19.03.2008
Laugardaginn 22. mars heldur
kvenfélagið Eining Páskabingó
í félagsheimilinu Fellsborg Skagaströnd.
Bingóið hefst kl 14:30
Verð:
Fullorðnir 800 kr spjaldið
16 ára og yngri 500 kr
Aukaspjald í hléi kr 250
Kaffiveitingar í hléi 600 kr
Fjöldi veglegra vinninga.
Gleðilega páska!
Kvenfélagið Eining
18.03.2008
Það er gaman að segja frá því að Þróunarverkefni ð „Huglægur matslisti Gerd Strand“ sem skólafólk beggja Húnavatnssýslna þróaði hefur hlotið verðskuldaða athygli. Þegar hafa verið haldin tvö námskeið sem veita þátttakendum réttindi til að nota matslistann. Einnig hafa fræðsluyfirvöld víðsvegar af landinu sýnt listanum áhuga og óskað eftir frekari kynningu. Listinn verður kynntur í Menntamálaráðuneytinu á næstunni og er það okkur sem höfum staðið að gerð listans mikill heiður og viðurkenning.
Fyrsta námskeiðið sem veitir réttindi til að nota listann var haldið í grunnskólanum á Dalvík fyrir 15 grunnskólakennara í Dalvíkur- og Fjallabyggð. Annað námskeiðið var haldið í Hafnarfirði í tengslum við skólaskrifstofu Hafnarfjarðar og sóttu það 17 grunnskólakennarar. Við erum því harla ánægð með viðtökurnar.
Mynd:
1.Þátttakendur í Dalvíkur- og Fjallabyggð
2.Sigríður og Guðbjörg með kennurum úr Hafnarfirði að loknu réttindatökunámskeiði
17.03.2008
Námskeið um einstaklingsmiðaðar áherslur í kennslu barna og unglinga var haldið á vegum Fræðsluskrifstofunnar þann 11. mars s.l. í félagsheimilinu á Blönduósi.
Á námskeiðinu var fjallað um hvernig hægt er að auka þátttöku, virkni og ábyrgð nemenda á eigin námi. Einnig var fjallað um hvernig vinna má á fjölbreyttan hátt í skólastofunni með skapandi verkefni sem leið til að koma til móts við ólíka getu, þarfir og áhugamál nemenda.
Kennari á námskeiðinu var Jóhanna Karlsdóttir, lektor í kennslufræði við Kennaraháskóla Íslands.
Mynd: Þátttakendur og Leiðbeinandi.
15.03.2008
Félagarnir í hljómsveitinni Janus frá Skagaströnd ætla nú sem fyrr að koma saman í Kántrýbæ á Skagaströnd, föstudaginn 21.mars næstkomandi og taka nokkur létt lög.
Það mun vera hefð fyrir þessari samkomu þeirra félaga,en fyrir 20 árum þá spiluðu þeir saman á dansleikjum norðanlands við ágætan orðstír.
Forsprakki hljómsveitarinn mun vera aðeins þekktari sem gítarleikari Sálarinn hans Jóns míns sem er líka ágæt hljómsveit,en hann heitir Guðmundur Jónsson.
Það munu allir húnvetningar vera velkomnir og einnig Strandamenn,svo er ekki útilokað að Skagfirðingar séu velkomnir líka.
15.03.2008
Miðvikudaginn 19. mars er liðið eitt ár frá því að Vinnumálastofnun tók til starfa á Skagaströnd. Af því tilefni ætlum við á Vinnumálastofnun að efna til afmælisgöngu og bjóðum öllum sem vilja samfagna eða bara hreyfa sig að bregða sér með í göngutúrinn. Gengið verður frá Túnbrautinni á Skagaströnd í gegnum bæinn og upp á Höfða. Á Höfðanum tökum við léttar teygjur, syngjum afmælissönginn og höldum svo sömu leið til baka og beint í páskafrí. Við leggjum af stað klukkan 16:00.
Við viljum jafnframt þakka öllu okkar samstarfsfólki og viðskiptavinum fyrir gott samstarf á þessu fyrsta ári okkar og vonum að með auknum þroska getum við skilað enn betri þjónustu. Bestu óskir um gleðilega páska.
Starfsfólk Vinnumálastofnunar Nl.v. - Greiðslustofu
Líney Árnadóttir
Forstöðumaður
Vinnumálastofnun - Greiðslustofa
Túnbraut 1-3 - 545 Skagaströnd
Sími: 582 4900 / Fax: 582 4920
liney.arnadottir@vmst.is
www.vinnumalastofnun.is
12.03.2008
Jæja þá fer hver að verða síðastur að sjá listsýninguna í Landsbankanum sem börnin í leikskólanum hafa unnið að.
Á sýningunni er fjallað um Spákonufell, Þórdísi spákonu og allt lífríki fjallsins í máli og myndum.
Endilega komið og njótið og fræðist um fallega fjallið okkar Spákonufell.
Sýningunni líkur í næstu viku.
12.03.2008
Mikill sprengikraftur var í tundurdufli sem sprengt var á Hrafndal í gærkvöldi.
Hafrannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson fékk tundurdufl í trollið út á Húnaflóa og kom til hafnar á Skagaströnd. Áður en skipið kom upp að bryggju hafði björgunarskipið Húnabjörg flutt sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar um borð til að gera duflið óvirkt. Rafhleðslan í duflinu var orðin ónýt en ákveðin áhætta getur fylgt tundurduflum og því er allrar varúðar gætt og duflin meðhöndluð af sérfræðingum.
Undir stjórn sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar flutti Björgunarsveitin Strönd síðan duflið upp í Hrafndal í fylgd lögreglu þar sem það var sprengt um kl 19.30. Hvellur við sprenginuna var geysimikill enda um að ræða 135 kg af TNT sprengiefni. Í kjölfar sprengingarinnar var feiknaleg höggbylgja sem skók til bifreiðar í 500 m fjarlægð.
Talið er að á stríðsárunum, fyrir rúmum 60 árum, hafi verið lögð í sjó um 120 þúsund tundurdufl í hafsvæðinu í kringum Ísland. Tundurduflabelti voru þá út af Vestfjörðum, í Faxaflóa, Hvalfirði, Eyjafirði og Seyðisfirði. Íslenskir sjómenn hafa því frá lokum seinna stríðs oft fengið dufl í veiðarfærin eða séð þau á reki.og samkvæmt upplýsingum sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar hafa um 5000 slík dufl fundist og verið eytt. Á seinni árum hafa fimm til sex dufl fundist á ári. Þó að öryggisbúnaður sé í flestum tundurduflum sem á að gera þau óvirk ef þau fljóta upp er aldrei hægt að treysta á hann. Tundurdufl geta verið virk áratugum saman. Undanfarin ár er þó fátítt að duflin springi þegar þau koma upp með veiðarfærum og eingungis þekkt eitt dæmi um það frá 1955 þegar togarinn Fylkir sökk eftir að tundurdufl sprakk á síðunni.
06.03.2008
Framkvæmdastjóri
Vaxtarsamnings
Norðurlands vestra
Starfslýsing:
Í megindráttum felur starf framkvæmdastjórans í sér umsjón og samræmingu yfir starfi tveggja klasa þ.e. menntunar og rannsóknar, menningar og ferðaþjónustu. Framkvæmdastjóri vinnur náið með
stjórn samningsins og fer eftir stefnu og áherslum
sem settar eru af stjórn.
Framkvæmdastjóri heyrir undir stjórn og starfar á skrifstofu Vaxtarsamningsins á Sauðárkróki.
Nánari lýsing verkefna:
· Yfirumsjón með starfsemi Vaxtarsamnings
og klasauppbyggingu
· Skýrslugerð og upplýsingagjöf til stjórnar
· Kynning á starfi, markmiðum og
verkefnum Vaxtarsamnings
· Önnur verkefni sem stjórn Vaxtarsamningsins
felur starfsmanni s.s. ráðgjöf til fyrirtækja
og einstaklinga og verkefnastjórn
Kröfur um menntun og reynslu:
· Háskólamenntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi
· Góð íslensku- og enskukunnátta
· Góð tölvukunnátta
· Hæfni í mannlegum samskiptum
· Frumkvæði og metnaður í starfi
Skriflegar umsóknir, sem tilgreina m.a. menntun og fyrri störf, skulu sendar á skrifstofu Blönduóssbæjar, Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduósi, og merktar framkvæmdastjóri Vaxtarsamnings Norðurlands vestra.
Umsóknir skulu jafnframt sendar rafrænt á arnar@blonduos.is
Umsóknarfrestur er til 19. mars n.k.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Arnar Þór Sævarsson,
formaður stjórnar Vaxtarsamnings Norðurlands vestra.
Netfang: arnar@blonduos.is
NÝPRENT ehf.
05.03.2008
Stofnfundur
Nes listamiðstöðvar ehf
verður haldinn í Bjarmanesi á Skagaströnd fimmtudaginn 6. mars nk. kl. 17.00
Verkefni fundarins er að samþykkja stofnsamning og samþykktir fyrir félagið og kjósa stjórn og endurskoðanda.
Þeir sem kynnu að hafa áhuga á að taka þátt í stofnun Nes – listamiðstöðvar með hlutafjárframlagi eru velkomnir á fundinn.
Sveitarstjórn Skagastrandar
03.03.2008
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagastrandar
þriðjudaginn 4. mars 2008 á skrifstofu hreppsins kl 800.
Dagskrá:
1. Nes listamiðstöð efh.
2. Aukaársþing SSNV.
3. Tillaga að endurnýjun samþykktar um meðhöndlun
úrgangs á Skagaströnd.
4. Tillaga að breytingu á samþykkt um gatnagerðagjald.
5. Bréf:
a) H-59 ehf, dags. 14. febrúar 2008.
b) KSNV, dags. 26. febrúar 2008.
c) Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 6. febrúar 2008.
d) Landsskrifstofu Staðardagskrár 21, dags. 25. febrúar 2008.
e) Valdimars Guðmannssonar, dags. 11. febrúar 2008.
6. Fundargerðir
a) Vinnufundar vegna aðalskipulags sveitarfélagsins, 20.02.2008.
b) Stjórnar SSNV, 12.02.2008.
c) Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 22.02.2008.
7. Önnur mál
Sveitarstjóri