29.04.2013
Vortónleikar Tónlistarskólans verða á Skagaströnd í Hólaneskirkju
fimmtudaginn 2. maí kl: 1700
Allir velkomnir
Skólastjóri
26.04.2013
Kjörfundur í Sveitarfélaginu Skagaströnd vegna kosninga til Alþingis þann 27. apríl 2013 fer fram í Fellsborg þann dag og hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 21:00.
Kjörstjórnin
26.04.2013
Skíðagöngufólk 1983
Á áttunda áratugnum og fram eftir þeim níunda var mikill skíðaáhugi á
Skagaströnd. Skíðalyfta var keypt og starfrækt í hlíðum Spákonufells,
skíðaskálinn var byggður og skíðaáhuginn var almennur.
Haldin voru fjölmenn skíðamót í svigi, bruni og skíðagöngu þar sem allir
skemmtu sér vel.
Fólkið á þessari mynd tók sig til og gekk á gönguskíðum
frá Skagaströnd og út að Háagerði einn sunnudag vorið 1983.
Þegar þangað kom beið Jón Jónsson eftir fólkinu með heitt kakó í potti og
samlokur í rússajeppa sem hann átti.
Standandi frá vinstri á myndinni:
Karl Berndsen, Guðrún Guðbjörnsdóttir, Guðmundur Haukur Sigurðsson,
Guðbjörg (Gógó) Viggósdóttir, Magnús B. Jónsson, Viggó Magnússon
og Stefán Lárusson. Sitjandi: Jón Jónsson, Gylfi Sigurðsson, Bára Þorvaldsdóttir,
Bjarney Valdimarsdóttir, Bernódus Ólafsson, Guðrún Sigurðardóttir,
Þórunn Bernódusdóttir og Anna Bára Sigurjónsdóttir.
Myndina tók Ólafur Bernódusson fyrir utan Háagerðisbæinn.
24.04.2013
Kaffisala verður í Bjarmanesi á kosningadaginn, 27. apríl frá klukkan 15:00- 18:00.
Kaffið kostar 1500 krónur fyrir fullorðna, 800 fyrir börn á grunnskólaaldri og ókeypis er fyrir börn á leikskólaaldri.
Vonumst til að sjá sem flesta.
10. bekkingar og foreldrar
23.04.2013
Komdu og taktu þátt í matarviðburðinum Naglasúpa sem AndrewRewald verður með í kjallara Bjarmaness laugardaginn 27. apríl, kl. 17.00-20.00 og sunnudaginn 28. apríl, kl. 12.00-15.00.
Andrew hefur dvalið í Nes listamiðstöð í þrjá mánuði og langar til aðdeila afrakstri dvalar sinnar með íbúum Skagastrandar. Þessa tvo daga mun Naglasúpan bera keim af listrænni túlkun hans á þeim bragðtegundum sem hann hefur upplifað hér á staðnum.
Opið hús
laugardaginn 27. apríl, kl. 16.00-18.00,
í Nes listamiðstöð
-YoganMuller (Frakkl.)) verður hér í 3 mánuði. Hann er ljósmyndari.
- AndrewRewald (Ástr.) mun elda Naglasúpu fyrir fólk í Bjarmanesi frá kl. 17-20
-Edyta Materka (USA) er við skriftir í Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Skagaströnd.
-ChrisBoni og Melissa Fisher (Kan.) vinna að undirbúningi kvikmyndar á Skagaströnd sem tekin verður upp í júní.
-MarlainaRead (Ástr.) er að smíða bát og mun draga hann upp á Spákonufell í næsta mánuði.
- Herra Plume og StéphanieLetaconoux (Frakkl.) hafa staðið fyrir fjársjóðsleit og opnun á nýjum vegg fyrir samfélagslist.
-JahnnePasco-White (Ástr.) vinnur með höggmyndir og innsetningar.
-KelseyBosch (USA) vinnur með blandaðri tækni að list sinni.
-KirstenKeegan (Kan.) stundar kvikmyndagerð og ljósmyndun
Allir velkomnir!
23.04.2013
Farskólinn býður upp á fyrirlestur Jóns Guðmundssonar garyrkjufræðings í fjarfundi næsta laugardag, 27. apríl, í námsstofunni í Gamla kaupfélaginu.
Fundurinn kostar 7.900.- krónur á mann en eftir hann þá þekkir viðkomandi til ræktunar helstu berjarunna og ávaxtatrjáa, sem gefa æt ber og aldin hér á landi. Einnig hvar best er að gróðursetja tré í garðinum. Fjallað verður um jarðveg, áburðargjöf, klippingar og umhirðu, helstu meindýr og sjúkdóma í berjaræktun. Þátttakendur fá m.a. uppskriftir að berjahlaupi, berjasultu, marmelaði og réttum þar sem berin þjóna lykilhlutverki.
Skrásetning á námskeiðið fer fram hjá Ólafi Bernódussyni í síma 8993172 eða 4512210 eða á netfanginu: olibenna@hi.is fyrir föstudag 26. apríl.
