Matur úr héraði

Virki þekkingarsetur býður til málþings á Gauksmýri í dag, 28. apríl 2011 kl. 13 til 17. Dagskrá málþingsins er á þessa leið:   13:00 - 13:10 Setning Sigurbjörg Jóhannesdóttir, formaður Byggðarráðs Húnaþings vestra 13:10 - 13:25 Stella J. A. Leví og Sæunn V. Sigvaldadóttir, Sæluostur úr sveitinni 13:25 - 13:55 Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, Háskólinn á Hólum: Ferðaþjónusta sem bragð er að - straumar og stefnur í matarferðaþjónustu 13:55 - 14:25 Dominique Plédel. Jónsson, Slow Food: góður, hreinn og sanngjarn matur 14:25 – 14:55 Guðmundur J. Guðmundsson, Beint frá Býli: Staða og framtíð í sölu Beint frá býli 14:55 - 15:25 Þóra Valsdóttir, Matís: Vöruþróun og smáframleiðsla matvæla Kaffihlé í 20 mínútur 15:45 – 16:00 Svanhildur Pálsdóttir, Hótel Varmahlíð: Skagfirska Matarkistan og ég. 16:00 - 16:15 Gudrun Kloes og Kristín Jóhannesdóttir, Fjöruhlaðborð og Sviðamessa 16:15 - 16:30 Svava Lilja Magnúsdóttir, Brauð og Kökugerðin: Smábakarí á landsbyggðinni 16:30 - 16:45 Guðmundur Helgason, Matarvirki og Kjöthornið: Matvælavinnsla - þekking í héraði 16:45– 17:00 Pálína Fanney Skúladóttir, Spes Sveitamarkaður Grillhlaðborð Eftir málþingið ætlar Sveitasetrið Gauksmýri að taka forskot á sæluna og bjóða upp á grillhlaðborð eins og það hefur verið meðundanfarin sumur - við miklar vinsældir.  Hlaðborðið hefst kl. 18:00. Verð á mann kr. 4000,-

Fatamarkaður og vöfflusala á sunnudaginn

Fatamarkaður verður haldin sunnudaginn 1. maí í húsi Rauða krossins á Skagaströnd að Vallarbraut 4.  Opið verður frá kl: 14:00 - 17:00. Einnig verða seldar vöfflur og Kaffi/djús.                                              Pokatilboð, fullur poki af fötum kostar 2000 kr. Allir hvattir til að mæta og gera kjarakaup í góðum, notuðum fötum, og um leið styrkja Rauða krossinn. 

Kvennakórinn Sóldís í Hólaneskirkju í kvöld

Kvennakórinn Sóldís heldur tónleika í Hólaneskirkju í kvöld klukkan 20:30.  Söngstjóri er Sólveig Sigríður Einarsdóttir og undirleikari Rögnvaldur Valbergsson.  Um 40 konur starfa með kórnum sem undanfarið hefur æft tvisvar í viku. Flestar búa þær í Skagafirði en fimm þeirra eru úr Austur-Húnavatnssýslu. Miðaverð er  kr. 1.500 en ekki er tekið við kortum. [Frá huni.is]

Óperudraugurinn í Skagafirði

Ópera Skagafjarðar og Draumaraddir norðursins munu frumsýna óperuna Phantom of The Opera í Miðgarði á Sæluviku Skagfirðinga 1 mai nk. Verður þessi heimsfræga ópera sýnd í nýrri leikgerð Guðrúnar Ásmundsdóttur.  Sýningin hefst uppi á háalofti í Convent Garden Óperunni í London. Þar er kona nokkur að leita í 200 ára gömlum leikmunu sem lent hafa þar, og gleymst í hirðuleysi, eftir að hin sögulega sýning á Óperunni Hannibal var leikin þar við húsið. Á frumsýningunni gerðust hræðilegir atburðir. Kristalsljósakróna hrundi niður á sviðsgólfið og morð voru framin því óperudraugurinn lék þar lausum hala á sínum tíma.  Söngþyrstir  uppvakningar taka að birtast í rykgráma þessara annarlegu húsakynna. Og fá þeir nú loksins að syngja eftir 200 ára þögn.  Konan sem þar birtist í leit sinni að fornum leikmunum er leikin af Margréti Ákadóttur. Einnig birtast uppvakningar og draugar með sjálfan Óperudrauginn í fararbroddi sem leikinn verður af stórsöngvaranum Michael Jón Clarke. Hans heittelskaða er leikin af Alexöndru Chernyshovu. Ópera Skagafjarðar hefur vakið mikla athygli fyrir dirfsku og dug þar sem hún hefur sett upp í Skagafirði og sýnt La Traviata og Rigoletto, tvær af þekkstustu og erfiðustu óperum sögunnar og gert það með miklum sóma. Alexandra setti upp í samstarfi við aðra tvær stuttar óperur haustið 2009 sem voru síðan tilnefndar til áhorfendaverðlauna Grímunnar.  Draumaraddir norðursins hafa verið starfræktar í tvö ár og hafa þegar vakið athygli fyrir sönggæði, skemmtilegt lagaval og almennan metnað í verki.   Alexandra Chernyshova hefur verið aðaldriffjöðrin í Óperu Skagafjarðar og Draumaradda norðursins og hefur tekist að innleiða nýjar víddir í tónlistarflóru á Norðurlandi vestra. Leikkonan Guðrún Ásmundsdóttir hefur verið Alexöndru innanhandar með leikstjórn og uppsetningum óperanna og verður hún einnig leikstjóri í Óperudraugnum.     Óperudraugurinn - hlutverk: Einsöngvarar – Michael J. Clarke - baritón / Phantom, Alexandra Chernyshova - sópran / Christine, Ívar Helgason - tenór / Raul, Dagrún Ísabella Leifsdóttir, Snorri Snorrason, Gunnar Björn Jónsson, Sonja Hafsteinsdóttir og Inga Margrét Jónsdóttir Fjórir hljóðfæraleikarar – Risto Laur / hljómborð, Kaldo Kiis / básúna, Rodrigo Lopez / trommur og Matti Saarinen / gítar. Leikstjórar -  Guðrún Ásmundsdóttir og Alexandra Chernyshova Kórar, Draumaraddir norðursins og kór Óperu Skagafjarðar Leikarar – Margrét Ákadóttir, Helgi Thorarensen og Kristín Lundberg

