01.02.2018
Forsætisráðuneytið leitar að 13 til 18 ára ungmennum í ungmennaráð Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Opið verður fyrir umsóknir til og með 16. febrúar nk.
Leitað er að áhugasömu ungu fólki til að taka sæti í ungmennaráði heimsmarkmiða sameinuðu þjóðanna (SDG – Sustainable Development Goals). Ungmennaráðið hefur það skemmtilega hlutverk að kynna sjálfbæra þróun fyrir jafnöldrum sínum og vera ríkisstjórninni til ráðgjafar um hvernig ná megi sem best heimsmarkmiðum um sjálfbæra þróun. Ferðakostnaður vegna funda verður greiddur.
Meðfylgjandi er auglýsing með nánari upplýsingum.
30.01.2018
Ágætu fasteignaeigendur á Skagaströnd.
Álagning fasteignagjalda eru í vinnslu og verður álagning keyrð um mánaðarmót. Álagningarreglur fasteignagjalda 2018 eru aðgengilegar á heimasíðunni undir „gjaldskrár“.
Greiðslur fasteignagjalda:
Eins og undanfarin ár verða ekki sendir greiðsluseðlar vegna fasteignagjalda nema til þeirra sem þess hafa óskað sérstaklega og gildir skráning þeirra sem þess óskuðu á síðasta ári nema nýjar upplýsingar komi fram.
Gjalddagar fasteignagjalda eru frá 1. febrúar til 1. júlí, en á smærri upphæðum eru gjalddagar 1 eða 2. (Gjalddagar á 0-5.000 kr. er 1.apríl og 5.001-10.000 skiptist í tvo gjalddaga 1. apríl og 1. maí).
Sorphirðugjald /sorpeyðingargjald
Vakin er athygli á að sorphirðugjald er lagt á íbúðir með fastri búsetu en einungis sorpeyðingargjald á sumarhús og íbúðir þar sem ekki er regluleg búseta. Það táknar að sorphirða fer ekki fram þar sem einungis er greitt sorpeyðingargjald. Sama gildir um þær eignir sem ekkert sorphirðu- eða eyðingargjald er lagt á eins og t.d. ferðaþjónustueignir (C-flokkur) þeir aðilar leysa sjálfir sorphirðu /sorpeyðingu fyrir sína starfsemi með samningum við þjónustuaðila eða öðrum hætti.
Álagningaseðlar:
Álagningarseðlar verða ekki sendir út nema þess sé sérstaklega óskað. Hver og einn getur nálgast sína álagningarseðla á vefsíðunni www.island.is undir reitnum „mínar síður“ Innskráning er með kennitölu viðkomandi og íslykli eða rafrænum skilríkju.
Skrifstofa sveitarfélagsins veitir fúslega upplýsingar og aðstoð til þeirra sem þess óska.
Skagaströnd 30. janúar 2018
Sveitarstjóri
26.01.2018
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar mánudaginn 29. janúar 2018 á skrifstofu sveitarfélagsins kl 8.00.
Dagskrá:
Gjaldskrá sveitarfélagsins
Grunnskólinn – skýrsla skólastjóra
Starfsmannahald
Uppbjör við Brú lífeyrissjóð
Persónuvernd
Byggðasamlag um menningu og atvinnumál
Fundargerð stjórnar
Fjárhagsáætlun 2018
Bréf
Mannvirkjastofnunar, 3. janúar 2018
Sambands ísl. sveitarfélaga, 16. janúar 2018
Minnisblað Sambands ísl. sveitarfél. 16. janúar 2018
Sambands ísl. sveitafélaga, 22. janúar 2018
Kristjáns Jónassonar, KPMG, 24. janúar 2018
Fundargerðir:
Sameiningarnefndar A-Hún, 10.01.2018
Stjórnar SSNV, 9.01.2018
Stjórnar Hafnasambands Íslands, 24.01.2018
Stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga 15.01.2017
Önnur mál
Sveitarstjóri
26.01.2018
Bíóauglýsing
Þessi útstillingar - kassi/skápur var á stafni bragga sem stóð
norðan við götuna beint á móti mjölskemmunni.
Eigandi kassans/skápsins var Skagastrandarbíó sem notaði hann
til að auglýsa kvikmyndasýningar sínar, sem voru, þegar best lét,
þrisvar í viku.
Að þessu sinni er auglýst
"Heimsfræg stórmynd gerð eftir samnefndri metsölubók, sýnd kl 9 í kvöld,
sunnudag".
Myndin sem um ræðir hét "Carpetbaggers "samkvæmt auglýsingunni.
Samkvæmt bókinni "Byggðin undir Borginni" var Skagastrandarbíó
stofnað 1958 að frumkvæði Hallbjörns Hjartarsonar, sem var sýningarmaður
bíósins, og fleiri. Sýningar voru í Tunnunni, sem þá þjónaði sem samkomuhús
bæjarbúa. Snemma á áttunda áratugnum voru sýningarnar færðar í Fellsborg
en þá var farið að draga verulega úr aðsókn, einkum vegna samkeppni við
sjónvarpið.
