29.01.2015
Fréttatilkynning
Styrkir til atvinnumála kvenna 2015
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um styrki til atvinnumála kvenna vegna ársins 2015. Styrkir þessir eru veittir af velferðarráðherra og er markmið þeirra að efla atvinnulíf og auka aðgengi kvenna að fjármagni.
Til ráðstöfunar að þessu sinni eru 35 milljónir og er hámarksstyrkur kr. 3.000.000.
Ráðgjafanefnd metur umsóknir og er umsóknarfrestur til og með 16.febrúar.
Styrkhæf verkefni skulu vera í eigu kvenna (amk 50%) og stjórnað af konum og skulu fela í sér atvinnusköpun til frambúðar. Um nýnæmi skal vera að ræða og kröfur eru gerðar um að verkefni skekki ekki samkeppnisstöðu á markaði.
Veittir eru styrkir til gerðar viðskiptaáætlunar, áætlanagerðar, þróunarkostnaðar og markaðssetningar (innanlands og erlendis). Auk þess geta konur sem hafa nýlega stofnað fyrirtæki eða eru að stofna fyrirtæki, sótt um styrk til að koma fyrirtækinu í framkvæmd (launastyrkur). Með þeirri umsókn þarf að fylgja fullgerð viðskiptaáætlun.
Ekki eru veittir styrkir vegna stofnkostnaðar, framkvæmda, stærri fjárfestinga né rekstrarstyrkir. Vakin er athygli á því að styrkir eru skattskyldir og þarf að telja fram kostnað á móti.
Ekki eru veittir hærri styrkir en sem nema helming kostnaðar við verkefni en þetta á þó ekki við um gerð viðskiptaáætlunar.
Atvinnumál kvenna kynnir einnig nýtt kynningarblað þar sem viðtöl eru við þá styrkhafa sem hæstan styrk hlutu árið 2014 og má finna blaðið hér:
http://en.calameo.com/read/003138568ad6fcdf3bb8b
Nánari upplýsingar um styrkina má finna á heimasíðu verkefnisins www.atvinnumalkvenna.is
Atvinnumál kvenna á Facebook
https://www.facebook.com/atvinnumalkvenna
Atvinnumál kvenna á linkedin
https://www.linkedin.com/groups?home=&gid=3755265&trk=my_groups-tile-grp
Atvinnumál kvenna á twitter
https://www.linkedin.com/groups?home=&gid=3755265&trk=my_groups-tile-grp
29.01.2015
Á fimmtudaginn næstkomandi kl 12:30 mun verða hægt að fylgjast með fyrirlestri um hrognkelsi í Námstofu sveitarfélagsins Skagastrandar í Gamla Kaupfélaginu. Við ætlum að tengjast í gegnum fjarfundabúnað og því geta áhugasamir komið og fylgst með.
Verið velkomin
Málstofa 29. janúar kl. 12:30
James Kennedy, sérfræðingur á Hafrannsóknastofnun, flytur erindi sem nefnist: Hrognkelsið er enginn silakeppur: göngur, lóðrétt far og veiðistjórnun á hrognkelsi við Ísland.
Erindið verður flutt (á ensku) kl. 12.30 í fyrirlestrarsal á fyrstu hæð á Skúlagötu 4.
Í erindinu verður fjallað um umfangsmiklar merkingarannsóknir á grásleppu sem Biopol á Skagaströnd og Hafrannsóknastofnun hafa staðið að um árabil. Notuð voru hefðbundin fiskmerki en einnig rafeindamerki sem geta safnað ítarlegum upplýsingum um hitastig og dýpi sem fiskurinn heldur sig á.
Meðal annars kemur fram að hrognkelsi eru fær um að synda töluverðar vegalengdir á dag og þá stunda þau einnig lóðréttar dægurferðir. Auk merkingarannsókna verður fjallað um aðferðir sem beitt er við stjórnun veiða á hrognkelsi en hrognkelsaveiðar hafa verið stundaðar við Ísland um árabil aðallega vegna grásleppuhrogna.
Ágrip
Cyclopterus lumpus is no lazy lump: migration, vertical activity and management of lumpfish in Iceland
Female lumpfish are targeted for their roe when they migrate to coastal areas around Iceland in spring to spawn. To better understand their movements and vertical activity at this time, a large tagging program was started in 2008 by Biopol which was extended in collaboration with MRI to include tagging during the Icelandic spring groundfish survey (IGFS) and the use of data storage tags (DSTs).
Between 2008 and 2014, 9710 female lumpfish were tagged, including 121 with DSTs. Lumpfish showed extensive movements with fish tagged in coastal areas being recaptured up to 587 km from their tagging location and were capable of swimming up to 49 km day-1. Fish were most frequently caught in the area in which they were tagged; however, movement between areas was common. Very few fish were caught after 1 year at liberty possibly due to tag loss. DSTs revealed that lumpfish were active within the water column, with vertical movements of several hundred meters being common and vertical speeds of 15 cm s-1.
Data from both DSTs and IGFS indicate diel vertical migration in lumpfish. Landings have varied over time and reached a peak in the 70s and 80s which was followed by a sharp decline in the biomass index. Biomass index and abundance of large fish (>45 cm) is still at a low level in comparison with the early 80s. Fishing is primarily regulated using input controls, however, the number of boats which will participate is unknown when days at sea is decided, thus keeping catches below the TAC recommendation may be problematic if participation increases.
