Árleg inflúensubólusetning haustið 2013

Heilbrigðisstofnunin Blönduósi auglýsir Árleg inflúensubólusetning haustið 2013 Bólusett verður á Heilsugæslustöðinni á Blönduósi Föstudaginn 4/10 kl: 11:30-13:00 Mánudaginn 7/10 kl: 14:00-15:30 Fimmtudaginn 10/10 kl: 14:00-15:30 Bólusett verður á Heilsugæslustöðinni á Skagaströnd Þriðjudaginn 8/10 kl: 9:30-11:00 Föstudaginn 11/10 kl: 13:00-14:30 Sérstaklega er mælt með að einstaklingar 60 ára og eldri, einstaklingar með langvinna sjúkdóma, heilbrigðisstarfsfólk og þungaðar konur láti bólusetja sig. Þessir áhættuhópar fá bóluefnið frítt en þurfa að greiða komugjald. Einnig er mælt með því að sömu einstaklingar séu bólusettir á 10 ára fresti gegn lungnabólgu.

Mynd vikunnar

Félagsmálanámskeið. Þetta ágæta fólk, búsett á Skagaströnd, sótti félagsmálanámskeið hjá Baldri Óskarssyni í Fellsborg einhverntíma snemma á áttunda áratugnum. Þar lærði fólkið ræðuflutning og fundarsköp og ýmislegt annað, sem gott er og gagnlegt að kunna, ef maður tekur þátt í félagsstörfum eins og allt þetta fólk gerði meira og minna í mörg ár. Á myndinni eru, frá vinstri í aftari röð: Jón Geir Jónatansson frá Höfðabrekku (Bankastræti 10), Bernódus Ólafsson (d. 18.9.1996) frá Stórholti (Bankastræti 3), Jón Ingi Ingvarsson frá Sólheimum, Friðjón Guðmundsson (d. 7.1.2001) frá Lækjarhvammi (Suðurvegur 1), Helgi Gunnarsson frá Lundi, Hallbjörn Björnsson frá Jaðri, Sveinn S. Ingólfsson kennari og seinna framkvæmdastjóri Skagstrendings hf, Jón S. Pálsson skólastjóri , Björgvin Jónsson (d. ?) frá Höfðabrekku, Jón Jónsson (d. 9.7.1991) frá Asparlundi (Bogabraut 24) og Kristján Hjartarson (d. 2.8.2003) frá Grund (áður Vík). Fremri röð frá vinstri: Þorgerður Guðmundsdóttir (d.?) frá Höfðabrekku, Ólína Marta Steingrímsdóttir (d. 4.2.1994) frá Höfðakoti (Bankastræti ?), Baldur Óskarsson leiðbeinandi, Björk Axelsdóttir, Soffía Lárusdóttir (d. 31.3.2010) og Guðmundur Jóhannesson maður hennar úr Skeifunni. Myndina tók Björn Bergmann

íbúafundur um umferðamál

Íbúafundur um umferðarmál verður haldinn fimmtudaginn 26. september kl. 17.30 í félagsheimilinu Fellsborg. Efni fundarins er umferðarmenning hámarkshraði og áhættuhegðun við akstur vélknúinna ökutækja. Bjarni Stefánsson, sýslumaður og Kristján Þorbjörnsson, yfirlögregluþjónn munu koma á fundinn og fjalla um umferðamál og löggæslu almennt. . Sveitarstjóri

Mynd vikunnar

Skagstrendingar á ferð 1963 Þessi mynd var tekin af hressum Skagstrendingum 9. júní 1963. Að öllum líkindum hafa þau verið á leið inn á Blönduós á karlakóramót, sem þar var haldið þennan dag, eða að koma heim af því. Bíllinn var líklega í eigu Ástmars Ingvarssonar (d. 10.10.1977) en hann stundaði fólksflutninga frá Skagaströnd í mörg ár. Frá vinstri á myndinni eru: Jónas Skaftason frá Dagsbrún, Ingibjörn Hallbertsson sem lengi bjó með sína fjölskyldu á Hólabraut 7. Þá kemur Guðrún Sigurðardóttir frá Þórsmörk sem styður sig við Guðmund Guðnason (d. 21.11.1988) póst og ljósmyndara frá Ægissíðu. Við hina öxl Guðmundar styður sig Ólína Marta Steingrímsdóttir (d. 4.2.1994) frá Höfðakoti. Næst er Guðrún Árnadóttir kona Ingibjörns (d. 1.12. 1967), þá Kristján Guðmundsson (d. 16.4.1979) bóndi frá Hágerði og að lokum eru svo hjónin Jón Kr. Jónsson og Fjóla Sigurðardóttir (d. 15.7.1988) frá Laufási.