Skagastrandarbíó seldi síðan Höfðahreppi sýningarvélar sínar 1979 og hætti
starfsemi. Félagsheimilið hélt uppi merkinu í nokkur ár en starfsemin fjaraði
út hægt og hægt á nokkrum árum.
Senda upplýsingar um myndina
26.01.2018
Foreldrar barna með lögheimili á Skagaströnd eiga rétt á 15 þúsund króna styrk, fyrir hvert barn á grunnskólaaldri, sem þátt tekur í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Frístundakortin taka gildi 1. janúar ár hvert og gilda í eitt ár. Skil á gögnum vegna frístundaþátttöku síðastliðins árs er í síðasta lagi 31. janúar næsta árs. Eftir það fellur réttur þess árs niður.
23.01.2018
Í tilefni opnunar Salthúss gistiheimilis að Einbúastíg 3 á Skagaströnd verður opið hús í gistiheimilinu föstudaginn 26. janúar nk. kl 17-19. Allir velkomnir.
22.01.2018
Nýr líkamsræktarsalur hefur verið opnaður í íþróttahúsinu á Skagaströnd. Salurinn er á miðhæð íþróttahússins þar sem hafa verið kennslustofur undanfarin ár. Við þá breytingu að öll almenn kennsla var flutt í grunnskólann eftir breytingar á því húsnæði á sl. ári opnaðist möguleiki til að nýta salinn í íþróttahúsinu fyrir líkamsrækt.
Tækin í salnum eru fengin frá World Class og eru samtals 18 og er ætlað að gefa möguleika á að þjálfa sem flesta vöðva líkamans en auk þess eru þrjú öflug hlaupabretti. Við opnunina 17. janúar sl. voru tækin kynnt og Ólafur Jóhannesson stöðvarstjóra hjá World Class kenndi bæði starfsfólki og gestum hvernig best er að nota tækin.
Með þessari breytingu verður mikil bylting á aðstöðu fyrir líkamsræktina sem hefur undanfarin 20 ár verið í kjallara íþróttahússins í frekar þrögnu rými og með misjöfnum tækjabúnaði. Þar verður reyndar áfram lyftingabúnaður, lóð og þess háttar þjálfunaraðstaða.
Auk líkamsræktaraðstöðunnar er á efstu hæð ágætur salur fyrir júdó, karate og jóga. Í tilefni þessara tímamóta og breytinga lagði Ungmennafélagið Fram til dýnur á allt gólf salarins.
Við opnun líkamsræktarinnar kynnti Þórey Fjóla Aradóttir hvaða þjónustu hún gæti boðið sem einkaþjálfari.
Íþróttahúsið var tekið í notkun fyrir réttum 20 árum því það var formlega opnað 15 mars 1998. Í því er 16x32 metra parketlagður salur þar sem hægt er að stunda ýmsar íþróttir.
Góð aðsókn var við opnun líkamsræktaraðstöðunnar og mikil ánægja með nýja aðstöðu og búnað og þau tækifæri sem opnast með þessari breytingu.
19.01.2018
Mjólkurflutningar
Gríðarlegur snjór var á Skagaströnd í janúar - maí 1995 með
sífelldum illviðrum. Snjómokstur gekk erfiðlega því erfitt var að
koma snjónum fyrir nema aka honum í sjóinn.
Ófært var út á Skaga fyrir mjólkurbílinn og tóku bændur þá það til
ráðs að þeir komu á dráttarvélum sínum með mjólkina í brúsum og
tunnum til móts við mjólkurbílinn, sem komst hálfa leið út að Háagerði.
Þar var mjólkinni dælt í mjólkurbílinn úr ílátum bændanna.
Á þessari mynd er Sigfús Guðmundsson mjólkurbílstjóri að dæla upp úr
brúsum frá Árna Sveinbjörnssyni frá Króksseli.
Í baksýn eru að spjalla Baldvin Sveinsson frá Tjörn, Vilhjálmur Skaftason
Skagaströnd, óþekktur og Jens Jónsson frá Brandaskarði.
Senda upplýsingar um myndina
17.01.2018
Að undanförnu hafa staðið yfir talsverðar breytingar á líkamsræktar aðstöðu í íþróttahúsinu og af því tilefni verður opið hús miðvikudaginn 17. janúar frá kl. 12:30-18:00.
Tækin eru fengin frá World Class og verða kynnt af starfsfólki og einkaþjálfara samkvæmt leiðbeiningu og kennslu frá Ólafi Jóhannessyni stöðvarstjóra hjá World Class. Einni mun Þórey Fjóla Aradótti einkaþjálfari vera með til kynningar sína starfssemi.
Sveitarfélagið býður þessa aðstöðu gjaldfrjálst til 31. Janúar að þeim tíma loknum tekur við ný gjaldskrá.