08.01.2007
Gamla skólahúsið, Bjarmanes er til leigu þar sem núverandi leigjendur hafa sagt samningi sínum lausum.
Undanfarin þrjú sumur hefur Kaffi Viðvík rekið kaffihús og upplýsingaþjónustu í húsinu en einnig staðið fyrir ýmsum menningarviðburðum.
Hreppsnefnd Höfðahrepps auglýsir því eftir áhugasömum leigjanda sem hefði góðar hugmyndir um hvernig mætti nýta húsið og væri tilbúinn að framkvæma þær.
Hugmyndum / umsóknum skal skilað á skrifstofu Höfðahrepps
fyrir 1. febrúar 2007.
Fyrir hönd hreppsnefndar,
8. janúar 2007.
Sveitarstjóri
04.01.2007
Ágætu foreldrar og forráðamenn
Ég vil fyrir hönd félagsins byrja á að þakka ykkur fyrir samstarfið í haust og vetur. Það hefur að mínu mati verið einstaklega ánægjulegt að fylgjast með hvernig starf félagsins hefur þróast í haust. Þátttaka barnanna í íþróttastarfinu hefur aldrei verið betri og áhuginn verið að aukast eftir því sem að liðið hefur á. Þjálfararnir Guðmundur Þór og Ágúst Ingi hafa reynst okkur ákaflega vel og hafa náð vel til krakkanna. Takk fyrir það.
Það er því með með ákveðnum trega sem ég tilkynni að Guðmundur Þór kemur ekki til með að starfa fyrir félagið á nýju ári. Persónulegar aðstæður hans leyfðu það ekki. Það er því ljóst að nokkrar breytingar verða nú á vormisseri. Í stað Guðmundar hefur verið ráðinn annar þjálfari, Ingvar Magnússon frá Sauðárkróki. Ingvar er starfandi íþróttakennari og hefur komið að margskonar þjálfun ungmenna á síðastliðnum árum. Í kjölfar þessa reyndist nauðsynlegt að gera lítilsháttar breytingar á stundartöflu sem m.a. leiddu til þess að því miður er ekki hægt að hafa íþróttaskóla á miðvikudögum. Ég bið ykkur að kynna ykkur nýju stundartöfluna.
Um leið og ég þakka Guðmundi vel unnin störf vil ég bjóða Ingvar velkominn til starfa.
Ég vil minna á að enn eiga nokkrir eftir að nálgast skíðafatnaðinn sinn. Hægt er að gera það hjá Róbert og Aðalheiði. Skíðaferðir í Tindastól verða settar á um leið og aðstæður leyfa.
Í lokin vil ég koma þökkum til allra þeirra, einstaklinga og fyrirtækja, sem styrktu félagið með kaupum á flugeldum og eða styrktu flugeldasýningu nú fyrir áramótin. Flugeldasalan er megin fjáröflun félagsins og er okkur því gríðarlega mikilvæg. Björgunarsveitinni þakka ég gott samstarf.
Kveðja Halldór G. Ólafsson
form U.M.F Fram
ÆFINGATAFLA U.M.F FRAM VORMISSERI 2007
KLMánud.KLÞriðjud.KLMiðvikud.KLFimmtud.
15–16
Íþróttask°
1-4 b
15–16
Íþróttask*
1-4 b
15–16
Fellur niður
15–16
Íþróttask°
1-4 b
16-17:30
Frjálsar°
5-10 b
16-17
Fótbolti*
4-6 b
16-17
Fótbolti *
4-6 b
16-17:30
Frjálsar°
5-10 b
17:30-18:30
Fótbolti*
7-10b kk
17-18
Fótbolti*
7-10b kk
17 -18
Fótbolti*
7-10b kk og kvk
17:30-18:30
Fótbolti*
4-6 b
18-19
Fótbolti*
7-10b kvk
18:30-19:30
Fótbolti*
7-10b kvk
° = Ingvar * = Ágúst Ingi
04.01.2007
Björgunarsveitin Strönd og UMF. Fram voru með sína árlega flugeldasölu í áhaldahúsi staðarins. Að venju var dregið úr bónuspotti en þeir sem versluðu fyrir 20.000 krónur eða meira komust í pottinn. Eftir lokun þann 31.des. var dregið úr pottinum og sá heppni þetta árið var stórbóndinn Jens Jónsson Brandaskarði. Að sjálfsögðu voru verðlaunin vegleg flugeldaveisla. Flugeldasalan er ein mikilvægasta fjáröflun félaganna og þakka þau veittan stuðning í gegnum árin.