Tengiskilmálar hitaveitu

Tengiskilmálar hitaveitu Framkvæmdum við lagningu hitaveitu er nú að ljúka þar sem dreifikerfi í þéttbýlinu á Skagaströnd er að verða fullfrágengið og reiknað með að stofnlögn milli Blönduóss og Skagastrandar verði frágengin á næstu tveimur vikum. Innan tíðar er reiknað með að starfsmenn RARIK eða verktaki á þeirra vegum hefji uppsetningu mælagrinda hitaveitunnar sem er sá hluti tengibúnaðarins sem verður í eigu hitaveitunnar. Hinn hlutann þarf húseigandi að leggja til. RARIK hvetur íbúa til þess að hafa greiðan aðgang að inntaki hitaveiturnar svo uppsetning mælagrinda gangi fljótt og vel fyrir sig. Ekki er komin endanleg dagsetning á það hvenær íbúum gefst kostur á að nýta vatnið, en þó má búast við að heitt vatn verði farið að renna til Skagastrandar um miðjan október og þá geti fyrstu hús tengst veitunni. Á heimasíðu Samorku, (samorka.is) má finna TTH-Tæknilega tengiskilmála hitaveitna sem gilda um hitaveitur RAIK og fleiri veitur. Vegna tengingar veitunnar og inntaka í húseignir er rétt að benda á kafla 6.1 í fyrrgreindum tengiskilmálunum. 6.1.1 Pípulagningameistari sækir um áhleypingu til hitaveitunnar fyrir hönd eiganda á þar til gerðu eyðublaði sem hitaveitan leggur til. 6.1.2 Hitaveitunni er heimilt að neita áhleypingu á tengigrind ef ekki hefur verið farið eftir þessum tengiskilmálum, reglugerð hitaveitunnar og öðrum gildandi sérskilmálum hennar. Pípulagningameistarinn ber fulla ábyrgð á því beina og óbeina tjóni eiganda og/eða hitaveitunnar sem af slíkri neitun kann að leiða. 6.1.3 Áður en hitaveitan hleypir vatni á lagnir notanda þurfa tengigjöld að vera greidd. 6.1.4 Aðeins fulltrúa hitaveitunnar er heimilt að hleypa vatni á lagnir notanda og fer það fram á eftirfarandi hátt: 6.1.4.1 Fulltrúi hitaveitunnar skolar heimæðina út um síu á inntaksgrind. 6.1.4.2 Fulltrúi hitaveitunnar hleypir vatni á tengigrind hitaveitunnar. Hann innsiglar búnað tengigrindarinnar skv. tengiskilmálum þessum og merkir mælibúnað. 6.1.4.3 Þegar tenging mælitækis hefur verið innsigluð, er heimilt að hleypa á hitakerfi eiganda án þátttöku fulltrúa hitaveitunnar. 6.1.4.4 Pípulagningameistari framkvæmir allar stillingar í stjórnbúnaði hitakerfis eiganda og tryggir að virkni þess uppfylli hönnunarmarkmið. 6.1.5 Hitaveitan ber ekki ábyrgð á kerfislegum rekstri hitakerfis. Eftir varanlega áhleypingu ber hitaveitan ekki ábyrgð á ef búnaður hennar eða eiganda, þ.m.t. mælibúnaður, verður fyrir frostskemmdum eða öðrum skemmdum þótt tímabundið rof verði á þjónustu eða ef loft kemst inn á lagnir vegna vinnu við veitukerfið. Hér að neðan er slóð beint inn á tengiskilmálana inn á www.samorka.is http://sw.swapp.lausn.is/doc/2398?wosid=false

Hjallastefna kynnt á íbúafundi

Íbúafundur um skólamál verður haldinn fimmtudaginn 19. september kl. 17.30-19.30, í félagsheimilinu Fellsborg. Margrét Pála Ólafsdóttir, fræðslustjóri Hjallastefnunnar mun koma á fundinn og halda fyrirlestur um hvað Hjallastefnan gæti gert fyrir Skagaströnd. Eftir fyrirlesturinn verða fyrirspurnir og umræður. Sveitarstjóri

Mynd vikunnar

Grímuball í Tunnunni 1963. Í þá daga var mikið lagt upp úr því á grímuböllum að þekkjast ekki. Þess vegna er að sjálfsögðu ekki hægt að segja til um hver er hver á þessari mynd. Greinileg hefur verið húsfyllir á ballinu en þeir sem ekki eru í búningum eru fram við dyr meðan grímubúna fólkið dansar með númer á bakinu. Gaman getur verið fyrir Skagstrendinga að stækka þessa mynd eins og hægt er og reyna að átta sig á andlitunum í áhorfendahópnum. Hver veit nema þeir finni sjálfan sig í hópnum eða einhvern sér nákomin?

Húsaleigubætur námsmanna

Námsmenn eru minntir á að sækja þarf um húsaleigubætur fyrir hvert skólaár. Umsókn þarf að fylgja: • Útfyllt umsóknareyðublað • Þinglýstur húsaleigusamningur • Launaseðlar þeirra sem í íbúðinni búa fyrir þrjá síðustu mánuði. • Staðfesting skóla um nám • Skattframtal síðasta árs staðfest af skattstjór Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagastrandar, sími 455-2700 eða á vef Velferðarráðuneytis : http://www.velferdarraduneyti.is/

Félagsstarfið að byrja

Það er komið haust og félagsstarfið að byrja. Við byrjum þann 12. Sept. kl 14:00 Við verðum í Fellsborg og göngum inn að sunnan. Þær/þeir sem vilja láta sækja sig hafi samband við Obbu, í síma 861-4683 Kveðja Obba og Ásthildur

ORGINAL Fatamarkaður

verður á Skagaströnd fimmtudaginn 12. september 2013 í félagsheimilinu Fellsborg frá kl. 13 - 19.