Gleðilegt nýtt ár.

Ljósmyndasafn Skagastrandar óskar öllum gleði og farsældar á komandi ári um leið og það þakkar fyrir árið 2015 sem nú er að kveðja.

Jólatrésskemmtun - Anna jóladag kl 15

Jólatréskemmtun Árleg jólatréskemmtun Lionsklúbbs Skagastrandar verður haldin í Fellsborg laugardaginn 26. desember (annan í jólum). Skemmtunin hefst kl. 15:00. Fjölskyldur eru hvattar til að fjölmenna og eiga notalega stund með börnunum. Enginn aðgangseyrir. Með jólakveðju Lionsklúbbur Skagastrandar

Skötuveisla í Fellsborg

Eins og undanfarin ár verður skötuveisla í dag Þorláksmessu og hefst kl. 11:30 -13:30. Fisk-seafood og áhafnir togaranna

Opnunartími Bókasafns Skagastrandar

Opnunartími Bókasafns Skagastrandar yfir jól og áramót Þorláksmessa LOKAÐ Mánudagur 28. Desember 2015 Opið klukkan 16-19 Miðvikudagur 30. Desember 2015 Opið klukkan 15-17 Við óskum ykkur öllum gleðilegra bókajóla, árs og friðar og hlökkum til að sjá ykkur öll á komandi ári. Bókaverðir

Jólasveinapóstur

Jólasveinapóstur Jólasveinarnir hafa samið við Foreldrafélag Höfðaskóla um að taka á móti pökkum og bréfum í skólanum þriðjudaginn 22. desember frá kl 18-20:00. Sjálfir ætla þeir síðan að koma póstinum til skila á Þorláksmessu á milli 16 og 19:00. Verð fyrir þjónustuna er eftirfarandi: Bréf 80 kr Pakki 500 kr (Ath ekki er posi á staðnum) Jólasveinarnir ætla að láta ágóðan renna til tækjakaupa í Höfðaskóla Foreldrafélag Höfðaskóla

Mynd vikunnar- Gleðileg jól!

Gleðileg jól. "Þegar lægst er á lofti sólin, loksins koma jólin........" Myndin var tekin þegar Gluggagægir kom í heimsókn á leikskólann Barnaból á litlu jólum 1991. Litlu jólin eru mikill hátíðisdagur barnanna því þá koma jólasveinar í heimsókn og allir dansa með þeim kringum skreytt jólatré og þiggja eitthvert góðgæti úr pokanum hjá sveinka. Ljósmyndasafnið óskar öllum gleðilegra jóla og friðar og farsældar á komandi tímum. Um leið þakkar safnið öllum þeim sem sýnt hafa því áhuga og velvilja, til dæmis með að senda inn ábendingar og leiðréttingar vegna mynda safnsins. Einnig þökkum við þeim sem hafa laumað að okkur myndum úr einkasafni sínu. Þannig myndum er öllum skilað aftur til eigenda eftir að hafa verið settar út á netið svo aðrir geti notið þeirra. Jól Jól, kertaljós í bláum fjarska, bak við ár, æskuminning um fegurð. Stíg ég hreinn upp úr bala á eldhúsgólfinu, signdur af þreyttri móður, færður í nýja skyrtu. Jól, fagnaðartár fátæks barns - (Höf.:Jón úr Vör) (Höf.:Jón úr Vör)

Tilkynning frá HSN Blönduósi.

Vegna jóla og áramóta verður ekki opið í blóðprufur miðvikudagana 23/12 og 30/12 2015. Bendum fólki á að opið er mánudaga og þriðjudaga eins og venjulega milli kl 08:OO og 09:00. Ásdís H. Arinbjarnardóttir Yfirhjúkrunarfræðingur heilsugæslu Staðarumsjón Blönduósi The Health Care Institution of North Iceland

Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins

Sveitarstjórn Skagstrandar afgreiddi fjárhagsáætlun 2016-2019 á fundi sínum 14. desember sl. Fjárhagsáætlun ársins 2016 er afgreidd með jákvæðri niðurstöðu, bæði í A og B hluta samstæðu. Í rekstraryfirliti áætlunar 2016 kemur fram að heildartekjur samstæðu eru áætlaðar 560.793 þús., þar af eru skatttekjur 391.744 þús. og rekstrartekjur 170.435 þús. Rekstrargjöld eru áætluð 565.854 þús. þar af kostnaður vegna launa áætlaður 241.827 þús. Rekstrarniðurstaða er áætluð jákvæð um 9.181 þús. Í sjóðstreymi áætlunar er gert ráð fyrir að veltufé frá rekstri samstæðu verði jákvætt um 59.438 þús. Samanlagðar fjárfestingahreyfingar eru áætlaðar 52.950 þús. Að teknu tilliti til fjárfestinga og fjármögnunarhreyfinga er áætlað að handbært fé lækki um 3.512 þús. og handbært fé verði í árslok 595.931 þús. Í áætlun áranna 2017-2019 er gert ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu samstæðu öll árin.

Sorphreinsun gefur burðarpoka

Sorphreinsun Vilhelms Harðarsonar ehf fagnar 25 ára afmæli sínu á árinu 2015. Af því tilefni lét fyrirtækið útbúa margnota burðarpoka með ýmsum áletrunum sem rekja má til ummæla viðskiptavina og starfsmanna fyrirtækisins. Pokanum verður dreift á öll heimili í Austur Húnavatnssýslu sem hefur verið starfssvæði fyrirtækisins í 25 ár. Með gjöfinni vill Sorphreinsun VH. minna á hvetja til endurnýtingar og minnkunar á einnota burðarpokum úr plasti. Vilhelm afhenti Magnúsi sveitarstjóra fyrsta pokann með þeim ummælum að fyrirtæki hans hafi tekið fyrsta sorppokann á Skagaströnd fyrir 25 árum og því vilji hann hefja afhendingu burðarpokanna hjá sveitarfélaginu

Næsti fundur sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar mánudaginn 14. desember 2015 kl 1700 í kaffi Bjarmanesi. Dagskrá: Fjáhagsáætlun 2016 - 2019 (seinni umræða) Álagningarreglur fasteignagjalda 2016 Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi Bréf: Fundarboð á aðalfund Róta bs. Flokkun Eyjafjörður ehf, dags. 6. nóvember 2015 Rauða krossins á Skagaströnd dags. 1. desember 2015 Innanríkisráðuneytisins. dags. 30. nóvember 2015 Stjórnar Snorrasjóðs, dags 30. október 2015 Innanríkisráðuneytis, dags. 23. nóvember 2015 Húnaþings vestra, dags. 24. júní 2015 Fundargerðir: Stjórnar Félags- og skólaþjónustu A-Hún 27.07.2015 Fjárhagsáætlun Félags- og skólaþjónustu 2016 Stjórnar Tónlistarskóla A-Hún, 23.11.2015 Fjárhagsáætlun Tónlistarskóla 2016 Stjórnar Byggðasamlags um menningu og atvinnumál, 30.11.2015 Fjárhagsáætlun byggðasamlagsins 2016 Stjórnar Róta bs., 30.11.2015 23. ársþings SSNV, 16.10.2105 Samþykktir og þingsköp SSNV Ályktanir 23. ársþings Áskorun allra landshlutasamtaka á ráðherra og þinmenn Hafnasambands Íslands, 16.10.2016 Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, 5.11.2015 Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, 26.11.2015 Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 30.10.2015 Önnur mál Sveitarstjóri