Umsóknir í Uppbyggingarsjóð og Atvinnu og nýsköpunarsjóð

Er styrkur í þér? Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð og Atvinnu- og nýsköpunarsjóð Norðurlands vestra fyrir árið 2018. Sækja þarf um rafrænt á heimasíðu SSNV með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Umsóknarfrestur er til og með 30. nóvember nk. Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar Verkefnastyrkir til menningarstarfs Stofn- og rekstrarstyrkir til menningarstarfs Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Norðurlands vestra Styrkir til nýsköpunar og atvinnuþróunar fyrir 35 ára og yngri Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu SSNV, www.ssnv.is.

Fundur um ferðamál á Skagaströnd

Fimmtudaginn 2.nóv. kl. 17:15 ætla hagsmunaðilar í ferðaþjónustu á Skagaströnd að hittast í Kaffi Bjarmanesi. Þar ætlum við að ræða stöðu ferðaþjónustunnar á svæðinu og fara yfir hvað vel er gert og hvað má bæta. Fundurinn er öllum opinn. Áhugafólk.

Næsti fundur sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar fimmtudaginn 2. nóvember 2017 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 8.00. Dagskrá: Forsendur fjárhagsáætlunar 2018 Álagngingareglur útsvars og fasteignagjalda Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags Lífeyrisskuldbinding hjúkrunarheimilia Tónlistarskóli A-Hún Fundur stjórnar 10. október 2017 Ársreikningur 2016 Málefni fatlaðra Fundur þjónustuhóps 19. september 2107 Ársyfirlit Málefna fatlaðs fólks á Nl. vestra 2016 Bréf Skógræktarfélags Skagastrandar, 27.10.2017 Skógræktarfélags Skagastrandar, dags. 5. október 2017 Foreldrafélags Barnabóls, dags. 25. október 2017 Flugklasans Air 66N, dags. 25. október 2017 Stígamóta, dags. 15. október 2017 Farskóla Norðurlands vestra, dags. 19. október 2017 Verkefnahópsins; Fullveldi Íslands 1918, dags. 16. október 2017 Fundargerðir: Stjórnar Félags og skólaþjónustu A-Hún, 19.10.2017 Skólanefndar FNV, 13.10.2017 Stjórnar Norðurár bs., 21.08.2017 Stjórnar Norðurár bs., 5.09.2017 Stjórnar SSNV, 19.10.2017 Önnur mál Sveitarstjóri

Mynd vikunnar

Börn á leikjanámskeiði Myndin var tekin af börnum á leikjanámskeiði ungmennafélagsins Fram einhverntíma kringum 1982. Börnin eru frá vinstri: Jóhanna Viktoría Sveinsdóttir, Helga Kristmundsdóttir?, Jóney Gylfadóttir, Svanur Árnason, Jóna Sigurðardóttir (aftar), óþekkt stúlka (framar), Þröstur Árnason, Óli Hjörvar Kristmundsson (aftast), óþekktur (í miðið), Ragna Fanney Gunnarsdóttir (fremst), óþekktur (aftast), Kristján Gunnar Guðmundsson (í miðið), Jónas Fanndal Þorvaldsson (fremst), óþekkt, Baldur Magnússon? (aftast), Elísabet Eik Guðmundsdóttir (fremst), Óskar Ingi Þórsson, Kolbeinn Vopni Sigurðsson, Árný Helgadóttir, Halldór Gunnar Ólafsson, Hugrún Sigurðardóttir, Baldur Eðvarðsson, Theódór Karlsson, Hólmfríður Anna Ólafsdóttir (Día Anna), Atli Þórsson, Anna Dröfn Guðjónsdóttir og Gunnar Halldór Hallbjörnsson. Ef þú þekkir einhver af óþekktu börnunm á myndinni vinsamlega sendu okkur þá athugasemd.