23.01.2015
Framsóknar-handtak
Hér takast þeir í hendur Framsóknarmennirnir
Magnús B. Jónsson, fulltrúi framsóknar í hreppsnefnd
Höfðahrepps og sveitarstjóri á Skagaströnd, til vinstri
og Björn Pálsson (d. 11.4.1996) alþingismaður
Framsóknarflokksins frá Löngumýri til hægri.
Björn var áður kaupfélagsstjóri á Skagaströnd og
vinsæll útgerðarmaður
16.01.2015
Sönghópur í skólanum
Þessi mynd var tekin í Höfðaskóla af sönghópi
ungra stúlkna á einhverri skemmtun þar.
Myndin var tekin 1967 - 1968. Á myndinni eru, frá vinstri:
Guðbjörg Þorleifsdóttir, Sigríður Gestsdóttir, Lára Guðmundsdóttir,
Sigríður Birna ? , Elsa Lára Blöndal, Lára Bylgja Guðmundsdóttir
og Sigrún Lárusdóttir sem leikur undir á gítar.
Ef þú manst hvers dóttir Sigríður Birna er, vinsamlega sendu
okkur þá athugasemd.
14.01.2015
Landsskipulagsstefna og
skipulagsgerð sveitarfélaga
Skipulagsstofnun kynnir auglýsta tillögu að Landsskipulagsstefnu 2015-2026 á opnum fundi í Eyvindarstofu á Blönduósi þann 22. janúar næstkomandi, klukkan 13-15.
Á fundinum verður tillagan kynnt auk þess sem að fjallað verður sérstaklega um framfylgd landsskipulagsstefnu í skipulagsgerð sveitarfélaga svo sem við endurskoðun aðalskipulags.
Jafnframt verður bein útsending frá kynningu í Reykjavík þann 29. janúar kl. 15-17 og má sjá hana á vef Skipulagsstofnunar.
Á fundinum verður tillagan kynnt auk þess sem að fjallað verður sérstaklega um framfylgd landsskipulagsstefnu í skipulagsgerð sveitarfélaga svo sem við endurskoðun aðalskipulags.
Tillöguna, ásamt umhverfismati og fylgiskjali, Skipulagsmál á Íslandi 2014 – lykilmælikvarðar og fyrirliggjandi áætlanir, má nálgast á www.landsskipulag.is og www.skipulagsstofnun.is,
en frestur til að skila athugasemdum er til 13. febrúar 2015.
Með bestu kveðju,
Sólveig Olga Sigurðardóttir
Atvinnuráðgjafi
Sími 455 6119 / 857 0251
12.01.2015
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar
miðvikudaginn 14. janúar 2014 kl 0800 á skrifstofu sveitarfélagsins.
Dagskrá:
Gjaldskrár sveitarfélagsins
Sæborg
Bjarmanes
Almannavarnir Húnavatnssýslna
Samkomulag um skipan almannavarnanefndar
Fundargerð almannavarnanefndar, 22.05.2014
Snjómokstur á Skagaströnd
Bréf:
Evu Dísar og Tönju Ránar, dags. 2. janúar 2015
Consello ehf, dags. 2. janúar 2015
Umhverfisstofnunar, dags. 30. desember 2014
Ungmennafélags Íslands, dags. 12. desember 2014
Ungmennafélags Íslands, dags. 10. desember 2014
Fundargerðir:
Atvinnu- og ferðamálanefndar, 18.12.2014
Stjórnar Róta bs. 26.11.2014
Stjórnar SSNV, 4.11.2014
Stjórnar SSNV, 4.12.2014
Stjórnar Sambands ísl. sveitarf. 12.12.2014
Önnur mál
Sveitarstjóri
09.01.2015
Starfsfólk Höfðaskóla veturinn 1961 - 1962.
Aftari röð frá vinstri:
Páll Jóhannesson (d. 29.1.1989) hús- og gangavörður,
Gestheiður Jónsdóttir (d. 6.11.2010) ræstitæknir,
María Magnúsdóttir kennari, Elínborg Jónsdóttir (d. 7.1.2007) kennari
og Eiríkur Kristinsson (d. 4.10.1994) kennari.
Fremri röð frá vinstri:
Jón Pálsson kennari, séra Pétur Þ. Ingjaldsson (d. 1.6.1996)
prófdómari og kennari,
Páll Jónsson (d. 19.7.1979) skólastjóri og Sveinn Ingólfsson kennari.
05.01.2015
Bæjarmálafélagið boðar til fundar í Fellsborg, miðvikudaginn 7. Janúar kl. 17.00.
Fundarefnið er auðvitað málefni samfélagsins okkar og við byrjum á að glugga aðeins í fjárhagsáætlun ársins 2015.
Vanti einhver svör við spurningum sem upp kunna að koma í sambandi við áætlunina, mun sveitarstjórinn mæta og útskýra frekar ef þarf.
Gaman væri að sjá ykkur sem flest sem áhuga hafið.
Bæjarmálafélagið