítt en þurfa að greiða komugjald.
Einnig er mælt með því að sömu einstaklingar séu bólusettir á 10 ára fresti gegn lungnabólgu.
14.09.2016
Skógræktarfélag Skagastrandar stendur fyrir gróðursetningu trjáplantna mánudaginn 19.sept. næstkomandi.
Í sumar hefur Skógræktarfélagið gróðursett um 2000 plöntur, en enn er talsvert eftir sem þyrfti að komast í jörð.
Eins og alltaf er öllum velkomið að vera með,
mæting er kl.17:00 við áhaldahúsið.
Skógræktarfélag Skagastrandar
14.09.2016
Komið og deilið máltíð með listamönnunum okkar.
Allir velkomnir!
09.09.2016
Í næstu viku mun BioPol ehf í samstarfi við Háskólann á Akureyri halda alþjóðlega vinnustofu á Skagaströnd þar sem þátttakendur verða þörungasérfræðinga alls staðar að úr heiminum. Dr. Bettina Scholz starfsmaður BioPol ehf og Háskólans á Akureyri hefur haft frumkvæði að því að kalla saman 25 vísindamenn frá 11 þjóðlöndum til þess að sækja vinnustofuna sem ber yfirskriftina 2nd Plankton Chytridiomycosis Workshop 15th – 17th September 2016. Umfjöllunarefni fundarins verður samspil þörunga og sýkingarvalda sem herja á þá í náttúrunni. Þekking á þessu sviði hefur verið takmörkuð fram til þessa og talið mikilvægt að bæta þar úr enda smáþörungar grunnur að öllu lífi sem þrífst í vatni og sjó. Meginmarkmið vinnustofunnar er að miðla upplýsingum á milli einstaka vísindamanna og undirbyggja sameiginlega styrkumsókn til Evrópusambandisins sem félli undir Horizon 2020.
Vinnustofan er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra og Rannsóknasjóði Háskólans á Akureyri.
Frekari upplýsingar um rannsóknarefnið, sem styrkt er af RANNÍS, má finna undir eftirfarandi hlekk:
Scholz et al. (2016) Zoosporic parasites infecting marine diatoms – A black box that needs to be opened.FungalEcologydoi:10.1016/j.funeco.2015.09.002. http://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S1754504815001154
05.09.2016
Sveitarfélagið Skagaströnd vekur athygli á að námsmenn þurfa að sækja um húsaleigubætur vegna leiguhúsnæðis á námstíma. Umsóknir vegna húsaleigubóta skulu hafa borist eigi síðar en 15 dögum fyrir mánaðarmót fyrsta mánaðar sem bæturnar ná til.
Umsókn þarf að fylgja:
• Útfyllt umsóknareyðublað
• Þinglýstur húsaleigusamningur til a.m.k 6 mánaða
• Launaseðlar þeirra sem í íbúðinni búa fyrir þrjá síðustu mánuði
• Staðfesting skóla um nám
• Staðfest skattframtal
Húsaleigubætur greiðast mánaðarlega fyrir síðastliðin mánuð.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu sveitarfélagsins og þær má einnig finna á vefnum www.velferdarraduneyti.is/malaflokkar/husnaedismal/husaleigubaetur/
og þar er einnig hægt að nálgast umsóknareyðublað fyrir húsaleigubætur.
Sveitarstjóri