Frábær skemmtun í Drekktu betur

Fullt hús var í Kántrýbæ á miðvikudagskvöldið þegar fram fór fyrirtækjakeppni í spurningaleiknum geðþekka, Drekktu betur. Raunar var þetta í 39. sinn að Drekktu betur er haldin á Skagaströnd. Um eitt hundrað manns voru í Kántrýbæ, um sjötíu keppendur í 24 liðum. Rúmlega tuttugu áhorfendur mættu, margir hverjir stuðningsmenn einstakra liða. Þeir létu þeir vel í sér heyra, rétt eins og áhorfendur á knattspyrnuleik. Skilti voru á lofti, bylgjur myndaðar og hvatningahróp bergmáluðu.  Spyrlar og dómarar voru Ólafía Lárusdóttir og Ingibergur Guðmundsson og yfirdómari var Sigurður Sigurðarson. Úrslitin urðu sem hér segir: Jöfn í 3. sæti með tuttugu stig voru lið Trésmiðju Helga Gunnarssonar, Fiskmarkaðarins, Arnars HU 1, Sveitarfélagsins Skagastrandar og Trillanna þriggja í Höfðaskóla.  Þessi lið tilnefndu hver sinn fulltrúa sem drógu spilið úr spilabunka en það lið sem dró hæsta spilið fékk 3. sætið.  Niðurstaðan varð sú að Fiskmarkaðurinn varð hlutskarpastur en í liðinu voru þessir: Reynir Lýðsson, Patrik Bjarnason og Þórey Jónsdóttir. Fengu þau nokkrar tveggja lítra Coca Cola flöskur í verðlaun og páskaegg.    Í 2. sæti varð lið Hafrúnar HU 12 með 21 stig. Í liðinu voru Jóhann Sigurjónsson, Karl Olsen og Hafþór Gylfason. Hlaut hver og einn  bjórkassa og páskaegg.   Sigurvegarar fyrirtækjakeppninnar var lið Spákonuarfs með 25 stig. Liðið skipaði Sigrún Lárusdóttir, Dagný Marín Sigmarsdóttir og Lárus Ægir Guðmundsson. Hlutu þau bjórkassa, rauðvinflöskur og páskaegg í verðlaun. Verðlaunin komu frá Vífilfelli; Coka Cola, Carlsberg bjór og rauðvín. Frá Samkaupum úrval komu páskaeggin.  Forráðamenn keppninnar færa þessum ágætu styrktaraðilum bestu þakkir fyrir stuðningin og vegleg verðlaun. Kependum og áhorfendum eru hér með færðar bestu þakkir fyrir þátttökuna. Kvöldið var afskaplega skemmtilegt og vel heppnað kvöld.  

Munum tónleika Ragnheiðar Gröndal á skírdagskvöld

Munum eftir hinum umtöluðu tónleikum Ragnheiður Gröndal í Hólaneskirkju á skírdagskvöld, fimmtudagnn 21. apríl kl. 20:30. Þar flytur hún ljúf og falleg lög við undirleik Hauks Gröndals. Mætum snemma til að fá góð sæti Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.  Tónleikarnir eru í boði Minningarsjóðsins um hjónin frá Garði og Vindhæli.