Opið hús hjá Nes Listamiðstöð

Nes Artist Residency Skagaströnd Opið hús @ Nes Listamiðstöð október Opið hús! sunnudagur 29 kl. 15.00 - 17.00 On a lazy Sunday afternoon....sway our way and catch some artists sharing : projects about Skagaströnd, music and performance ideas, novel extracts, and more! Sjáumst þarna þá ! Copyright © 2017 Nes Listamiðstöð Ehf. All rights reserved. You are receiving this email because you have subscribed to our newsletter or given us your email so we can keep in touch :) How nice! Our mailing address is: Nes Artist Residency Fjörubraut 8 545 Skagaströnd http:\\neslist.is You can update your preferences or unsubscribe from this list. Close

Auglýsing um kjörfund

Kjörfundur í Sveitarfélaginu Skagaströnd, vegna kosninga til Alþingis, fer fram 28. október 2017 í Fellsborg og hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 22.00 Kjörstjórn

Mynd vikunnar

Jóhanna Jónasdóttir 100 ára "Ég finn svo sem engan mun á mér frá í gær", svarar Jóhanna spurningunni um hvernig það sé að vera orðin 100 ára. Jóhanna, sem býr á dvalarheimilinu Sæborg, er heilsuhraust og hefur alltaf verið. Sem dæmi um það má segja sögu af því þegar hún fór í augnaðgerð á níræðisaldri. Hjúkrunarkonan sem var að undirbúa Jóhönnu fyrir aðgerðina spurði hana hvaða lyf hún tæki. Jóhanna sagðist ekki vera að taka nein lyf og hefði aldrei gert það. Hjúkkan þráspurði Jóhönnu um þetta og nefndi hinar ýmsu lyfjategundir sem Jóhanna þvertók fyrir að nota. Þá gafst hjúkkan upp og kallaði Gísla, son Jóhönnu, á eintal og bað hann að segja sér hvaða lyf mamma hans tæki;"... því hún mamma þín vill ekki segja mér það". Gísli sagði konunni að þetta væri bara rétt hjá mömmu sinni hún tæki engin lyf og hefði aldrei gert. Jóhanna fæddist á Fjalli í þáverandi Vindhælishreppi 15. október 1917 og ólst þar upp. Hún giftist Angantý Jónssyni (og Guðrúnar frá Lundi - syni) og fóru þau að búa á Mallandi á Skaga þar sem foreldrar hans bjuggu. Þaðan fluttu þau svo að Fjalli og bjuggu þar. Þegar bærinn brann ofan af þeim fluttu þau til Skagastrandar. Þau eignuðust þrjár dætur, tvíburana Guðrúnu og Sigurbjörgu (d.10.9.1997) og Bylgju áður en þau skildu. Jóhanna flutti síðan suður á land, bjó þar í nokkur ár og eignaðist eina dóttur í viðbót, Dagný Hannesdóttur. Heim kom hún svo aftur til Skagastrandar þar sem hún hefur átt heima alla tíð síðan. Hér eignaðist hún sitt yngsta barn, drenginn Gísla Snorrason. Jóhanna vann verkakvennavinnu alla tíð eftir heimkomuna, lengst af í frystihúsinu. Þar stóð hún við að snyrta og pakka fiski þar til frystihúsinu var lokað. Þá var Jóhanna farin að nálgast áttrætt. Jóhanna minnist vinnunnar í frystihúsinu með gleði . "Ég væri þarna enn ef þeir hefðu ekki lokað", sagði þessi kankvísa og hressa samferðakona okkar á 100 ára afmælisdegi sínum.

Potluck

Potluck Dinner @ Nes Potluck með október Nes listamenn! fimmtudagur 19 október kl. 18.30 – 20.30 Fjörubraut 8 Komið og deilið máltíð með listamönnunum okkar. Allir velkomnir!

Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi auglýsir

Erlingur Hugi Kristvinsson háls,- nef og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi fimmtudaginn 26.október 2017. Tímapantanir í síma 455-4100 milli kl 08:00 og 16:00.

Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins

Kjörskrá vegna Alþingiskosninga þann 28. október 2017 liggur frami á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagastrandar frá 18. október til kjördags. Kjörskrárstofninn miðast við þá sem áttu lögheimili í sveitarfélaginu samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár 23. september 2017. Athygli er vakin á því að kjósendur geta einnig kannað á vefnum kosning.is hvar þeir eru á kjörskrá. Sveitarstjóri