01.07.2019
Skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð vegna sumarleyfa frá 15.-26. júlí nk.
28.06.2019
Ole Aamundsen (d.?) frá Lundi við skreiðarhjallinn sinn. Ole var norskur og var athafnamaður á Skagströnd kringum miðja 20. öldina gjarnan kallaður Óli norski. Rak hann m.a. útgerð, fiskvinnslu og lýsisbræðslu. Auk þess var hann umboðsmaður olíufélagsins Shell á Skagaströnd.
26.06.2019
Í gærkvöldi þann 25. júní var opnuð fjölnota hjólabraut hér á Skagaströnd en brautin er staðsett á skólalóð Höfðaskóla.
Brautarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og voru krakkarnir í bænum strax mættir til þess að taka hana út. Voru sumir svo spenntir að þeir tóku sig til og aðstoðuðu við uppsetningu svo þetta gengi nú hratt og örugglega fyrir sig og hlutu þakkir fyrir það frá uppsetningarhópnum.
25.06.2019
Opna Fiskmarkaðsmótið, sem jafnframt er minningarmót um Karl Berndsen, var haldið á Háagerðisvelli á Skagaströnd laugardaginn 22. júní. Alls voru þátttakendur 26 talsins sem spiluðu 18 holur í afbragðsveðri.
21.06.2019
Óli Albertsson fyrrverandi bóndi á Keldulandi slær í kirkjugarðinum í lok júní 2006
19.06.2019
Skógræktarfélag Skagastrandar stendur fyrir gróðursetningu
14.06.2019
Sveitarfélagið mun leggjast í umhverfisátak sem hefst formlega þann 24. júní nk.
14.06.2019
Snemma beygist krókurinn. Jón Örn Stefánsson og Jóhann Guðbjartur Sigurjónsson ánægðir með þorskana sína.
Þeir áttu báðir eftir að hampa mörgum slíkum síðar á ævinni. Aftan við þá er Gylfi Sigurðsson. Myndin er tekin um borð í Hafrúnu Hu 12.