Forstöðumaður íþróttahúss/sundlaugar

Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir starf forstöðumanns íþróttahúss/sundlaugar laust til umsóknar. Starfið er fólgið í umsjón með rekstri og starfsmannahaldi íþróttahúss og sundlaugar. Leitað er eftir reglusömum starfsmanni sem er lipur í samskiptum, fær um sjálfstæð vinnubrögð og hefur hæfni til að starfa með börnum og unglingum. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagastrandar og hægt að sækja þau á vef sveitarfélagsins www.skagastrond.is Umsóknarfrestur er til og með 10. nóvember 2018. Nánari upplýsingar veitir Gígja í síma: 864 4908. Sveitarstjóri

Rjúpnaveiði er bönnuð innan skógræktargirðingar

Sveitarstjórn Skagastrandar samþykkti á fundi sínum 2. nóvember 2017 að rjúpnaveiði verði bönnuð innan skógræktargirðingarinnar í Spákonufelli frá og með hausti 2018. Skorað er á rjúpnaskyttur að virða umrætt veiðibann. Sveitarstjóri

Starfsmaður óskast

Sveitarfélagið Skagaströnd óskar eftir að ráða bókara /launafulltrúa á skrifstofu sveitarfélagsins. Um er að ræða 100% starf. Starfssvið: Færsla bókhalds Afstemmingar Launavinnsla Önnur tilfallandi verkefni á skrifstofu Hæfniskröfur: Reynsla af vinnu við bókhald og launavinnslu Góð tölvukunnátta / þekking á Navision bókhaldskerfi Geta til að vinna sjálfstætt Hæfni í mannlegum samskiptum Nákvæm og hröð vinnubrögð Leitað er eftir reglusömum starfsmanni sem er lipur í samskiptum, fær um sjálfstæð vinnubrögð með góða þekkingu á bókhaldi og launavinnslu. Það væri kostur en ekki skilyrði að viðkomandi hafi lokið námi sem viðurkenndur bókari. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagastrandar og hægt að sækja þau á vef sveitarfélagsins www.skagastrond.is einnig er hægt að sækja um með því að senda tölvupóst á skagastrond@skagastrond.is Umsóknarfrestur er til og með 10. nóvember 2018. Nánari upplýsingar veita Magnús eða Kristín í síma 455 2700. Sveitarstjóri

Mynd vikunnar

Hrefna Björnsdóttir verður jarðsungin frá Hólaneskirkju laugardaginn 27. október klukkan 14:00 Hrefna var hæglát og dul sómakona sem hafði yndi af blómum en þeim sinnti hún af natni og yfirvegun. Henni fannst gott að njóta sólarinnar og margir muna hana sitjandi á svölunum að sóla sig á góðum dögum. Hrefna var nægjusöm hvunndagshetja sem helgaði heimilinu krafta sína af væntumþykju og hagsýni meðan hún gat. Nú þegar Hrefna hverfur inn í ljósið er hugur okkar hjá aðstandendum hennar sem kveðja traustan bakhjarl úr lífi sínu.

Opið hús fimmtudaginn 25.okt.

NES OPIÐ HÚS ! Allir velkomnir Swing by the Nes studio tomorrow, for some large scale colourful art works, as well as poetry and video ideas from new and returning Nes artists! THURSDAY 25th // 16.00 - 18.00 We would love to see you!

Kynningarfundur um nýtingu húsa

Almennur kynningarfundur á loftinu í Gamla Kaupfélaginu miðvikudaginn 24. október nk. kl 17.00 Boðið er til kynningarfundar með Guðjóni Bjarnasyni arkitekt og listamanni sem mun fjalla um nýtingu húsanna Fjörubrautar 6-8 og ýmsar aðrar hugmyndir sem hann hefur um skipulag og nýtingu húsa og byggðar á Skagaströnd. Guðjón dvaldi í sumar á Skagaströnd á vegum Nes listamiðstöðvar og Salthússins og tók þá til skoðunar hvernig mætti nýta umrædd rými. Fundurinn er öllum opinn. Sveitarstjóri

Næsti fundur sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar fimmtudaginn 25. október 2018 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 8.00. Dagskrá: Forsendur fjárhagsáætlunar 2019 Lögreglusamþykkt í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra Ársreikningur Snorrabergs ehf 2017 Greinargerð um gamla húsið á Litla Felli Málefni fatlaðra Slit Róta bs Rekstraryfirlit jan – ágúst 2018 ásamt skýringum Starfsmannahald Bréf Persónuverndar, dags. 10. október 2018 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, dags. 2. október 2018 Slysavarnafélagsins Landsbjargar, dags. 10. október 2018 Fundargerðir Stjórnar Tónlistarskóla A-Hún, 29.08.2018 Ársreikningur Tónlistarskólans 2017 Stjórnar Byggðasamlags um menningu og atvinnumál, 31.08.2018 Stjórnar Norðurár bs, 4.07.2018 Aðalfundar Norðurár bs. 10.09.2018 Ársreikningur Norðurár bs 2017 Stjórnar SSNV, 2.10.2018 Stjórnar HNV, 9.10.2018 Skólanefndar FNV, 9.10.2018 Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 10.10.2018 Önnur mál Sveitarstjóri

Mynd vikunnar

Við Brautarholt Brautarholt stóð utan í hólnum sem er á milli Fellsbrautar 9 og 13. Á þessari mynd er Ólafur Guðmundsson (d. 6.10.1985), íbúi þar til hægri. Konan er líklega Aðalbjörg Hafsteinsdóttir frá Reykholti. Ólafur eða Óli í Braut eins og hann var oft kallaður, bjó þarna alla tíð barnlaus ásamt konu sinni Þuríði Jakobsdóttur (d.19.7.1965) og móður Elísabetu Ferdinantsdóttur (d.11.12.1958). Ólafur var fróðleiksfús og hneigðari til bókar og skriftar en erfiðisvinnu. Varð læs bæði á ensku og dönsku, sem ekki var algengt með fátæka verkamenn á hans tíð og las mikið. Honum var einnig létt um mál og tók gjarnan til máls á mál- og framboðsfundum. Ólafur var blindur síðustu æviár sín og naut þá aðstoðar Aðalbjargar meðal annarra. Húsið sem sér í lengst til hægri er Röðulfell. Þegar Ólafur dó var Brautarholt eina torfhúsið á Skagaströnd og hafði þá staðið af sér allar nýsköpun. Senda upplýsingar um myndina

Mynd vikunnar

Óhapp í dráttarbrautinni Óhapp varð í dráttarbrautinni haustið 1989 þegar búkki undir síðunni á Arnarborginni Hu 11 gaf sig þegar verið var að sjósetja bátinn. Nokkur sjór komst í bátinn við óhappið og á myndinni er verið að dæla úr lestinni. Enginn slasaðist við óhappið og vel gekk að koma bátnum á flot aftur - á réttum kili. Arnarborgin endaði svo ævi sína á áramótabrennu á Skagaströnd 1993. Myndina tók Ingibergur Guðmundsson.