22.04.2013
Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir eftir starfsmanni til sumarafleysinga fyrir verkstjóra áhaldahúss en einnig eftir flokksstjórum til starfa í Vinnuskóla sveitarfélagsins í sumar. Skilyrði er að umsækjendur séu 20 ára eða eldri og reynsla af sambærilegum störfum kostur.
Jafnframt eru auglýst laus til umsókna sumarstörf námsmanna í samstarfi við Vinnumálastofnun. Störfin eru við ýmis verkefni á vegum sveitarfélagsins m.a. við skógrækt, umhverfismál og umsjón með golfvelli.
Umsóknareyðublöð má fá á skrifstofu sveitarfélagsins. Umsóknarfrestur um flokkstjórastörf er til 8. maí n.k. en umsóknarfrestur vegna sumarstarfa námsmanna verður auglýstur síðar.
Skráning í vinnuskóla fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir að vinnuskólinn hefji störf um mánaðarmót maí –júní.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofunni í síma 455 2700.
Sveitarstjóri
18.04.2013
Hefur þú ekki gaman af að tálga og skapa eitthvað nýtt? Væri ekki gaman að læra réttu handbrögðin?
Farskólinn auglýsir 14 kennslustunda (eina helgi) útskurðarnámskeið með Jóni Adolf Steinólfssyni sem leiðbeinanda. Hægt væri að halda svona námskeið hér á Skagaströnd ef okkur tekst að fá 10 manns til að taka þátt.
Jón Adolf skaffar efni í tvö útskurðarverk og einnig kemur hann með öll áhöld sem þarf.
Námskeiðið kostar 26.900.- krónur en stéttarfélög endurgreiða gjaldið allt að 75% eftir því um hvaða félag er að ræða.
Sláðu nú til og hafðu samband við undirritaðan fyrir mánaðamót apríl /maí og skráðu þig.
Ef þátttaka fæst þá stefnum við að svona námskeiði einhverntíma í maí.
Heyri vonandi frá þér,
Ólafur Bernódusson
s: 899 3172 og 451 2210 olibenna@hi.is
18.04.2013
Fjölskyldan í Dvergasteini
Þetta er fjölskyldan í Dvergasteini. Dvergasteinn var hús sem stóð ofan við Skálholt en var við Bankastræti. Húsið var lítið og lágreist með viðbyggð fjárhús og hlöðu.
Á myndinni er ekkjan Svanbjörg Magdalena Jósefsson (Svana Fossdal) (f. 27.4.1925 - d. 31.3.2002) með börnin sín. Svana var færeysk að uppruna en maður hennar var Hafsteinn Björnssson Fossdal.
Hafsteinn drukknaði í Skagastrandarhöfn í hörmulegu slysi 22. febrúar 1962 og er því að sjálfsögðu ekki á myndinni.
Börnin þeirra á myndinni eru frá vinstri: Ingi Jóhann Hafsteinsson Fossdal, sem drukknaði í Hólmavatni við Blönduós 12. desember 1987, Matthilda Alvilda Hafsteinsdóttir Fossdal, Björn Hafsteinsson Fossdal (d. 13.4.1983) og Sævar Hafsteinsson Fossdal. Sævar var seinna í fóstri á Holtastöðum í Langadal og eyddi þar unglingsárum sínum.
Myndin var tekin heima í Dvergasteini um jól á árunum 1963 eða1964. Svana flutti til Reykjavíkur með fjölskyldu sína árið 1965.
17.04.2013
eftir Jón Gunnar og snillingana þrjá
Verður í Fellsborg laugardagskvöldið 20. apríl kl. 20:00
Húsið opnar kl. 19:15
Stórleikararnir Þráinn Karlsson, Gestur Einar og Alli Bergdal leika sig sjálfa; gamla bitra geðilla leikara sem halda að þeir séu virtir, dáðir og sívinsælir.
Sýningin gerist á Kanarí og fjallar um ferð eldri borgara frá Akureyri til Kanarí sem fer algjörlega úr böndunum.
Leikararnir nota sögur úr eigin reynslu, Gestur Einar þolir ekki Gogga úr Stellu í Orlofi, Alli Bergdal þolir ekki Skralla trúð og Þráinn Karlsson þolir ekki þegar fólk segir við hann; mikið líturðu vel út!
Í sýninguna fléttast leikhústónlist úr þeim verkum sem hafa staðið upp úr á 50 ára leiklistarferli.
Skemmtunin er 70 mínútur að lengd, setið er til borðs og barinn er opinn. Sýningin er því tilvalin fyrir vinnuhópa, vinahópa, saumaklúbba eða bara fyrir fólkið af götinni sem vill koma og skemmta sér.
Leikstjóri: Jón Gunnar
Leikarar: Gestur Einar Jónasson, Þráinn Karlsson, Aðalsteinn Bergdal