Landaður afli á Skagaströnd fer vaxandi

Landaður afli í Skagastrandarhöfn í mars var 634 tonn en var á sama tíma í fyrra 647 tonn. Engu að síður er uppsafnaður afli kvótaársins orðinn 7.686 tonn en var í fyrra kominn í 6.384 tonn. Aflahæstu skip og bátar sem lögðu upp á Skagaströnd í mars eru þessi: Arnar HU-1, 451 tonn, frystar afurðir Kristín ÞH-157, lína, 48 tonn Fjölnir SU-57, lína  48 tonn Alda HU-112, lína  48 tonn Dagrún ST-12, þorsk og grásleppunet  12 tonn Ólafur Magnússon HU-54, þorskanet  10 tonn  Bergur sterki HU-17, grásleppunet  8 tonn Sæfari SK-112, lína og grásleppunet  7 tonn Bogga í Vík HU-6, grásleppunet  2 tonn Eins og sjá má á meðfylgjandi súluritum er afli ársins yfirleitt mestur frá ágúst til desember. Þá minnkar hann talsvert en fer svo vaxandi frá miðju ári. Ljóst má þó vera að landaður afli í Skagastrandarhöfn hefur farið vaxandi á undanförnum  Miðað við kvótaár, þ.e. september til ágústloka hefur aflinn í Skagastrandarhöfn verið sem hér segir: 2007-08: 6.004 tonn 2008-09: 8.259 tonn 2009-10: 9.106 tonn 2010-11: Það sem af er, eru komin á land 7.686 tonn Að sjálfsögðu er hægt að miða við almanaksárið og sé það gert reiknast aflinn á þessa leiðr: 2008: 8.055 tonn 2009: 8.807 tonn 2010: 10. 771 tonn 2011: Það sem af er árinu eru komin á land 1.512 tonn

15 fyrirtæki skráð í Drekktu betur í kvöld

Fyrirtæki á Skagaströnd takast á í spurningaleiknum skemmtilega Drekktu betur á miðvikudagskvöldið 20. apríl kl. 21:30.  Nú þegar hafa 15 fyrirtæki skráð sig til leiks en frestur til að skila inn þátttökutilkynningum rennur út kl. 12 á miðvikudaginn. Auðvitað eru allir velkomnir að mæta og fylgjast með. Á eftir spurningaleiknum skemmtir Guðlaugur Ómar  frá 24 til 3. Frítt er inn. Frábær verðlaun eru fyrir sigurvegarana í boði Coca Cola, Carlsberg og Samkaup úrvals: verðlaun: Bjór og rauðvínsflöskur verðlaun: Bjórkassi og páskaegg verðlaun: Kók og páskaegg Fyrirkomulagið verður að mestu leyti eins og tíðkast hefur hingað til. Munurinn er hins vegar sá að nú skrá fyrirtæki og hópar sig til keppni. Mestu skiptir þó að spurningaleikurinn er framar öllu skemmtun ekki keppni. Í hverju liði verða þrír keppendur. Spurningarnar verða þrjátíu og reglur hinar sömu og gilt hafa í Drekktu betur hingað til.  Fyrirtæki mega að sjálfsögðu tefla fram sameiginlegu liði. Ffjölmennir vinnustaðir mega líka senda fleiri en eitt lið.  Öll lið þurfa að bera nafn. Það má gjarnan vera nafn fyrirtækisins en einnig er heimilt að bæta við öðru nafni. Til dæmis má nafnið vera „Spekingar Fyrirtækis“ eða „Flautaþyrlar Stofnunar“ og svo framvegis – allt í gríni gert. Tilkynna þarf um þátttöku fyrir kl. 12 þriðjudaginn 19. apríl. Morguninn eftir verður greint frá þátttakendum í fréttahluta skagastrond.is og dreifibréf borið í hús. Þátttaka tilkynnist til Ingibergs, 892 3080, menning@ssnv.is, Ólafíu, 898 7877, olafia@neslist.is, eða Sigurðar, 864 9010, radgjafi@skagastrond.is, fyrir kl. 12 þann 20. apríl.

Sumarstörf hjá Sveitarfélaginu Skagaströnd

Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir eftir flokksstjórum til starfa í Vinnuskóla sveitarfélagsins í sumar. Skilyrði er að umsækjendur séu 20 ára eða eldri og reynsla af sambærilegum störfum kostur. Jafnframt eru auglýst laus til umsókna sumarstörf námsmanna og atvinnuleitenda í samstarfi við Vinnumálastofnun. Sveitarfélagið fékk úthlutað 5 störfum fyrir námsmenn í tvo mánuði sumarið 2011. Störfin eru við ýmis verkefni á vegum sveitarfélagsins m.a. við skógrækt, umhverfismál og umsjón með golfvelli. Rafrænt umsóknarform er að finna hér en umsóknareyðblöð má einnig fá á skrifstofu sveitarfélagsins. Umsóknarfrestur er til 12. maí n.k. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofunni í síma 455 2700.

Ragnheiður Gröndal í kirkjunni á skírdagskvöld

Ragnheiður Gröndal verður með tónleika í Hólaneskirkju á skírdagskvöld, fimmtudagnn 21. apríl kl. 20:30. Þar flytur hún ljúf og falleg lög við undirleik Hauks Gröndals.  Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.  Tónleikarnir eru í boði Minningarsjóðsins um hjónin frá Garði og Vindhæli.